Samkomulag um viðbótarfjármagn frábært fyrsta skref Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. desember 2022 13:20 Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir að samningur um viðbótarfjármagn frá ríkinu sé frábært fyrsta skref en meira þurfi til að brúa bilið. Í fyrra nam hallinn vegna þjónustu við fatlað fólk 14,2 milljörðum. vísir/egill Samningur ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um sérstaka viðbótarfjármögnun vegna þjónustu við fatlað fólk - og skilar sveitarfélögum fimm milljörðum á næsta ári - er frábært fyrsta skref að mati formanns borgarráðs en meira þurfi þó að koma til. Í dag samþykkti innviðaráðherra tillögu jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun á sérstöku 700 milljóna króna framlagi vegna sama málaflokks á yfirstandandi ári. Sveitarfélögin hafa ákaft og ítrekað kallað eftir sanngjarnari kostnaðarskiptingu vegna málaflokks fatlaðs fólks eftir að þjónustan var flutt yfir á sveitarstjórnarstigið 2011 en hallinn vegna þjónustunnar nam 14,2 milljörðum á síðasta ári. Í vikunni var samningur undirritaður á milli þriggja ráðuneyta og SÍS sem skilar sveitarstjórnum fimm milljörðum króna á næsta ári. Útfærslan er þannig að útsvarsálagning sveitarfélaga hækkar um 0.22% gegn samsvarandi lækkun tekjuskatts ríkisins. Við þessa tilfærslu fjármuna eykst skattbyrði einstaklinga ekki. Málaflokkurinn er þyngstur allra hjá Reykjavíkurborg. Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs. „Þær tillögur sem birtust í fjárlögum núna rétt fyrir jólin eru mjög gott fyrsta skref og sveitarfélögin hafa núna um allt land verið að hækka útsvarsprósentu sína á sama tíma og ríkið lækkar sínar álögur þannig að þetta kemur út á jöfnu fyrir almenning en það fást þá fimm milljarðar inn á sveitarstjórnarstigið til að standa undir rekstri málaflokks fatlaðs fólks en miðað við að hallinn 2021 yfir landið er um 14 milljarðar þá eru þessir milljarðar hluti af þeirri upphæð. Reykjavíkurborg sinnir mjög umfangsmikilli þjónustu og það er mjög brýnt að ríkið komi með einbeittari hætti inn í þetta mál,“ segir Einar. Í samningnum er kveðið á um að ráðist verði í rekstrarúttektir hjá sveitarfélögunum þar sem skoðað verður hvernig þeim gengur að reka þjónustuna. Einar segist fagna slíkri úttekt. „Ég held það muni einfaldlega styrkja kröfugerð sveitarfélaganna gagnvart ríkinu í þessu.“ En í dag samþykkti innviðaráðherra tillögu jöfnunarsjóðs um úthlutun á sérstöku 700 milljóna króna framlagi vegna yfirstandandi árs. Af þessari úthlutun fær borgin mest eða tæp 52% en útreikningur á skiptingu framlagsins byggist á rekstrarniðurstöðu sveitarfélaga á árinu 2021. Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Borgarstjórn Tengdar fréttir Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar. 8. október 2022 17:26 Fjárhagsáætlun samþykkt í borgarstjórn Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, og Viðreisnar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. 7. desember 2022 08:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sveitarfélögin hafa ákaft og ítrekað kallað eftir sanngjarnari kostnaðarskiptingu vegna málaflokks fatlaðs fólks eftir að þjónustan var flutt yfir á sveitarstjórnarstigið 2011 en hallinn vegna þjónustunnar nam 14,2 milljörðum á síðasta ári. Í vikunni var samningur undirritaður á milli þriggja ráðuneyta og SÍS sem skilar sveitarstjórnum fimm milljörðum króna á næsta ári. Útfærslan er þannig að útsvarsálagning sveitarfélaga hækkar um 0.22% gegn samsvarandi lækkun tekjuskatts ríkisins. Við þessa tilfærslu fjármuna eykst skattbyrði einstaklinga ekki. Málaflokkurinn er þyngstur allra hjá Reykjavíkurborg. Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs. „Þær tillögur sem birtust í fjárlögum núna rétt fyrir jólin eru mjög gott fyrsta skref og sveitarfélögin hafa núna um allt land verið að hækka útsvarsprósentu sína á sama tíma og ríkið lækkar sínar álögur þannig að þetta kemur út á jöfnu fyrir almenning en það fást þá fimm milljarðar inn á sveitarstjórnarstigið til að standa undir rekstri málaflokks fatlaðs fólks en miðað við að hallinn 2021 yfir landið er um 14 milljarðar þá eru þessir milljarðar hluti af þeirri upphæð. Reykjavíkurborg sinnir mjög umfangsmikilli þjónustu og það er mjög brýnt að ríkið komi með einbeittari hætti inn í þetta mál,“ segir Einar. Í samningnum er kveðið á um að ráðist verði í rekstrarúttektir hjá sveitarfélögunum þar sem skoðað verður hvernig þeim gengur að reka þjónustuna. Einar segist fagna slíkri úttekt. „Ég held það muni einfaldlega styrkja kröfugerð sveitarfélaganna gagnvart ríkinu í þessu.“ En í dag samþykkti innviðaráðherra tillögu jöfnunarsjóðs um úthlutun á sérstöku 700 milljóna króna framlagi vegna yfirstandandi árs. Af þessari úthlutun fær borgin mest eða tæp 52% en útreikningur á skiptingu framlagsins byggist á rekstrarniðurstöðu sveitarfélaga á árinu 2021.
Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Borgarstjórn Tengdar fréttir Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar. 8. október 2022 17:26 Fjárhagsáætlun samþykkt í borgarstjórn Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, og Viðreisnar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. 7. desember 2022 08:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar. 8. október 2022 17:26
Fjárhagsáætlun samþykkt í borgarstjórn Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, og Viðreisnar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. 7. desember 2022 08:34