Íbúðum í sölu fjölgar og færri seljast yfir ásettu verði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. desember 2022 06:42 Verðtryggðir vextir eru mögulega orðnir hagkvæmari en óverðtryggðir, segir HMS. Vísir/Vilhelm Íbúðum í sölu hefur fjölgað en þær eru nú 2.392 á landinu öllu en voru 2.145 í byrjun nóvember. Þar af eru 1.429 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og hefur þeim fjölgað um 112. Þetta kemur fram í mánaðaryfirliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Útgefnir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 382 talsins í október og hafa ekki verið færri frá 2013. „Samdrátturinn hefur þó verið enn hraðari í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins undanfarið en þar voru útgefnir samningar 96 í október og 92 í september en til samanburðar voru þeir 151 í ágúst,“ segir í skýrslu HMS. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 19,7% íbúða yfir ásettu verði í nóvember, samanborið við 24,3% í október en í apríl síðastliðnum seldust ríflega 65% íbúða yfir ásettu verði. „Áfram dregur úr tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu miðað við vísitölu íbúðaverðs og er hún komin niður í 20,3% en fór mest í 25,5% í júlí. Ef miðað er við vísitölu paraðra viðskipta hefur hins vegar dregið mun hraðar úr íbúðaverðshækkunum og er 12 mánaða hækkun hennar komin niður í 13%,“ segir í skýrslunni. Þá segir að leiguverð hafi hækkað um 2% á milli mánaða í nóvember miðað við vísitölu leiguverðs. Tólf mánaða hækkun hennar mælist 9,4%, sem sé jafn mikið og verðbólga mældist í nóvember. Það þýði að raunverð leigu hafi staðið í stað milli ára, þrátt fyrir einhverja hækkun frá því í júlí. „Það sætir tíðundum að í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur hlutdeild nýrra íbúða í sölutölum lækkað skarpt undanfarna mánuði þrátt fyrir að framboð nýrra íbúða til sölu hafi aukist meira en framboð annarra íbúða. Mögulega er það vísbending um að dregið hafi meira úr eftirspurn í nágrannasveitarfélögunum en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í skýrslunni. Þá segir að verðtryggðir vextir séu nú mögulega orðnir hagvæmari en óverðtryggðir vextir en það muni þó ráðast af framtíðarþróun verðbólgunnar. í skýrslunni segir að talsverð hreyfing sé á húsnæðisbótaþegum en stór hluti þeirra þiggi bætur tímabundið. „Af þeim 18.100 sem þáðu bætur einhvern tímann á árinu 2017 voru einungis 8.300 sem þáðu einnig bætur á þessu ári eða um 46%. Í ljósi þess að fyrsti hópurinn inniheldur ekki aðeins þá sem þáðu fyrst bætur 2017 heldur einnig þá sem höfðu fengið áður bætur þá vekur athygli að það fækkar nærri jafn hratt í þeim hópi á milli ára eins og hjá þeim sem hófu síðar að þiggja bætur. Til lengri tíma litið virðast flestir því annað hvort fara af leigumarkaði eða tekjur þeirra aukast þannig að fullnægja ekki lengur skilyrðum fyrir húsnæðisbætur. Það bendi til þess að þörf flestra fyrir húsnæðisbætur sé einungis tímabundin.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Þetta kemur fram í mánaðaryfirliti Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Útgefnir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 382 talsins í október og hafa ekki verið færri frá 2013. „Samdrátturinn hefur þó verið enn hraðari í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins undanfarið en þar voru útgefnir samningar 96 í október og 92 í september en til samanburðar voru þeir 151 í ágúst,“ segir í skýrslu HMS. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 19,7% íbúða yfir ásettu verði í nóvember, samanborið við 24,3% í október en í apríl síðastliðnum seldust ríflega 65% íbúða yfir ásettu verði. „Áfram dregur úr tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu miðað við vísitölu íbúðaverðs og er hún komin niður í 20,3% en fór mest í 25,5% í júlí. Ef miðað er við vísitölu paraðra viðskipta hefur hins vegar dregið mun hraðar úr íbúðaverðshækkunum og er 12 mánaða hækkun hennar komin niður í 13%,“ segir í skýrslunni. Þá segir að leiguverð hafi hækkað um 2% á milli mánaða í nóvember miðað við vísitölu leiguverðs. Tólf mánaða hækkun hennar mælist 9,4%, sem sé jafn mikið og verðbólga mældist í nóvember. Það þýði að raunverð leigu hafi staðið í stað milli ára, þrátt fyrir einhverja hækkun frá því í júlí. „Það sætir tíðundum að í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur hlutdeild nýrra íbúða í sölutölum lækkað skarpt undanfarna mánuði þrátt fyrir að framboð nýrra íbúða til sölu hafi aukist meira en framboð annarra íbúða. Mögulega er það vísbending um að dregið hafi meira úr eftirspurn í nágrannasveitarfélögunum en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í skýrslunni. Þá segir að verðtryggðir vextir séu nú mögulega orðnir hagvæmari en óverðtryggðir vextir en það muni þó ráðast af framtíðarþróun verðbólgunnar. í skýrslunni segir að talsverð hreyfing sé á húsnæðisbótaþegum en stór hluti þeirra þiggi bætur tímabundið. „Af þeim 18.100 sem þáðu bætur einhvern tímann á árinu 2017 voru einungis 8.300 sem þáðu einnig bætur á þessu ári eða um 46%. Í ljósi þess að fyrsti hópurinn inniheldur ekki aðeins þá sem þáðu fyrst bætur 2017 heldur einnig þá sem höfðu fengið áður bætur þá vekur athygli að það fækkar nærri jafn hratt í þeim hópi á milli ára eins og hjá þeim sem hófu síðar að þiggja bætur. Til lengri tíma litið virðast flestir því annað hvort fara af leigumarkaði eða tekjur þeirra aukast þannig að fullnægja ekki lengur skilyrðum fyrir húsnæðisbætur. Það bendi til þess að þörf flestra fyrir húsnæðisbætur sé einungis tímabundin.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira