Hótaði að mæta aldrei aftur á HM og eyddi svo Instagramminu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. janúar 2023 12:01 Gerwyn Price með eyrnaskjólin. getty/Pieter Verbeek Eftir tapið fyrir Gabriel Clemens í átta manna úrslitum á HM í pílukasti hótaði Gerwyn Price að mæta aldrei aftur á mótið. Price vann fyrsta settið í viðureigninni gegn Clemens en eftir það hallaði undan fæti hjá Walesverjanum. Hann tapaði næstu þremur settum og mætti svo með heyrnartól í fimmta settið til að reyna að útiloka hávaðann í salnum. Fjölmargir Þjóðverjar voru mættir í Alexandra höllina í London og Price lét þá fara í taugarnar á sér. Þetta útspil Price virkaði ekki. Hann tapaði fimmta settinu, svo því sjötta og viðureigninni, 5-1. Möguleikar hans á því að vinna heimsmeistaratitilinn í annað sinn voru því úr sögunni. Price var greinilega frekar tapsár og setti inn færslu á Instagram þar sem hann hótaði því að mæta aldrei aftur á HM. „Svo pirrandi að spila allt árið og undirbúa sig fyrir þetta eina mót. Svo svekktur að mér var ekki leyft að spila en ég óska þeim sem eftir eru í keppninni velfernaðar. Ekki viss um að ég muni nokkurn tímann spila aftur á þessu móti,“ skrifaði Price á Instagram. Gerwyn Price gives his immediate reaction on Instagram #WorldDartsChampionship pic.twitter.com/wYRaojP1Ls— Live Darts (@livedarts) January 1, 2023 Hann eyddi síðan Instagramminu sínu og óvíst er hvort hann standi við stóru orðin og mæti aldrei aftur á HM sem er hápunktur hvers árs í pílukastinu. Pílukast Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Sjá meira
Price vann fyrsta settið í viðureigninni gegn Clemens en eftir það hallaði undan fæti hjá Walesverjanum. Hann tapaði næstu þremur settum og mætti svo með heyrnartól í fimmta settið til að reyna að útiloka hávaðann í salnum. Fjölmargir Þjóðverjar voru mættir í Alexandra höllina í London og Price lét þá fara í taugarnar á sér. Þetta útspil Price virkaði ekki. Hann tapaði fimmta settinu, svo því sjötta og viðureigninni, 5-1. Möguleikar hans á því að vinna heimsmeistaratitilinn í annað sinn voru því úr sögunni. Price var greinilega frekar tapsár og setti inn færslu á Instagram þar sem hann hótaði því að mæta aldrei aftur á HM. „Svo pirrandi að spila allt árið og undirbúa sig fyrir þetta eina mót. Svo svekktur að mér var ekki leyft að spila en ég óska þeim sem eftir eru í keppninni velfernaðar. Ekki viss um að ég muni nokkurn tímann spila aftur á þessu móti,“ skrifaði Price á Instagram. Gerwyn Price gives his immediate reaction on Instagram #WorldDartsChampionship pic.twitter.com/wYRaojP1Ls— Live Darts (@livedarts) January 1, 2023 Hann eyddi síðan Instagramminu sínu og óvíst er hvort hann standi við stóru orðin og mæti aldrei aftur á HM sem er hápunktur hvers árs í pílukastinu.
Pílukast Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Sjá meira