Stjórnmál og fagmennska - stjórnsýslulegar hugleiðingar um N4 málið Haukur Arnþórsson skrifar 16. desember 2022 13:02 Sú uppákoma að fjárlaganefnd ákvað að styrkja N4 með beinu fjárframlagi, en féll svo frá því, kallar á stjórnsýslulegar vangaveltur. Ég ætla samt ekki að fjalla um að þingmaður er sagður hafa kallað eftir erindi um styrkinn frá N4, að styrkveitingunni var nánast smyglað í gegnum aðra umræðu í þinginu með ógagnsæjum texta eða að sjálft erindið frá N4 birtist ekki á vef Alþingis, eins og öll erindi til nefnda gera; Alþingi starfar nú einu sinni fyrir opnum tjöldum – þessi þrjú atriði eru svo niðurlægjandi fyrir íslensk stjórnmál að ekki verður rætt um þau málefnalega. Styrkveitingar til aðila (félaga, stofnana og einstaklinga) eru í aðalatriðum gerðar af framkvæmdarvaldinu. Það er í takt við góða stjórnsýsluhætti og nýleg lög um opinber fjármál og er þá gert ráð fyrir því að framkvæmdarvaldið láti alla í þjóðfélaginu – að settum málefnalegum skilyrðum sem mæta tilgangi fjárveitingarinnar – sitja við sama borð (jafnræðisregla) og að allar aðrar stjórnsýslureglur séu virtar (meðalhóf, réttmæti, lögmæti osfrv.). Lögin um opinber fjármál þykja fagleg og góð og voru unnin í takt við bestu reglur alþjóðastofnana, svo sem OECD og Alþjóðabankans. Með þeim lauk áratugalöngum fjárveitingum Alþingis, sem í gamni er talað um að hafi verið til vina og vandamanna, sem voru algerlega komnar úr böndunum. Það var andstaða gegn þessu á þinginu og sumir telja að þingið (fjárlaganefnd) hafi misst völd með lögunum; sumir vildu einfaldlega handstýra opinberu fé áfram. Lögin um opinber fjármál eru flókin og löng og ég hef bara stúderað þau einu sinni, fjármál eru ekki mitt fag. Þau gefa fjármálaráðuneytinu aukin völd frá því sem var og styrkja jafnframt alla fjármálastarfsemi ríkisins. Með mikilli einföldun má segja að Alþingi eigi að starfa eins og stjórn í fyrirtæki: leggja meginlínur til framtíðar með fjármálaáætlunum og setja með fjárlögum megin reglur um deilingu opinbers fjár milli málaflokka og einstakra málefnalegra málsliða – meðan framkvæmdarvaldinu er ætlað að starfa eins og framkvæmdarstjórn sem hefur ákveðnar reglur til að styðjast við í störfum sínum að undirbúningi og framkvæmd. Við getum sagt að gerningur fjárlaganefndar vegna N4 við aðra umræðu brjóti í bága við lögin um opinber fjármál. En fara má í kringum það með eftiráskýringu og segja að fjárveitingin hafi „bara alls ekki“ verið ætluð til eins aðila, heldur renni hún í styrkjapott sem framkvæmdarvaldið hefur fyrir frjálsa fjölmiðla og Lilja Alfreðsdóttir var í mörg ár að koma á koppinn og hefur einu sinni úthlutað úr, á síðast liðnu sumri. Þá lítur þetta faglega út. Nema hvað: Þessi sjóður á með fjárveitingunni að taka aukið tillit til staðsetningar hinna frjálsu fjölmiðla – sem ég tel að standist ekki jafnræðisreglu þar sem allir fjölmiðlar þjóna landsbyggðinni (bæði innlendir og erlendir ef út í það er farið), taka má gott dæmi um ferðamálavef sem rekinn er í Svíþjóð og hefur sýnt uppbyggingu á landsbyggðinni mikinn áhuga. Staðsetning kemur málinu raunar ekki við á tímum netsins og ef taka á tillit til þess hvort efni fjölmiðilsins er „um málefni ákveðinna svæða“ eða ekki er það óréttmætt skilyrði því þá er verið að blanda sér inn í ritstjórnarstefnu fjölmiðlanna. Hvar blaðamennirnir búa eða staðsetning höfuðstöðva miðlanna geta ekki heldur verið málefnaleg sjónarmið á dögum netsins. Það myndi þýða að blaðamenn myndu lækka styrki til fjölmiðla sinna með því að búa erlendis, raunar alls staðar annars staðar en úti á landi og segir sig sjálft hvers laga endileysa það er. Þá er staðsetning höfuðstöðva ekki heldur sjónarmið sem framkvæmdarvaldið getur notað til að mismuna fjölmiðlun; það myndi kalla á flutning á heimilisfesti fjölmiðla svipað og lögheimilaflutningur þingmanna hefur verið þeim freisting til að auka tekjur sínar. Fleira kom í ljós í þessu máli svo sem að Alþingi starfar við nánast engar hæfiseglur. Sú eina regla gildir (er í þingsköpum) að þingmenn mega ekki taka þátt í atkvæðagreiðslu um fjárveitingu til sjálfs sín. Þörfin á nútímalegum hæfisreglum fyrir löggjafarvaldið er brýn, hætt er við að þetta regluleysi brjóti í bága við siðferðisvitund kjósenda. Þegar talað er um almennar hæfisreglur er yfirleitt átt við hæfisreglur stjórnsýslulaga, sem gilda fyrir framkvæmdarvaldið – og aðrar og enn strangari reglur gilda fyrir dómsvaldið. Löggjafarvaldið hefur hins vegar gleymt sér. Meirihlutinn á þingi lætur nú sem „opinber umræða“ hafi valdið því að sveigt var frá upphaflegum sjónarmiðum með fjárveitingunni, en hitt tel ég líklegra að starfsmenn framkvæmdarvaldsins, einkum starfsmenn fjármálaráðuneytisins, hafi stöðvað málið með þeim rökum að það bryti í bága við lögin um opinber fjármál. Ekki eru aðrir aðilar líklegri til að verja það sjónarmið – og ábending um lagabrot er ástæða sem beygir pólitískan vilja oftast. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Fjölmiðlar Styrkbeiðni N4 Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Sú uppákoma að fjárlaganefnd ákvað að styrkja N4 með beinu fjárframlagi, en féll svo frá því, kallar á stjórnsýslulegar vangaveltur. Ég ætla samt ekki að fjalla um að þingmaður er sagður hafa kallað eftir erindi um styrkinn frá N4, að styrkveitingunni var nánast smyglað í gegnum aðra umræðu í þinginu með ógagnsæjum texta eða að sjálft erindið frá N4 birtist ekki á vef Alþingis, eins og öll erindi til nefnda gera; Alþingi starfar nú einu sinni fyrir opnum tjöldum – þessi þrjú atriði eru svo niðurlægjandi fyrir íslensk stjórnmál að ekki verður rætt um þau málefnalega. Styrkveitingar til aðila (félaga, stofnana og einstaklinga) eru í aðalatriðum gerðar af framkvæmdarvaldinu. Það er í takt við góða stjórnsýsluhætti og nýleg lög um opinber fjármál og er þá gert ráð fyrir því að framkvæmdarvaldið láti alla í þjóðfélaginu – að settum málefnalegum skilyrðum sem mæta tilgangi fjárveitingarinnar – sitja við sama borð (jafnræðisregla) og að allar aðrar stjórnsýslureglur séu virtar (meðalhóf, réttmæti, lögmæti osfrv.). Lögin um opinber fjármál þykja fagleg og góð og voru unnin í takt við bestu reglur alþjóðastofnana, svo sem OECD og Alþjóðabankans. Með þeim lauk áratugalöngum fjárveitingum Alþingis, sem í gamni er talað um að hafi verið til vina og vandamanna, sem voru algerlega komnar úr böndunum. Það var andstaða gegn þessu á þinginu og sumir telja að þingið (fjárlaganefnd) hafi misst völd með lögunum; sumir vildu einfaldlega handstýra opinberu fé áfram. Lögin um opinber fjármál eru flókin og löng og ég hef bara stúderað þau einu sinni, fjármál eru ekki mitt fag. Þau gefa fjármálaráðuneytinu aukin völd frá því sem var og styrkja jafnframt alla fjármálastarfsemi ríkisins. Með mikilli einföldun má segja að Alþingi eigi að starfa eins og stjórn í fyrirtæki: leggja meginlínur til framtíðar með fjármálaáætlunum og setja með fjárlögum megin reglur um deilingu opinbers fjár milli málaflokka og einstakra málefnalegra málsliða – meðan framkvæmdarvaldinu er ætlað að starfa eins og framkvæmdarstjórn sem hefur ákveðnar reglur til að styðjast við í störfum sínum að undirbúningi og framkvæmd. Við getum sagt að gerningur fjárlaganefndar vegna N4 við aðra umræðu brjóti í bága við lögin um opinber fjármál. En fara má í kringum það með eftiráskýringu og segja að fjárveitingin hafi „bara alls ekki“ verið ætluð til eins aðila, heldur renni hún í styrkjapott sem framkvæmdarvaldið hefur fyrir frjálsa fjölmiðla og Lilja Alfreðsdóttir var í mörg ár að koma á koppinn og hefur einu sinni úthlutað úr, á síðast liðnu sumri. Þá lítur þetta faglega út. Nema hvað: Þessi sjóður á með fjárveitingunni að taka aukið tillit til staðsetningar hinna frjálsu fjölmiðla – sem ég tel að standist ekki jafnræðisreglu þar sem allir fjölmiðlar þjóna landsbyggðinni (bæði innlendir og erlendir ef út í það er farið), taka má gott dæmi um ferðamálavef sem rekinn er í Svíþjóð og hefur sýnt uppbyggingu á landsbyggðinni mikinn áhuga. Staðsetning kemur málinu raunar ekki við á tímum netsins og ef taka á tillit til þess hvort efni fjölmiðilsins er „um málefni ákveðinna svæða“ eða ekki er það óréttmætt skilyrði því þá er verið að blanda sér inn í ritstjórnarstefnu fjölmiðlanna. Hvar blaðamennirnir búa eða staðsetning höfuðstöðva miðlanna geta ekki heldur verið málefnaleg sjónarmið á dögum netsins. Það myndi þýða að blaðamenn myndu lækka styrki til fjölmiðla sinna með því að búa erlendis, raunar alls staðar annars staðar en úti á landi og segir sig sjálft hvers laga endileysa það er. Þá er staðsetning höfuðstöðva ekki heldur sjónarmið sem framkvæmdarvaldið getur notað til að mismuna fjölmiðlun; það myndi kalla á flutning á heimilisfesti fjölmiðla svipað og lögheimilaflutningur þingmanna hefur verið þeim freisting til að auka tekjur sínar. Fleira kom í ljós í þessu máli svo sem að Alþingi starfar við nánast engar hæfiseglur. Sú eina regla gildir (er í þingsköpum) að þingmenn mega ekki taka þátt í atkvæðagreiðslu um fjárveitingu til sjálfs sín. Þörfin á nútímalegum hæfisreglum fyrir löggjafarvaldið er brýn, hætt er við að þetta regluleysi brjóti í bága við siðferðisvitund kjósenda. Þegar talað er um almennar hæfisreglur er yfirleitt átt við hæfisreglur stjórnsýslulaga, sem gilda fyrir framkvæmdarvaldið – og aðrar og enn strangari reglur gilda fyrir dómsvaldið. Löggjafarvaldið hefur hins vegar gleymt sér. Meirihlutinn á þingi lætur nú sem „opinber umræða“ hafi valdið því að sveigt var frá upphaflegum sjónarmiðum með fjárveitingunni, en hitt tel ég líklegra að starfsmenn framkvæmdarvaldsins, einkum starfsmenn fjármálaráðuneytisins, hafi stöðvað málið með þeim rökum að það bryti í bága við lögin um opinber fjármál. Ekki eru aðrir aðilar líklegri til að verja það sjónarmið – og ábending um lagabrot er ástæða sem beygir pólitískan vilja oftast. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun