Sport

Smith og Van Gerwen komnir í úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Van Gerwen er kominn í úrslit.
Van Gerwen er kominn í úrslit. Luke Walker/Getty Images

Michael Smith og Michael van Gerwen eru komnir í úrslit á HM í pílukasti sem nú fer fram í Alexandra höllinni í Lundúnum.

Englendingurinn Smith vann sannfærandi sigur Gabriel Clemens frá Þýskalandi. Smith vann 6 sett gegn aðeins tveimur hjá Smith og er þar með kominn í úrslit í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Smith fór alla leið í úrslit í fyrra en tapaði þá fyrir Peter Wright.

Í hinni undanúrslita viðureigninni áttust við Hollendingurinn Van Gerwen og Dimitri Van den Bergh frá Belgíu. Spennan þar var öllu minni en Van Gerwen vann mjög sannfærandi 6-0 sigur og flaug inn í úrslitin.

Það þýðir að við fáum sama úrslitaleik og árið 2019 þegar Smith tapaði fyrir Van Gerwen. Í viðtali eftir sigur sinn fyrr í kvöld sagðist Smith vilja mæta Van Gerwen því hann vildi hefna fyrir tapið 2019.

Úrslitin fara fram á morgun, þriðjudag og til mikils er að vinna. Heimsmeistarinn í pílukasti fær verðlaunafé upp á hálfa milljón punda eða tæpar 86 milljónir íslenskra króna. Sá sem lendir í öðru sæti fær 200 þúsund pund á meðan þeir Clemens og Van den Bergh fá 100 þúsund pund í sinn vasa fyrir að komast alla leið í undanúrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×