Okkur er ekki sama – saman gegn ofbeldi Halla Bergþóra Björnsdóttir skrifar 14. desember 2022 11:01 Undanfarið hefur mikið verið rætt um að ofbeldi sé að aukast í samfélaginu og það sé að verða alvarlegra. Vissulega höfum við hjá lögreglunni séð vísbendingar í þá átt en ofbeldi er ekki náttúrulögmál, við sem samfélag þurfum að snúa vörn í sókn. Áhrif ofbeldis á þann sem fyrir verður eru margvíslegar, afleiðingarnar geta verið bæði líkamlegar og sálrænar. Rannsóknir sýna að börn virðast vera sérlega næm fyrir neikvæðum áhrifum ofbeldis. Börn sem verða fyrir eða verða vitni að ofbeldi geta þróað með sér ýmis konar vandamál s.s. lágt sjálfsmat, kvíða og þunglyndi, auk þess sem þau eru líklegri til að taka þátt í ýmis konar áhættuhegðun, þ.m.t. að beita sjálf ofbeldi. Börn eru líklegri en þeir sem hafa meiri þroska til að herma eftir ofbeldisfullri hegðun, sérstaklega ef hún er sýnd af fullorðum sem þau treysta en ofbeldisfullt efni í fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og tölvuleikjum geta einnig haft þarna áhrif. Miklu máli skiptir því að við leggjum öll okkar af mörkum til að reyna að draga úr líkum á að börn og ungmenni beiti og/eða verði fyrir ofbeldi. Rannsóknir hafa sýnt að besta leiðin til að draga úr líkum á ofbeldisbrotum barna er í gegnum þverfaglegt samstarf milli þeirra sem sinna börnum dagsdaglega og foreldra og forsjáraðila. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur því ásamt Mosfellsbæ, sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ ákveðið að vinna saman til að stuðla að farsæld fyrir börn sem eru í viðkvæmri stöðu í Mosfellsbæ og draga úr líkum á ítrekuðu ofbeldi. Á grundvelli ábendinga sem komu frá vinnustofu sem haldin var meðal fagfólks í Mosfellsbæ í mars sl. var mótað sameiginlegt verklag samstarfsaðilanna og unnið að innleiðingu þess. Jafnframt hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu endurskoðað verklag sitt við rannsókn ofbeldisbrota barna og sýslumaður mótað reglur um vinnslu ágreiningsmála með áherslu á vernd barna í viðkvæmri stöðu. Verklagið í Mosfellsbæ mun í framhaldinu nýtast við mótun verklagsreglna fyrir lögregluna í heild vegna barna í viðkvæmri stöðu, þar með talið hlutverk lögreglu vegna laga um samþættingu þjónustu til farsældar barna, rannsókn ofbeldisbrota meðal barna og ungmenna og verklag um tilkynningar á milli lögreglu, barnaverndar og skóla þegar kemur að ofbeldi gegn börnum. Hvert barn skiptir máli. Ef allir leggjast á eitt aukast líkurnar margfalt á að við náum árangri, við náum að grípa utan um börnin okkar og ungmennin, veita þeim þann stuðning sem þau þarfnast og á sama tíma draga úr ofbeldi í samfélaginu í heild.Höfundur er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mosfellsbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið verið rætt um að ofbeldi sé að aukast í samfélaginu og það sé að verða alvarlegra. Vissulega höfum við hjá lögreglunni séð vísbendingar í þá átt en ofbeldi er ekki náttúrulögmál, við sem samfélag þurfum að snúa vörn í sókn. Áhrif ofbeldis á þann sem fyrir verður eru margvíslegar, afleiðingarnar geta verið bæði líkamlegar og sálrænar. Rannsóknir sýna að börn virðast vera sérlega næm fyrir neikvæðum áhrifum ofbeldis. Börn sem verða fyrir eða verða vitni að ofbeldi geta þróað með sér ýmis konar vandamál s.s. lágt sjálfsmat, kvíða og þunglyndi, auk þess sem þau eru líklegri til að taka þátt í ýmis konar áhættuhegðun, þ.m.t. að beita sjálf ofbeldi. Börn eru líklegri en þeir sem hafa meiri þroska til að herma eftir ofbeldisfullri hegðun, sérstaklega ef hún er sýnd af fullorðum sem þau treysta en ofbeldisfullt efni í fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og tölvuleikjum geta einnig haft þarna áhrif. Miklu máli skiptir því að við leggjum öll okkar af mörkum til að reyna að draga úr líkum á að börn og ungmenni beiti og/eða verði fyrir ofbeldi. Rannsóknir hafa sýnt að besta leiðin til að draga úr líkum á ofbeldisbrotum barna er í gegnum þverfaglegt samstarf milli þeirra sem sinna börnum dagsdaglega og foreldra og forsjáraðila. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur því ásamt Mosfellsbæ, sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ ákveðið að vinna saman til að stuðla að farsæld fyrir börn sem eru í viðkvæmri stöðu í Mosfellsbæ og draga úr líkum á ítrekuðu ofbeldi. Á grundvelli ábendinga sem komu frá vinnustofu sem haldin var meðal fagfólks í Mosfellsbæ í mars sl. var mótað sameiginlegt verklag samstarfsaðilanna og unnið að innleiðingu þess. Jafnframt hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu endurskoðað verklag sitt við rannsókn ofbeldisbrota barna og sýslumaður mótað reglur um vinnslu ágreiningsmála með áherslu á vernd barna í viðkvæmri stöðu. Verklagið í Mosfellsbæ mun í framhaldinu nýtast við mótun verklagsreglna fyrir lögregluna í heild vegna barna í viðkvæmri stöðu, þar með talið hlutverk lögreglu vegna laga um samþættingu þjónustu til farsældar barna, rannsókn ofbeldisbrota meðal barna og ungmenna og verklag um tilkynningar á milli lögreglu, barnaverndar og skóla þegar kemur að ofbeldi gegn börnum. Hvert barn skiptir máli. Ef allir leggjast á eitt aukast líkurnar margfalt á að við náum árangri, við náum að grípa utan um börnin okkar og ungmennin, veita þeim þann stuðning sem þau þarfnast og á sama tíma draga úr ofbeldi í samfélaginu í heild.Höfundur er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun