Ingibjörg tekur við af Hörpu sem safnstjóri Listasafns Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2022 15:59 Ingibjörg Jóhannsdóttir er nýr safnstjóri Listasafns Íslands. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur skipað Ingibjörgu Jóhannsdóttur til að gegna embætti safnstjóra við Listasafn Íslands. Hún tekur við starfinu af Hörpu Þórsdóttir sem skipuð var þjóðminjavörður í ágúst síðastliðnum. Sú skipan olli töluverðum titringi í listasamfélaginu og var meðal annars gagnrýnd harðlega af félagi fornleifafræðinga og þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Embættið var ekki auglýst. Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að Ingibjörg hafi undanfarin ár verið skólastjóri Myndlistarskólans í Reykjavík og Landakotsskóla, samanlagt hátt í tvo áratugi. „Hún er því reyndur stjórnandi og hefur góða þekkingu á laga- og starfsumhverfi forstöðumanna og reynslu af mannahaldi. Áður hafði hún starfað um þriggja ára skeið við Listasafn Íslands, verið stundakennari við Listaháskóla Íslands og fleiri skóla. Ingibjörg nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Myndlistaskólann í Reykjavík og Pratt Institute í New York þar sem hún lauk Master of Fine Art prófi,“ segir í tilkynningunni. Umsækjendur um starfið voru sjö en einn umsækjenda dró umsókn sína til baka. „Skipuð var hæfnisnefnd sem mat þrjá umsækjendur vel hæfa til að gegna embætti safnstjóra. Að loknum ráðningarviðtölum ráðherra var það heildstætt mat að Ingibjörg stæði öðrum umsækjendum framar, sakir stjórnunarreynslu sinnar, menntunar og sýn hennar á framtíð Listasafns Íslands.“ Skipunin er til fimm ára samkvæmt meginreglu um skipan forstöðumanna ríkisstofnana. Ingibjörg mun taka við embætti safnstjóra hinn 1. mars 2023 en fram að því mun Guðrún Jóna Halldórsdóttir verða starfandi safnstjóri. Vistaskipti Menning Deilur um skipun þjóðminjavarðar Söfn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir skipun þjóðminjavarðar afar farsæla Menningarmálaráðherra segir skipun hennar í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar afar farsæla. Gagnrýni sem hafi komið fram í málinu hafi verið lærdómsrík og skili því að nú megi æðstu stjórnendur höfuðsafnanna ekki starfa lengur en í fimm ár. 17. nóvember 2022 18:30 „Þessi óánægja hefði ekki komið fram ef aðstæður hefðu verið öðruvísi“ Mennta- og viðskiptaráðherra segir að meta hefði átt betur hvernig skipan þjóðminjavarðar legðist í safnageirann í ljósi þess hve lengi þjóðminjaverðir hafi setið í gegnum tíðina. Nú er til skoðunar að setja hámarkstíma á stöðuna. Auglýsing fyrir stöðuna var tilbúin í ráðuneytinu, en allt kom fyrir ekki. 1. október 2022 12:01 Saka Lilju um metnaðarleysi við ráðningu eftirmanns Hörpu Samband íslenskra myndlistarmanna og Listfræðafélag Íslands gera athugasemdir við að meiri áhersla sé gerð á leiðtogahæfni en myndlistarþekkingu í auglýsingu um stöðu safnstjóra Listasafns Íslands. Þeir hvetja Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að endurskoða auglýsinguna sem sé heldur ekki gert með nægjanlega góðum fyrirvara. 7. september 2022 14:28 „Traust til ráðherra hefur beðið stórkostlega hnekki í faginu“ Formaður BHM segir óeðlilegt að skipa í stöðu þjóðminjavarðar, staðan hefði átt að vera auglýst. Formaður félags fornleifafræðinga telur að traust fólks til menningarmálaráðherra hafi beðið mikinn hnekki vegna málsins. 2. september 2022 21:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Sú skipan olli töluverðum titringi í listasamfélaginu og var meðal annars gagnrýnd harðlega af félagi fornleifafræðinga og þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Embættið var ekki auglýst. Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að Ingibjörg hafi undanfarin ár verið skólastjóri Myndlistarskólans í Reykjavík og Landakotsskóla, samanlagt hátt í tvo áratugi. „Hún er því reyndur stjórnandi og hefur góða þekkingu á laga- og starfsumhverfi forstöðumanna og reynslu af mannahaldi. Áður hafði hún starfað um þriggja ára skeið við Listasafn Íslands, verið stundakennari við Listaháskóla Íslands og fleiri skóla. Ingibjörg nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Myndlistaskólann í Reykjavík og Pratt Institute í New York þar sem hún lauk Master of Fine Art prófi,“ segir í tilkynningunni. Umsækjendur um starfið voru sjö en einn umsækjenda dró umsókn sína til baka. „Skipuð var hæfnisnefnd sem mat þrjá umsækjendur vel hæfa til að gegna embætti safnstjóra. Að loknum ráðningarviðtölum ráðherra var það heildstætt mat að Ingibjörg stæði öðrum umsækjendum framar, sakir stjórnunarreynslu sinnar, menntunar og sýn hennar á framtíð Listasafns Íslands.“ Skipunin er til fimm ára samkvæmt meginreglu um skipan forstöðumanna ríkisstofnana. Ingibjörg mun taka við embætti safnstjóra hinn 1. mars 2023 en fram að því mun Guðrún Jóna Halldórsdóttir verða starfandi safnstjóri.
Vistaskipti Menning Deilur um skipun þjóðminjavarðar Söfn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir skipun þjóðminjavarðar afar farsæla Menningarmálaráðherra segir skipun hennar í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar afar farsæla. Gagnrýni sem hafi komið fram í málinu hafi verið lærdómsrík og skili því að nú megi æðstu stjórnendur höfuðsafnanna ekki starfa lengur en í fimm ár. 17. nóvember 2022 18:30 „Þessi óánægja hefði ekki komið fram ef aðstæður hefðu verið öðruvísi“ Mennta- og viðskiptaráðherra segir að meta hefði átt betur hvernig skipan þjóðminjavarðar legðist í safnageirann í ljósi þess hve lengi þjóðminjaverðir hafi setið í gegnum tíðina. Nú er til skoðunar að setja hámarkstíma á stöðuna. Auglýsing fyrir stöðuna var tilbúin í ráðuneytinu, en allt kom fyrir ekki. 1. október 2022 12:01 Saka Lilju um metnaðarleysi við ráðningu eftirmanns Hörpu Samband íslenskra myndlistarmanna og Listfræðafélag Íslands gera athugasemdir við að meiri áhersla sé gerð á leiðtogahæfni en myndlistarþekkingu í auglýsingu um stöðu safnstjóra Listasafns Íslands. Þeir hvetja Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að endurskoða auglýsinguna sem sé heldur ekki gert með nægjanlega góðum fyrirvara. 7. september 2022 14:28 „Traust til ráðherra hefur beðið stórkostlega hnekki í faginu“ Formaður BHM segir óeðlilegt að skipa í stöðu þjóðminjavarðar, staðan hefði átt að vera auglýst. Formaður félags fornleifafræðinga telur að traust fólks til menningarmálaráðherra hafi beðið mikinn hnekki vegna málsins. 2. september 2022 21:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Segir skipun þjóðminjavarðar afar farsæla Menningarmálaráðherra segir skipun hennar í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar afar farsæla. Gagnrýni sem hafi komið fram í málinu hafi verið lærdómsrík og skili því að nú megi æðstu stjórnendur höfuðsafnanna ekki starfa lengur en í fimm ár. 17. nóvember 2022 18:30
„Þessi óánægja hefði ekki komið fram ef aðstæður hefðu verið öðruvísi“ Mennta- og viðskiptaráðherra segir að meta hefði átt betur hvernig skipan þjóðminjavarðar legðist í safnageirann í ljósi þess hve lengi þjóðminjaverðir hafi setið í gegnum tíðina. Nú er til skoðunar að setja hámarkstíma á stöðuna. Auglýsing fyrir stöðuna var tilbúin í ráðuneytinu, en allt kom fyrir ekki. 1. október 2022 12:01
Saka Lilju um metnaðarleysi við ráðningu eftirmanns Hörpu Samband íslenskra myndlistarmanna og Listfræðafélag Íslands gera athugasemdir við að meiri áhersla sé gerð á leiðtogahæfni en myndlistarþekkingu í auglýsingu um stöðu safnstjóra Listasafns Íslands. Þeir hvetja Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að endurskoða auglýsinguna sem sé heldur ekki gert með nægjanlega góðum fyrirvara. 7. september 2022 14:28
„Traust til ráðherra hefur beðið stórkostlega hnekki í faginu“ Formaður BHM segir óeðlilegt að skipa í stöðu þjóðminjavarðar, staðan hefði átt að vera auglýst. Formaður félags fornleifafræðinga telur að traust fólks til menningarmálaráðherra hafi beðið mikinn hnekki vegna málsins. 2. september 2022 21:02
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent