Hamlin vaknaður og spurði strax hvort liðið hefði unnið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. janúar 2023 19:21 Damar Hamlin er vaknaður eftir að hafa farið í hjartastopp. Ian Johnson/Icon Sportswire via Getty Images Damar Hamlin, varnarmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, er vaknaður eftir að hafa farið í hjartastopp í leik liðsins gegn Cincinnati Bengals á aðfaranótt þriðjudags. Hann getur tjáð sig með skrifum og spurði strax hvort sínir menn hefðu klárað leikinn með sigri. Kaiir Elam, liðsfélagi Hamlin, birti færslu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann greinir frá því að Hamlin sé vaknaður. Í færslunni segir hann að Hamlin sýni batamerki og biður fólk um að halda áfram að biðja fyrir honum. Our boy is doing better, awake and showing more signs of improvement. Thank you God. Keep the prayers coming please. All love 3!— Kaiir Elam (@kaiirelam5) January 5, 2023 Hamlin hné niður í fyrsta leikhluta í leik Buffalo Bills og Cincinnati Bengals á mánudagskvöld. Hamlin féll í grasið eftir þetta harkalegt samstuð við Tee Higgins, útherja Bengals, en stóð fljót upp aftur. Hann lagaði hjálminn sinn og virtist ætla að halda áfram leik þegar hann hné niður að nýju. Sjúkraliðar og læknar hlupu inn á völlinn þegar ljóst var hversu alvarlegt ástand Hamlin var. Þeir reyndu lífgunartilraunir á vellinum í margar mínútur áður en Hamlin var fluttur með sjúkrabíl á Cincinnati Medical Center sjúkrahúsið og hefur legið þungt haldinn á gjörgæslu síðan þá. Nú greina hins vegar hinir ýmsu miðlar frá því að Hamlin sé vaknaður og sýni batamerki. Á vef CNN kemur fram að Hamlin sé vakandi og geti haldið í hendur fjölskyldumeðlima sinna. Aðrir miðlar segja einnig frá því að Hamlin geti tjáð sig með skrifum og að eitt af því fyrsta sem hann hafi spurt að eftir að hann vaknaði hafi verið hvort Bills liðið hafi unnið leikinn gegn Bengals. Þar sem leikurinn hefur ekki enn verið kláraður fékk hann ekki svar við þeirri spurningu, en læknarnir minntu hann á það að hann hafi unnið leikinn um lífið. Doctors said Damar Hamlin was able to communicate through writing and asked them "who won the game?"They answered: "You won the game of life."pic.twitter.com/M9HVjtE5D1— CBS Sports (@CBSSports) January 5, 2023 NFL Tengdar fréttir Mánudagsleik NFL-deildarinnar aflýst eftir að leikmaður Bills hné niður Lokaleikur sautjándu og næstsíðustu leikviku deildarkeppni NFL-deildarinnar kláraðist ekki í nótt eins og áætlað var. Ástæðan var óhugnanlegt atvik strax í fyrsta leikhlutanum. 3. janúar 2023 06:21 Góðgerðasamtök Hamlin fengu yfir milljón dollara á nokkrum klukkutímum Damar Hamlin, leikmaður Buffalo Bills, hné niður í leik Bills og Bengals í NFL-deildinni í nótt eftir að hafa fengið hjartastopp. 3. janúar 2023 09:30 Brady einn þeirra gjafmildu: Samtök Hamlin hafa safnað 780 milljónum Peningarnir halda áfram að streyma inn á GoFundMe síðu NFL-leikmannsins Damar Hamlin sem hneig niður í leik Buffalo Bills og Cincinnati Bengals á mánudagskvöldið. 4. janúar 2023 10:16 Hamlin sýnir framfarir en er ennþá á gjörgæsludeild Buffalo Bills segja á Twitter-síðu sinni að Damar Hamlin hafi sýnt framfarir eftir að hafa farið í hjartastopp í leik liðsins aðfaranótt þriðjudags. Hann liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild. 4. janúar 2023 23:31 Allt bendir til þess að leikur Bills og Bengals verði aldrei kláraður NFL-deildin stöðvaði leik Cincinnati Bengals og Buffalo Bills á mánudagskvöldið eftir að leikmaður Bills hné niður á vellinum. 5. janúar 2023 10:30 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Sjá meira
Kaiir Elam, liðsfélagi Hamlin, birti færslu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann greinir frá því að Hamlin sé vaknaður. Í færslunni segir hann að Hamlin sýni batamerki og biður fólk um að halda áfram að biðja fyrir honum. Our boy is doing better, awake and showing more signs of improvement. Thank you God. Keep the prayers coming please. All love 3!— Kaiir Elam (@kaiirelam5) January 5, 2023 Hamlin hné niður í fyrsta leikhluta í leik Buffalo Bills og Cincinnati Bengals á mánudagskvöld. Hamlin féll í grasið eftir þetta harkalegt samstuð við Tee Higgins, útherja Bengals, en stóð fljót upp aftur. Hann lagaði hjálminn sinn og virtist ætla að halda áfram leik þegar hann hné niður að nýju. Sjúkraliðar og læknar hlupu inn á völlinn þegar ljóst var hversu alvarlegt ástand Hamlin var. Þeir reyndu lífgunartilraunir á vellinum í margar mínútur áður en Hamlin var fluttur með sjúkrabíl á Cincinnati Medical Center sjúkrahúsið og hefur legið þungt haldinn á gjörgæslu síðan þá. Nú greina hins vegar hinir ýmsu miðlar frá því að Hamlin sé vaknaður og sýni batamerki. Á vef CNN kemur fram að Hamlin sé vakandi og geti haldið í hendur fjölskyldumeðlima sinna. Aðrir miðlar segja einnig frá því að Hamlin geti tjáð sig með skrifum og að eitt af því fyrsta sem hann hafi spurt að eftir að hann vaknaði hafi verið hvort Bills liðið hafi unnið leikinn gegn Bengals. Þar sem leikurinn hefur ekki enn verið kláraður fékk hann ekki svar við þeirri spurningu, en læknarnir minntu hann á það að hann hafi unnið leikinn um lífið. Doctors said Damar Hamlin was able to communicate through writing and asked them "who won the game?"They answered: "You won the game of life."pic.twitter.com/M9HVjtE5D1— CBS Sports (@CBSSports) January 5, 2023
NFL Tengdar fréttir Mánudagsleik NFL-deildarinnar aflýst eftir að leikmaður Bills hné niður Lokaleikur sautjándu og næstsíðustu leikviku deildarkeppni NFL-deildarinnar kláraðist ekki í nótt eins og áætlað var. Ástæðan var óhugnanlegt atvik strax í fyrsta leikhlutanum. 3. janúar 2023 06:21 Góðgerðasamtök Hamlin fengu yfir milljón dollara á nokkrum klukkutímum Damar Hamlin, leikmaður Buffalo Bills, hné niður í leik Bills og Bengals í NFL-deildinni í nótt eftir að hafa fengið hjartastopp. 3. janúar 2023 09:30 Brady einn þeirra gjafmildu: Samtök Hamlin hafa safnað 780 milljónum Peningarnir halda áfram að streyma inn á GoFundMe síðu NFL-leikmannsins Damar Hamlin sem hneig niður í leik Buffalo Bills og Cincinnati Bengals á mánudagskvöldið. 4. janúar 2023 10:16 Hamlin sýnir framfarir en er ennþá á gjörgæsludeild Buffalo Bills segja á Twitter-síðu sinni að Damar Hamlin hafi sýnt framfarir eftir að hafa farið í hjartastopp í leik liðsins aðfaranótt þriðjudags. Hann liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild. 4. janúar 2023 23:31 Allt bendir til þess að leikur Bills og Bengals verði aldrei kláraður NFL-deildin stöðvaði leik Cincinnati Bengals og Buffalo Bills á mánudagskvöldið eftir að leikmaður Bills hné niður á vellinum. 5. janúar 2023 10:30 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Sjá meira
Mánudagsleik NFL-deildarinnar aflýst eftir að leikmaður Bills hné niður Lokaleikur sautjándu og næstsíðustu leikviku deildarkeppni NFL-deildarinnar kláraðist ekki í nótt eins og áætlað var. Ástæðan var óhugnanlegt atvik strax í fyrsta leikhlutanum. 3. janúar 2023 06:21
Góðgerðasamtök Hamlin fengu yfir milljón dollara á nokkrum klukkutímum Damar Hamlin, leikmaður Buffalo Bills, hné niður í leik Bills og Bengals í NFL-deildinni í nótt eftir að hafa fengið hjartastopp. 3. janúar 2023 09:30
Brady einn þeirra gjafmildu: Samtök Hamlin hafa safnað 780 milljónum Peningarnir halda áfram að streyma inn á GoFundMe síðu NFL-leikmannsins Damar Hamlin sem hneig niður í leik Buffalo Bills og Cincinnati Bengals á mánudagskvöldið. 4. janúar 2023 10:16
Hamlin sýnir framfarir en er ennþá á gjörgæsludeild Buffalo Bills segja á Twitter-síðu sinni að Damar Hamlin hafi sýnt framfarir eftir að hafa farið í hjartastopp í leik liðsins aðfaranótt þriðjudags. Hann liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild. 4. janúar 2023 23:31
Allt bendir til þess að leikur Bills og Bengals verði aldrei kláraður NFL-deildin stöðvaði leik Cincinnati Bengals og Buffalo Bills á mánudagskvöldið eftir að leikmaður Bills hné niður á vellinum. 5. janúar 2023 10:30