Órökstudd aðför að bláum Capri Hildur Sverrisdóttir skrifar 17. desember 2022 07:01 Heilbrigðisráðherra hefur mælt fyrir innleiðingarfrumvarpi frá ESB sem mun banna Salem og Capri bláan ásamt öðrum mentol sígarettum. Tilgangurinn er að hlífa börnum, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir að mentol sígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir. En svo er einfaldlega ekki. Rökstuðninginn vantar Í frumvarpinu er rökstuðningurinn vægast sagt rýr. Þar er eingöngu vísað til þess að líkur séu á að tóbaksneysla hefjist ef tóbaksvörur hafi „einkennandi“ bragð. Hvorki í frumvarpinu né í tilskipun þeirri sem frumvarpið byggir á er að finna rökstuðning fyrir því að mentol bragð í tóbaki sé slíkt einkennandi bragð sem setji meiri hvata til reykinga en ella. Ekki er gerð tilraun til frekari rökstuðnings að öðru leyti en að tekið er fram að WHO hvetji til þess að innihaldsefni sem auka bragðgæði séu fjarlægð. Sama er uppi á teningnum með að ekkert er vikið að rökstuðningi um einhvers konar sönnur á því að mentol auki bragðgæði í þeim skilningi sem þar um ræðir. Ómálefnalegt ójafnræði Fyrir utan að upplýst umræða og forvarnir eru alltaf betri en boð og bönn að þá skiptir máli að hafa í huga að með frumvarpinu er ekki verið að stoppa af jarðaberja- eða súkkulaðisígarettur í stórum stíl. Það er verið að banna mentol sem enginn hefur sýnt fram á að hugnist ungmennum meir eða sé óumdeilt bragðbetra. Hins vegar er það fjórðungur fullorðins reykingafólks, djammreykingafólk og þær sem fara út á svalir í saumaklúbbnum sem kunna vel við sínar mentol sígó. Nú á að taka það frá þeim. Þetta er freklegt ójafnræði á milli fólks um að velja á milli tegunda á löglegri neysluvöru sem að mínu viti fær ekki staðist með svo litlum rökstuðningi. Lýðheilsa skiptir auðvitað máli en hér er ekki verið að banna tóbak eða eitthvað slíkt. Þetta er frekar eins og fyrir lægi að ekki ætti að banna sykurlausa drykki, en að ákveðið yrði að allir sem kjósa Pepsi max lime þyrftu án nokkurs haldbærs rökstuðnings framvegis að sætta sig við Pepsi max. Engin lögfræðileg stoð fyrir banni EES-samningurinn er mikilvægasta viðskiptasamningssamband sem við Íslendingar eigum. En stundum er það svo að þær innleiðingar sem okkur er boðið upp á hér eru bara helber vitleysa eins og þetta mentolbragðsbann ber vitni um. Það er því miður að því er virðist einhvers konar misskilningur eða sýndar lýðheilsuaðgerð sem er algerlega órökstudd. Það er einfaldlega engin rökrétt né lögfræðileg stoð fyrir því banni sem frumvarpið felur i sér. Mentolbann verði fellt út Því lagði ég til í ræðu minni við framsögu ráðherra á málinu að velferðarnefnd hafni forsendum frumvarpsins vegna rökleysis og breyti frumvarpinu á þann hátt að mentol bragðið verði fellt þar út. Ég trúi því að ESA muni ekki geta annað en fallist á það, en ef ekki er vel þess virði að ESA þusi smá, ef fyrir það fæst að saumaklúbbar landsins geta áfram fengið sínar mentol í friði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi og tóbak Alþingi Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur mælt fyrir innleiðingarfrumvarpi frá ESB sem mun banna Salem og Capri bláan ásamt öðrum mentol sígarettum. Tilgangurinn er að hlífa börnum, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir að mentol sígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir. En svo er einfaldlega ekki. Rökstuðninginn vantar Í frumvarpinu er rökstuðningurinn vægast sagt rýr. Þar er eingöngu vísað til þess að líkur séu á að tóbaksneysla hefjist ef tóbaksvörur hafi „einkennandi“ bragð. Hvorki í frumvarpinu né í tilskipun þeirri sem frumvarpið byggir á er að finna rökstuðning fyrir því að mentol bragð í tóbaki sé slíkt einkennandi bragð sem setji meiri hvata til reykinga en ella. Ekki er gerð tilraun til frekari rökstuðnings að öðru leyti en að tekið er fram að WHO hvetji til þess að innihaldsefni sem auka bragðgæði séu fjarlægð. Sama er uppi á teningnum með að ekkert er vikið að rökstuðningi um einhvers konar sönnur á því að mentol auki bragðgæði í þeim skilningi sem þar um ræðir. Ómálefnalegt ójafnræði Fyrir utan að upplýst umræða og forvarnir eru alltaf betri en boð og bönn að þá skiptir máli að hafa í huga að með frumvarpinu er ekki verið að stoppa af jarðaberja- eða súkkulaðisígarettur í stórum stíl. Það er verið að banna mentol sem enginn hefur sýnt fram á að hugnist ungmennum meir eða sé óumdeilt bragðbetra. Hins vegar er það fjórðungur fullorðins reykingafólks, djammreykingafólk og þær sem fara út á svalir í saumaklúbbnum sem kunna vel við sínar mentol sígó. Nú á að taka það frá þeim. Þetta er freklegt ójafnræði á milli fólks um að velja á milli tegunda á löglegri neysluvöru sem að mínu viti fær ekki staðist með svo litlum rökstuðningi. Lýðheilsa skiptir auðvitað máli en hér er ekki verið að banna tóbak eða eitthvað slíkt. Þetta er frekar eins og fyrir lægi að ekki ætti að banna sykurlausa drykki, en að ákveðið yrði að allir sem kjósa Pepsi max lime þyrftu án nokkurs haldbærs rökstuðnings framvegis að sætta sig við Pepsi max. Engin lögfræðileg stoð fyrir banni EES-samningurinn er mikilvægasta viðskiptasamningssamband sem við Íslendingar eigum. En stundum er það svo að þær innleiðingar sem okkur er boðið upp á hér eru bara helber vitleysa eins og þetta mentolbragðsbann ber vitni um. Það er því miður að því er virðist einhvers konar misskilningur eða sýndar lýðheilsuaðgerð sem er algerlega órökstudd. Það er einfaldlega engin rökrétt né lögfræðileg stoð fyrir því banni sem frumvarpið felur i sér. Mentolbann verði fellt út Því lagði ég til í ræðu minni við framsögu ráðherra á málinu að velferðarnefnd hafni forsendum frumvarpsins vegna rökleysis og breyti frumvarpinu á þann hátt að mentol bragðið verði fellt þar út. Ég trúi því að ESA muni ekki geta annað en fallist á það, en ef ekki er vel þess virði að ESA þusi smá, ef fyrir það fæst að saumaklúbbar landsins geta áfram fengið sínar mentol í friði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun