„Það eru allir jafnir þegar kemur að snjómokstri“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. desember 2022 20:01 Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins segir engin hverfi tekin fram yfir önnur þegar kemur að snjómokstri. Vísir/Steingrímur Búist er við að það verði búið að moka flestar götur og stíga í Reykjavík fyrir gamlárskvöld. Svo framarlega sem það snjóar ekki meira og það þarf að byrja á mokstri upp á nýtt. Það hefur verið lítið um jólafrí hjá snjómokstursfólki borgarinnar. Það hefur verið nóg að gera hjá borginni síðustu daga við að ryðja götur, salta og sanda. „Ég er búin að vera í snjómokstursverkefni undanfarna daga. Við byrjuðum klukkan fjögur í nótt til að geta verið reiðubúnir með helstu leiðir,“ segir Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins. Hann segir að það taki um fjóra til sex daga að ryðja allar götur. Ef það byrji hins vegar að snjóa á þeim tíma þurfi að byrja upp á nýtt. „Þá þurfum við kannski að fara tvisvar á einhverjar götur og þá getur forgangur á neðri röð eins og húsagötur aðeins tafist,“ segir hann Hjalti segir rangt að frekar sé byrjað á hverfum miðsvæðis en efri byggðum borgarinnar. „Það eru allir jafnir þegar kemur að snjómokstri. Ef við fáum fréttir af því gegnum eftirlitsfólk að það séu erfiðar aðstæður einhvers staðar eins og í efri byggðum, eins og í Úlfarsárdal, Grafarvogi eða Breiðholti þá reynum við að leggja meiri áherslu á að fara þangað. Í stað þess að vera með tæki þar sem kannski minni erfiðleikar eru,“ segir Hjalti. Hjalti segir að vetrarfærð og kuldatíð hafi aðeins sett hans eigin dagskrá úr skorðum. „Jólafríið er nú búið að vera eitthvað takmarkað þetta árið, en en svona er þetta, þetta er bara starfið,“ segir hann. Bláar og grænar tunnur tæmdar fyrir árslok Ingimundur Ellert Þorkelsson flokkstjóri Sorphirðu borgarinnar vonar að það takist að klára að tæma bláar og grænar tunnur í vikunni.Vísir/Steingrímur Sorphirða borgarinnar tók líka daginn snemma en starfsfólk tekur grænar og bláar tunnur í þessari viku. Ingimundur Ellert Þorkelsson flokkstjóri vonar að það takist að klára fyrir gamlárskvöld. „Við klárum restina af Grafarvogi og Vesturbæinn í þessari viku en það verður knappt því færðin seinkar aðeins störfum okkar. Þá biðjum við fólk að moka frá tunnum, en ef við komumst ekki að þeim þá er ruslið ekki tekið í það skiptið. Það er þó sem betur fer sjaldgæft,“ segir Ingimundur. Snjómokstur Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. 27. desember 2022 12:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Það hefur verið nóg að gera hjá borginni síðustu daga við að ryðja götur, salta og sanda. „Ég er búin að vera í snjómokstursverkefni undanfarna daga. Við byrjuðum klukkan fjögur í nótt til að geta verið reiðubúnir með helstu leiðir,“ segir Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins. Hann segir að það taki um fjóra til sex daga að ryðja allar götur. Ef það byrji hins vegar að snjóa á þeim tíma þurfi að byrja upp á nýtt. „Þá þurfum við kannski að fara tvisvar á einhverjar götur og þá getur forgangur á neðri röð eins og húsagötur aðeins tafist,“ segir hann Hjalti segir rangt að frekar sé byrjað á hverfum miðsvæðis en efri byggðum borgarinnar. „Það eru allir jafnir þegar kemur að snjómokstri. Ef við fáum fréttir af því gegnum eftirlitsfólk að það séu erfiðar aðstæður einhvers staðar eins og í efri byggðum, eins og í Úlfarsárdal, Grafarvogi eða Breiðholti þá reynum við að leggja meiri áherslu á að fara þangað. Í stað þess að vera með tæki þar sem kannski minni erfiðleikar eru,“ segir Hjalti. Hjalti segir að vetrarfærð og kuldatíð hafi aðeins sett hans eigin dagskrá úr skorðum. „Jólafríið er nú búið að vera eitthvað takmarkað þetta árið, en en svona er þetta, þetta er bara starfið,“ segir hann. Bláar og grænar tunnur tæmdar fyrir árslok Ingimundur Ellert Þorkelsson flokkstjóri Sorphirðu borgarinnar vonar að það takist að klára að tæma bláar og grænar tunnur í vikunni.Vísir/Steingrímur Sorphirða borgarinnar tók líka daginn snemma en starfsfólk tekur grænar og bláar tunnur í þessari viku. Ingimundur Ellert Þorkelsson flokkstjóri vonar að það takist að klára fyrir gamlárskvöld. „Við klárum restina af Grafarvogi og Vesturbæinn í þessari viku en það verður knappt því færðin seinkar aðeins störfum okkar. Þá biðjum við fólk að moka frá tunnum, en ef við komumst ekki að þeim þá er ruslið ekki tekið í það skiptið. Það er þó sem betur fer sjaldgæft,“ segir Ingimundur.
Snjómokstur Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. 27. desember 2022 12:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. 27. desember 2022 12:01