Ekki meiri bílaumferð Birkir Ingibjartsson skrifar 6. janúar 2023 11:31 Upphafsatriði áramótaskaupsins var merkileg staðfesting á því hve umferðarmál höfuðborgarsvæðisins eru hugleikin landsmönnum. Ömurlegar samgöngur sungu okkar ástkærustu leikarar á meðan myndskot af götum borgarinnar stapp fullum af bílum runnu yfir skjáinn. Bílarnir fylltu út í hvern ramma sjónvarpsins rétt eins og þeir fylla vit okkar af mengun og svifryki frá degi til dags. Í kjölfar þessarar skemmtilegu hugvekju hafa fyrstu dagar ársins verið undirokaðir af einhverri verstu mengun vegna bílaumferðar sem mælst hefur á höfuðborgarsvæðinu. Yfir okkur hefur hangið gul viðvörun, ekki vegna veðursins sem hefur í raun verið dásamlegt þrátt fyrir kuldann. Viðvörunin snýr að hinni gulu köfnunardíoxíðsþokusem liggur yfir öllu og hindrar okkar öll frá því að njóta veðurblíðunnar sem skyldi. Nú þegar hafa skilgreind viðmið um heimila hámarksmengun innan hvers árs verið rofin. Á fimm dögum. Tíðin er erfið, því verður ekki neitað - að sitja í volgum bílnum fremur en að feta slóð misjafnlega vel ruddra göngu- eða hjólastíga í kuldanum er skiljanlegt val. Ef val skyldi kalla. Margir gera grín að máttlausum tilraunum Reykjavíkurborgar til að hvetja fólk til að skilja bílinn eftir heima en skilja svo bílinn eftir í lausagangi svo hann kólni ekki rétt á meðan skotist er inn að sækja barnið sem ekki fékk að fara út að leika þennan daginn, ekki fremur en í gær, vegna mengunar. Ættum við kannski frekar að takmarka fjölda bíla en banna útivist á dögum sem þessum? Nú í vikunni birti Vegagerðin tölfræði um bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2022. Bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu jókst frá 2021 um 1,6% en náði þó ekki metinu frá árinu 2019. Ástæðan fyrir því að umferð hefur ekki aukist síðan þá ætti að vera öllum ljós en við vorum ansi nærri því að slá metið í fyrra. Samt var fyrri hluti ársins talsvert litaður af covid. Miðað við vöxtinn í umferðinni síðasta árið sitjum við því miður væntanlega uppi með mengunina út þennan veturinn og ég er ansi hræddur um að næstu ár verði lituð gulri slikju að vetrarlagi. Spurningin sem vakir fyrir mér þessa dagana er því hvenær er nóg nóg? Hversu mikla bílaumferð ætlum við að leyfa? Hversu mikið pláss ætlum við að leyfa gatnakerfinu að taka. Hversu marga daga á ári ætlum við að sætta okkur við að börnin okkar komist ekki út að leika vegna mengunar? Hversu mörg ótímabær dauðsföll á ári vegna mengunar frá bílaumferðinni ætlum við að sætta okkur við? Okkur fjölgar hratt hér á höfuðborgarsvæðinu og blessunarlega hefur ferðamannaiðnaðurinn tekið vel við sér að nýju. Það er frábært enda eigum við að hafa metnað til að stækka enn frekar og þroskast sem borgarsamfélag og vera stórhuga í þeim efnum. Auknum íbúafjölda og fleiri gestum má samt ekki fylgja samhliða vöxtur í bílaumferð. Við verðum að slíta þau línulegu tengsl enda í raun löngu komin upp fyrir þau efri mörk um hvað gæti talist eðlilegt magn bílaumferðar. Í upphafi árs legg ég því til einfalt markmið. Sammælumst um að metið frá árinu 2019 fái að standa sem mælikvarði um það magn bílaumferðar sem við erum tilbúin að sætta okkur við á höfuðborgarsvæðinu. Öll aukning í umstangi og flakki sem fylgja muni fleiri íbúum og gestum verði mætt með öðrum ferðamátum og breyttum ferðavenjum. Við vitum hvað þarf til og hvaða lausnir tryggja aukna skilvirkni og draga úr mengun. Þar eru öflugar almenningssamgöngur, með Borgarlínuna í fararbroddi, það allra mikilvægasta. Ég vil þó ekki að þetta misskiljist sem innantómt huglægt markmið sem við eigum hvert og eitt að tileinka okkur. Þvert á móti tel ég að innleiða eigi slíkt markmið sem bindandi stjórntæki í allri ákvarðanatöku um þróun og vöxt borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Að allar stórar framkvæmdir séu metnar út frá því að bílaumferð aukist ekki vegna þeirra og/eða að framkvæmdir sem óhjákvæmilega leiða af sér aukningu verði mætt með aðgerðum til að draga úr umferð á öðrum svæðum svo heildarmagn bílaumferðarinnar haldist undir skilgreindu marki. Við verðum brjóta taktinn og koma í veg fyrir áframhaldandi vöxt bílaumferðarinnar. Þetta er sameiginlegt verkefni og þurfa bæði ríki og öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins að átta sig á sinni ábyrgð og sínu hlutverki í þessum efnum. Það er ekki eðlilegt að borg af stærð við Reykjavík skuli eiga við jafn mikinn umferðarvanda að etja og raun ber vitni. Það er ekki eðlilegt að það góða samfélag sem hér býr sætti sig við þann margþætta vanda sem af magni umferðarinnar stafar. Þetta er ekki náttúrulögmál og við getum breytt þessu. Ekki meiri bílaumferð. Höfundur er arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Umferð Samfylkingin Reykjavík Loftgæði Bílar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Upphafsatriði áramótaskaupsins var merkileg staðfesting á því hve umferðarmál höfuðborgarsvæðisins eru hugleikin landsmönnum. Ömurlegar samgöngur sungu okkar ástkærustu leikarar á meðan myndskot af götum borgarinnar stapp fullum af bílum runnu yfir skjáinn. Bílarnir fylltu út í hvern ramma sjónvarpsins rétt eins og þeir fylla vit okkar af mengun og svifryki frá degi til dags. Í kjölfar þessarar skemmtilegu hugvekju hafa fyrstu dagar ársins verið undirokaðir af einhverri verstu mengun vegna bílaumferðar sem mælst hefur á höfuðborgarsvæðinu. Yfir okkur hefur hangið gul viðvörun, ekki vegna veðursins sem hefur í raun verið dásamlegt þrátt fyrir kuldann. Viðvörunin snýr að hinni gulu köfnunardíoxíðsþokusem liggur yfir öllu og hindrar okkar öll frá því að njóta veðurblíðunnar sem skyldi. Nú þegar hafa skilgreind viðmið um heimila hámarksmengun innan hvers árs verið rofin. Á fimm dögum. Tíðin er erfið, því verður ekki neitað - að sitja í volgum bílnum fremur en að feta slóð misjafnlega vel ruddra göngu- eða hjólastíga í kuldanum er skiljanlegt val. Ef val skyldi kalla. Margir gera grín að máttlausum tilraunum Reykjavíkurborgar til að hvetja fólk til að skilja bílinn eftir heima en skilja svo bílinn eftir í lausagangi svo hann kólni ekki rétt á meðan skotist er inn að sækja barnið sem ekki fékk að fara út að leika þennan daginn, ekki fremur en í gær, vegna mengunar. Ættum við kannski frekar að takmarka fjölda bíla en banna útivist á dögum sem þessum? Nú í vikunni birti Vegagerðin tölfræði um bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2022. Bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu jókst frá 2021 um 1,6% en náði þó ekki metinu frá árinu 2019. Ástæðan fyrir því að umferð hefur ekki aukist síðan þá ætti að vera öllum ljós en við vorum ansi nærri því að slá metið í fyrra. Samt var fyrri hluti ársins talsvert litaður af covid. Miðað við vöxtinn í umferðinni síðasta árið sitjum við því miður væntanlega uppi með mengunina út þennan veturinn og ég er ansi hræddur um að næstu ár verði lituð gulri slikju að vetrarlagi. Spurningin sem vakir fyrir mér þessa dagana er því hvenær er nóg nóg? Hversu mikla bílaumferð ætlum við að leyfa? Hversu mikið pláss ætlum við að leyfa gatnakerfinu að taka. Hversu marga daga á ári ætlum við að sætta okkur við að börnin okkar komist ekki út að leika vegna mengunar? Hversu mörg ótímabær dauðsföll á ári vegna mengunar frá bílaumferðinni ætlum við að sætta okkur við? Okkur fjölgar hratt hér á höfuðborgarsvæðinu og blessunarlega hefur ferðamannaiðnaðurinn tekið vel við sér að nýju. Það er frábært enda eigum við að hafa metnað til að stækka enn frekar og þroskast sem borgarsamfélag og vera stórhuga í þeim efnum. Auknum íbúafjölda og fleiri gestum má samt ekki fylgja samhliða vöxtur í bílaumferð. Við verðum að slíta þau línulegu tengsl enda í raun löngu komin upp fyrir þau efri mörk um hvað gæti talist eðlilegt magn bílaumferðar. Í upphafi árs legg ég því til einfalt markmið. Sammælumst um að metið frá árinu 2019 fái að standa sem mælikvarði um það magn bílaumferðar sem við erum tilbúin að sætta okkur við á höfuðborgarsvæðinu. Öll aukning í umstangi og flakki sem fylgja muni fleiri íbúum og gestum verði mætt með öðrum ferðamátum og breyttum ferðavenjum. Við vitum hvað þarf til og hvaða lausnir tryggja aukna skilvirkni og draga úr mengun. Þar eru öflugar almenningssamgöngur, með Borgarlínuna í fararbroddi, það allra mikilvægasta. Ég vil þó ekki að þetta misskiljist sem innantómt huglægt markmið sem við eigum hvert og eitt að tileinka okkur. Þvert á móti tel ég að innleiða eigi slíkt markmið sem bindandi stjórntæki í allri ákvarðanatöku um þróun og vöxt borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Að allar stórar framkvæmdir séu metnar út frá því að bílaumferð aukist ekki vegna þeirra og/eða að framkvæmdir sem óhjákvæmilega leiða af sér aukningu verði mætt með aðgerðum til að draga úr umferð á öðrum svæðum svo heildarmagn bílaumferðarinnar haldist undir skilgreindu marki. Við verðum brjóta taktinn og koma í veg fyrir áframhaldandi vöxt bílaumferðarinnar. Þetta er sameiginlegt verkefni og þurfa bæði ríki og öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins að átta sig á sinni ábyrgð og sínu hlutverki í þessum efnum. Það er ekki eðlilegt að borg af stærð við Reykjavík skuli eiga við jafn mikinn umferðarvanda að etja og raun ber vitni. Það er ekki eðlilegt að það góða samfélag sem hér býr sætti sig við þann margþætta vanda sem af magni umferðarinnar stafar. Þetta er ekki náttúrulögmál og við getum breytt þessu. Ekki meiri bílaumferð. Höfundur er arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun