Gleðileg venjuleg jól!!! Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 11. desember 2022 08:31 Ert þú kona sem hugsar oft: nú kem ég mér í mitt besta form? Ert viss um að þú verðir í þínu besta formi um jólin? Næsta sumar? Á stórafmælinu? Ég er svoleiðis kona! Fæstar erum við afreksíþróttakonur og þar af leiðandi erum við fæstar með sixpack. Fæstar mæður hafa tíma til að fara í ræktina tvisvar á dag. Við þurfum kolvetni til að geta hugsað og verið skemmtilegar. Er ekki betra að vera skemmtilegur en að vera með sixpack? Það eina sem skiptir máli er að líkaminn okkar geti gert það sem okkur langar til. Ef það er eitthvað sem hann ræður ekki við þá þarf að leggja það á sig að æfa sig. Fertug kona sem hefur aldrei farið í heljarstökk getur það ef hún æfir sig. Hún fær þá kannski sixpack á meðan en það er þá bara bónus. Að geta gengið à fjöll ef mann langar, labbað í bæinn, hjólað í heimsókn til bestu vinkonu sinnar, hoppað à milli steina eða hlaupið á eftir krakka sem er á leiðinni út á götu. Að geta gert það sem mann langar til! Sandro Botticelli, The Birth of Venus (c. 1484–1486) Ég ólst upp við þessa mynd af Venus heima hjá ömmu litlu. Venus er ekki feit á þessari mynd, fjarri því, en hún er vaxin eins og kona. Líklega með örlítið lafandi rass og líklega ekki kúlulaga. Sætur strákur sagði mér að ég væri með sápukúlurass þegar ég var í 8. bekk. Það er liðin tíð. Það búa nefnilega mjög margar hnébeygjur á bak við hvern kúlurass og ég efast um að Venus hafi verið að hamast í einhverjum hnébeygjum. Hún var líklega bara að éta ólífur og drekka geitamjólk. Venus er gullfalleg kona án þess að líta út eins og afreksíþróttakona, ekki með sixpack eða með fituprósentu undir 5%. Afreksíþróttakonur eru gullfallegar líka, við getum bara ekki allar litið þannig út. Það er vinnan þeirra að geta afrekað í sinni íþrótt og þess vegna eru þær vöðvastæltar. Ég er alveg mjó en mjúk. Mjó og mjúk. Fullkomin eins og Venus. Ég ætlaði að vera í besta formi lífs míns á fertugsafmælinu í febrúar. Það mun nást því ég ætla að vera í besta formi lífs míns sem venjuleg kona, tveggja barna móðir og skemmtileg án þess að vera með sixpack. Ég ætla að vera Venus og hylja á mér píkuna með síðri hárkollu því ég asnaðist til að klippa af mér allt hárið sem var hluti af einhverri hreinsun og nýju upphafi. Það eina sem þarf er að passa kólesterólið, blóðsykurinn, hjartað og gleðina. Sykurinn og saltið. Borða fyrir sálina og halda sér í því formi sem gerir líkamanum kleift til að gera það sem okkur dreymir um. Mjó og mjúk. Feit og mjúk. Stælt og stinn. Stinn og mjúk. Ég elska þig venjulega kona! Ef þú kemst ekki í kjólinn fyrir jólin finndu þér þá fallegan stóran kjól! Sem passar! Settu svo á þig bleikan eða rauðan og segðu við sjálfa þig: DJÖFULL ER ÉG VENJULEG OG SÆT!!! Eigum við að vera svolítið venjulegar þessi jólin? GLEÐILEG VENJULEG JÓL!!! Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Heilsa Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ert þú kona sem hugsar oft: nú kem ég mér í mitt besta form? Ert viss um að þú verðir í þínu besta formi um jólin? Næsta sumar? Á stórafmælinu? Ég er svoleiðis kona! Fæstar erum við afreksíþróttakonur og þar af leiðandi erum við fæstar með sixpack. Fæstar mæður hafa tíma til að fara í ræktina tvisvar á dag. Við þurfum kolvetni til að geta hugsað og verið skemmtilegar. Er ekki betra að vera skemmtilegur en að vera með sixpack? Það eina sem skiptir máli er að líkaminn okkar geti gert það sem okkur langar til. Ef það er eitthvað sem hann ræður ekki við þá þarf að leggja það á sig að æfa sig. Fertug kona sem hefur aldrei farið í heljarstökk getur það ef hún æfir sig. Hún fær þá kannski sixpack á meðan en það er þá bara bónus. Að geta gengið à fjöll ef mann langar, labbað í bæinn, hjólað í heimsókn til bestu vinkonu sinnar, hoppað à milli steina eða hlaupið á eftir krakka sem er á leiðinni út á götu. Að geta gert það sem mann langar til! Sandro Botticelli, The Birth of Venus (c. 1484–1486) Ég ólst upp við þessa mynd af Venus heima hjá ömmu litlu. Venus er ekki feit á þessari mynd, fjarri því, en hún er vaxin eins og kona. Líklega með örlítið lafandi rass og líklega ekki kúlulaga. Sætur strákur sagði mér að ég væri með sápukúlurass þegar ég var í 8. bekk. Það er liðin tíð. Það búa nefnilega mjög margar hnébeygjur á bak við hvern kúlurass og ég efast um að Venus hafi verið að hamast í einhverjum hnébeygjum. Hún var líklega bara að éta ólífur og drekka geitamjólk. Venus er gullfalleg kona án þess að líta út eins og afreksíþróttakona, ekki með sixpack eða með fituprósentu undir 5%. Afreksíþróttakonur eru gullfallegar líka, við getum bara ekki allar litið þannig út. Það er vinnan þeirra að geta afrekað í sinni íþrótt og þess vegna eru þær vöðvastæltar. Ég er alveg mjó en mjúk. Mjó og mjúk. Fullkomin eins og Venus. Ég ætlaði að vera í besta formi lífs míns á fertugsafmælinu í febrúar. Það mun nást því ég ætla að vera í besta formi lífs míns sem venjuleg kona, tveggja barna móðir og skemmtileg án þess að vera með sixpack. Ég ætla að vera Venus og hylja á mér píkuna með síðri hárkollu því ég asnaðist til að klippa af mér allt hárið sem var hluti af einhverri hreinsun og nýju upphafi. Það eina sem þarf er að passa kólesterólið, blóðsykurinn, hjartað og gleðina. Sykurinn og saltið. Borða fyrir sálina og halda sér í því formi sem gerir líkamanum kleift til að gera það sem okkur dreymir um. Mjó og mjúk. Feit og mjúk. Stælt og stinn. Stinn og mjúk. Ég elska þig venjulega kona! Ef þú kemst ekki í kjólinn fyrir jólin finndu þér þá fallegan stóran kjól! Sem passar! Settu svo á þig bleikan eða rauðan og segðu við sjálfa þig: DJÖFULL ER ÉG VENJULEG OG SÆT!!! Eigum við að vera svolítið venjulegar þessi jólin? GLEÐILEG VENJULEG JÓL!!! Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar