Björgvin Páll sendir IHF bréf vegna umdeildra Covid-reglna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2023 11:03 Björgvin Páll Gústavsson er á leið á enn eitt stórmótið. vísir/hulda margrét Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska handboltalandsliðsins, hefur sent Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF, bréf vegna umdeildra reglna varðandi Covid-19 sem verða í gildi á HM í Svíþjóð og Póllandi sem hefst í næstu viku. Sænskir fjölmiðlar greindu í fyrradag frá því að leikmenn yrðu skikkaðir í reglulegar skimanir; áður en mótið hefst, fyrir milliriðil og átta liða úrslitin. Greinist menn jákvæðir þurfa þeir að fara í fimm daga einangrun og mega ekki snúa aftur til móts við liðið sitt fyrr en þeir greinast neikvæðir. Í gær setti Björgvin inn færslu á Twitter þar sem hann merkti IHF. „Eruð þið að grínast með þessar Covid-19 takmarkanir fyrir HM 2023? Eruð þið að reyna að eyðileggja íþróttina okkar? Handboltavinir… Hvað eigum við að gera? Hvernig komum við í veg fyrir þetta?“ skrifaði Björgvin. Markvörðurinn hefur nú gengið lengra og sent IHF bréf vegna reglnanna umdeildu. Þar segist hann, ásamt öðrum handboltamönnum, hafa leitað til lögfræðinga vegna möguleika á að leikmenn verði skikkaðir í einangrun vegna kórónuveirunnar. Í því samhengi vísar hann til Mannréttindasáttmála Evrópu sem veiti íþróttafólki sem og öðrum vernd fyrir frelsisskerðingu. Færslu Björgvins má sjá hér fyrir neðan. I want to thank everyone for the support regarding my last tweet about the covid 19 restrictions in the next Handball WC! I just now sent IHF this letter here below. All retweets, especially if you are a player taking part in tournament, are well appreciated! Stay tuned pic.twitter.com/4djBw1VR6W— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 4, 2023 Á síðasta stórmóti, EM 2022, lenti Björgvin í einangrun ásamt nokkrum öðrum leikmönnum íslenska liðsins. Töluvert var um breytingar á leikmannahópi þess á meðan því móti stóð sökum smita innan hópsins. Takmarkanir í löndunum sem halda HM, Svíþjóð og Póllandi, eru litlar sem engar en regluverkið umdeilda, sem Björgvin og aðrir hafa mótmælt, kemur frá IHF. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar greindu í fyrradag frá því að leikmenn yrðu skikkaðir í reglulegar skimanir; áður en mótið hefst, fyrir milliriðil og átta liða úrslitin. Greinist menn jákvæðir þurfa þeir að fara í fimm daga einangrun og mega ekki snúa aftur til móts við liðið sitt fyrr en þeir greinast neikvæðir. Í gær setti Björgvin inn færslu á Twitter þar sem hann merkti IHF. „Eruð þið að grínast með þessar Covid-19 takmarkanir fyrir HM 2023? Eruð þið að reyna að eyðileggja íþróttina okkar? Handboltavinir… Hvað eigum við að gera? Hvernig komum við í veg fyrir þetta?“ skrifaði Björgvin. Markvörðurinn hefur nú gengið lengra og sent IHF bréf vegna reglnanna umdeildu. Þar segist hann, ásamt öðrum handboltamönnum, hafa leitað til lögfræðinga vegna möguleika á að leikmenn verði skikkaðir í einangrun vegna kórónuveirunnar. Í því samhengi vísar hann til Mannréttindasáttmála Evrópu sem veiti íþróttafólki sem og öðrum vernd fyrir frelsisskerðingu. Færslu Björgvins má sjá hér fyrir neðan. I want to thank everyone for the support regarding my last tweet about the covid 19 restrictions in the next Handball WC! I just now sent IHF this letter here below. All retweets, especially if you are a player taking part in tournament, are well appreciated! Stay tuned pic.twitter.com/4djBw1VR6W— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 4, 2023 Á síðasta stórmóti, EM 2022, lenti Björgvin í einangrun ásamt nokkrum öðrum leikmönnum íslenska liðsins. Töluvert var um breytingar á leikmannahópi þess á meðan því móti stóð sökum smita innan hópsins. Takmarkanir í löndunum sem halda HM, Svíþjóð og Póllandi, eru litlar sem engar en regluverkið umdeilda, sem Björgvin og aðrir hafa mótmælt, kemur frá IHF.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira