Michael Smith heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2023 22:27 Michael Smith er heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn. James Chance/Getty Images Englendingurinn Michael Smith tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í pílukasti í kvöld er hann vann nokkuð öruggan 7-4 sigur gegn þrefalda heimsmeistaranum Michael van Gerwen. Úrslitaleikurinn var hin mesta skemmtun og bauð meðal annars upp á fyrsta níu pílna legg mótsins. Það var Smith sem kláraði hann, rétt eftir að Van Gerwen hafði verið hársbreidd frá því að gera slíkt hið sama. THE BEST LEG OF ALL TIME! 🤯🔥MICHAEL VAN GERWEN MISSES D12 FOR A NINE-DARTER, AND THEN SMITH PINS A PERFECT LEG HIMSELF!ONE OF THE GREATEST THINGS YOU'LL EVER SEE IN SPORT. pic.twitter.com/WyKWFcxq5V— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023 Nokkuð jafnræði var með þeim félögum í upphafi leiks þar sem Van Gerwen vann fyrsta settið, Smith vann næstu tvö og kom sér í forystu. Van Gerwen lét það þó ekki slá sig út af laginu og vann fjórða og fimmta settið og kom sér yfir á ný, staðan orðið 3-2, Van Gerwen í vil. Þá tók hins vegar við algjörlega frábær kafli hjá Michael Smith þar sem hann vann hvert settið á fætur öðru. Hann jafnaði metin í 3-3 með því að vinna sjötta settið 3-1, kom sér yfir með 3-2 sigri í næsta setti og vann einnig áttunda og níunda sett. Englendingurinn var því kominn í 6-3 og aðeins einu setti frá því að tryggja sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil. JUST ONE MORE SET!Michael Smith is within a set of achieving his darting dream. FOUR sets on the spin from Bully Boy as he moves into a commanding 6-3 lead!WOW. #WCDarts | Final📺 https://t.co/37DNuuK5Me pic.twitter.com/towzwYtVaF— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023 Michael van Gerwen er þó ekki þekktur fyrir að leggjast í jörðina og gefast upp og hann hélt sér inni í leiknum með naumum 3-2 sigri í tíunda setti og hélt vonum sínum þar með á lífi. Hann byrjaði ellefta settið svo af miklum krafti og virtist ætla að minnka muninn enn frekar. Michael Smith snéri taflinu þó við í ellefta settinu, sem reyndist að lokum vera það seinasta, og vann 3-2 sigur. Smith hafði þar með unnið sjö sett og fyrsti heimsmeistaratitillinn í höfn. MICHAEL SMITH IS CHAMPION OF THE WORLD! 🏆The man who was born to be World Champion fulfils his destiny, as Michael Smith defeats Michael van Gerwen 7-4 to claim the biggest prize in darts and become world number one!Dare to dream. pic.twitter.com/36PxPY5W8q— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023 Pílukast Bretland England Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Sjá meira
Úrslitaleikurinn var hin mesta skemmtun og bauð meðal annars upp á fyrsta níu pílna legg mótsins. Það var Smith sem kláraði hann, rétt eftir að Van Gerwen hafði verið hársbreidd frá því að gera slíkt hið sama. THE BEST LEG OF ALL TIME! 🤯🔥MICHAEL VAN GERWEN MISSES D12 FOR A NINE-DARTER, AND THEN SMITH PINS A PERFECT LEG HIMSELF!ONE OF THE GREATEST THINGS YOU'LL EVER SEE IN SPORT. pic.twitter.com/WyKWFcxq5V— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023 Nokkuð jafnræði var með þeim félögum í upphafi leiks þar sem Van Gerwen vann fyrsta settið, Smith vann næstu tvö og kom sér í forystu. Van Gerwen lét það þó ekki slá sig út af laginu og vann fjórða og fimmta settið og kom sér yfir á ný, staðan orðið 3-2, Van Gerwen í vil. Þá tók hins vegar við algjörlega frábær kafli hjá Michael Smith þar sem hann vann hvert settið á fætur öðru. Hann jafnaði metin í 3-3 með því að vinna sjötta settið 3-1, kom sér yfir með 3-2 sigri í næsta setti og vann einnig áttunda og níunda sett. Englendingurinn var því kominn í 6-3 og aðeins einu setti frá því að tryggja sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil. JUST ONE MORE SET!Michael Smith is within a set of achieving his darting dream. FOUR sets on the spin from Bully Boy as he moves into a commanding 6-3 lead!WOW. #WCDarts | Final📺 https://t.co/37DNuuK5Me pic.twitter.com/towzwYtVaF— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023 Michael van Gerwen er þó ekki þekktur fyrir að leggjast í jörðina og gefast upp og hann hélt sér inni í leiknum með naumum 3-2 sigri í tíunda setti og hélt vonum sínum þar með á lífi. Hann byrjaði ellefta settið svo af miklum krafti og virtist ætla að minnka muninn enn frekar. Michael Smith snéri taflinu þó við í ellefta settinu, sem reyndist að lokum vera það seinasta, og vann 3-2 sigur. Smith hafði þar með unnið sjö sett og fyrsti heimsmeistaratitillinn í höfn. MICHAEL SMITH IS CHAMPION OF THE WORLD! 🏆The man who was born to be World Champion fulfils his destiny, as Michael Smith defeats Michael van Gerwen 7-4 to claim the biggest prize in darts and become world number one!Dare to dream. pic.twitter.com/36PxPY5W8q— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023
Pílukast Bretland England Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Sjá meira