Hafa endurgreitt um 200 milljónir vegna vegalokana Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. desember 2022 21:23 Jóhann Már Valdimarsson, rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Tröllaferða. bylgjan Rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir fyrirtækið hafa endurgreitt um 200 milljónir til ferðamanna vegna vegalokana. Ferðamenn hafa afbókað ferðir í byrjun árs vegna ástandsins. Kallað er eftir betri fyrirsjáanleika hjá Vegagerðinni. Aðilar í ferðaþjónustu eru óánægðir vegna ástandsins sem hefur verið á vegum landsins síðustu daga vegna fannfergis. Gagnrýni þeirra hefur aðallega beinst að Vegagerðinni. „Það sem fyllti algjörlega mælinn var að vegurinn á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs hafi verið algjörlega lokaður núna í fjóra daga á háannatíma ferðaþjónustu,“ segir Jóhann Már Valdimarsson rekstrarstjóri Tröllaferða sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segist hafa skilning á vegalokunum vegna veðurs. Hins vegar sé óásættanlegt að hafa vegi lokaða vegna snjós á vegum í góðu veðri. „Það er skrýtið að þá sé ekki hægt að halda vegum opnum. Við hljótum að geta gert þetta betur þannig hægt sé að halda þjóðvegi eitt opnum um leið og veðrinu slotar,“ segir Jóhann Már. Hann segir að ferðaþjónustufyrirtæki hans hafi þurft að afbóka ferðir hjá um þúsund manns. „Ferðamenn eiga erfitt með að skilja það þegar þeir horfa út og sjá að ekkert er að veðrinu. Ég talaði við ferðamenn í gær í Vík sem skildu ekki hvers vegna þeir komust ekki frá A til B. Þeir höfðu bókað ísjöklaferðir í Breiðarmerkurjökli.“ Mikið um afbókanir í upphafi nýs árs Nú þegar búið sé að auglýsa landið sem áfangastað sem hægt sé að heimsækja allt árið um kring, þurfi innviðir að fylgja. Vegagerðin mun funda með Samtökum ferðaþjónustunnar á nýju ári til að ræða aukna þjónustu við atvinnugreinina. Jóhann segist upplifa að frekar sé lokað vegum í dag en áður fyrr. Hann biður einnig um frekari fyrirsjáanleika hjá Vegagerðinni Lokanir á síðustu dögum hafa kostað fyrirtæki hans um 200 milljónir í endurgreiðslur. „Það er samt aukaatriði í þessu. Það sem er verst í þessu eru kúnnarnir sem hafa safnað og beðið, hlakkað til að koma til Íslands. Ég talaði við fjölskylduföður í dag í Vík sem var alveg sama hvað skyldi gert, hann vildi bara gera eitthvað. Það er það sem er erfiðast í þessu, að segja þessu fólki sem hefur tekið sér frí og vill ferðast, að því miður séu vegirnir lokaðir og þeir verði að vera í Reykjavík þessa tíu daga sem þau bókuðu.“ Jóhann segir einnig algengt að fólk sé að afbóka ferðir í byrjun árs vegna ástandsins. „Fólk hefur lesið um það sem er að gerast á Íslandi og afbókar þess vegna. Það er hagur allra að við fáum ferðamenn hingað tólf mánuði á ári. Það eru fyrirtæki um allt land sem stóla á ferðaþjónustu allt árið, og til þess þurfa innviðir að vera í lagi og það eru vegirnir sem verður að halda opnum.“ Ferðamennska á Íslandi Snjómokstur Mýrdalshreppur Reykjavík síðdegis Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Aðilar í ferðaþjónustu eru óánægðir vegna ástandsins sem hefur verið á vegum landsins síðustu daga vegna fannfergis. Gagnrýni þeirra hefur aðallega beinst að Vegagerðinni. „Það sem fyllti algjörlega mælinn var að vegurinn á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs hafi verið algjörlega lokaður núna í fjóra daga á háannatíma ferðaþjónustu,“ segir Jóhann Már Valdimarsson rekstrarstjóri Tröllaferða sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segist hafa skilning á vegalokunum vegna veðurs. Hins vegar sé óásættanlegt að hafa vegi lokaða vegna snjós á vegum í góðu veðri. „Það er skrýtið að þá sé ekki hægt að halda vegum opnum. Við hljótum að geta gert þetta betur þannig hægt sé að halda þjóðvegi eitt opnum um leið og veðrinu slotar,“ segir Jóhann Már. Hann segir að ferðaþjónustufyrirtæki hans hafi þurft að afbóka ferðir hjá um þúsund manns. „Ferðamenn eiga erfitt með að skilja það þegar þeir horfa út og sjá að ekkert er að veðrinu. Ég talaði við ferðamenn í gær í Vík sem skildu ekki hvers vegna þeir komust ekki frá A til B. Þeir höfðu bókað ísjöklaferðir í Breiðarmerkurjökli.“ Mikið um afbókanir í upphafi nýs árs Nú þegar búið sé að auglýsa landið sem áfangastað sem hægt sé að heimsækja allt árið um kring, þurfi innviðir að fylgja. Vegagerðin mun funda með Samtökum ferðaþjónustunnar á nýju ári til að ræða aukna þjónustu við atvinnugreinina. Jóhann segist upplifa að frekar sé lokað vegum í dag en áður fyrr. Hann biður einnig um frekari fyrirsjáanleika hjá Vegagerðinni Lokanir á síðustu dögum hafa kostað fyrirtæki hans um 200 milljónir í endurgreiðslur. „Það er samt aukaatriði í þessu. Það sem er verst í þessu eru kúnnarnir sem hafa safnað og beðið, hlakkað til að koma til Íslands. Ég talaði við fjölskylduföður í dag í Vík sem var alveg sama hvað skyldi gert, hann vildi bara gera eitthvað. Það er það sem er erfiðast í þessu, að segja þessu fólki sem hefur tekið sér frí og vill ferðast, að því miður séu vegirnir lokaðir og þeir verði að vera í Reykjavík þessa tíu daga sem þau bókuðu.“ Jóhann segir einnig algengt að fólk sé að afbóka ferðir í byrjun árs vegna ástandsins. „Fólk hefur lesið um það sem er að gerast á Íslandi og afbókar þess vegna. Það er hagur allra að við fáum ferðamenn hingað tólf mánuði á ári. Það eru fyrirtæki um allt land sem stóla á ferðaþjónustu allt árið, og til þess þurfa innviðir að vera í lagi og það eru vegirnir sem verður að halda opnum.“
Ferðamennska á Íslandi Snjómokstur Mýrdalshreppur Reykjavík síðdegis Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira