Hagnaður Samsung ekki lægri í átta ár Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2023 13:37 Stöðuuppfærsla Samsung og væntanlegur samdráttur í hagnaði þykir til marks um sambærilega þróun hjá öðrum alþjóðlegum fyrirtækjum. EPA/JEON HEON-KYUN Búist er við því að hagnaður suður kóreska tæknirisans Samsung hafi dregist verulega saman á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Samkvæmt nýtti stöðuuppfærslu frá Samsung er útlit fyrir að hagnaður fyrirtækisins hafi ekki verið lægri í átta ár en hann dróst saman um tvo þriðju á milli ára. Samkvæmt uppfærslunni sem birt var á vef fyrirtækisins í morgun er áætlað að hagnaðurinn verði um 3,4 milljarðar dala (um fimm hundruð milljarðar króna), en á sama ársfjórðungi 2021 var hann 10,9 milljarðar (Um 1.600 milljarðar króna). Ársfjórðungsuppgjörið sjálft verður ekki birt fyrr en í lok þessara mánaðar. Reuters fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi að tölvuflöguframleiðsla og símasala Samsung hafi orðið fyrir sérstaklega miklu höggi og að búist sé við frekari samdrætti á þeim ársfjórðungi sem stendur nú yfir. Dregið hafi úr eftirspurn á þessum sviðum en Samsung sér mörgum öðrum tæknifyrirtækjum um örflögum og skjám í snjalltæki. Þetta má að miklu leyti rekja til efnahagsaðstæðna í heiminum öllum þar sem vextir hafa víða hækkað og kostnaður aukist. Uppgjörið hjá einu stærsta fyrirtæki heims þykir gefa til kynna að uppgjör annarra fyrirtækja muni sýna fram á svipaðan samdrátt. Samsung Suður-Kórea Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Samkvæmt uppfærslunni sem birt var á vef fyrirtækisins í morgun er áætlað að hagnaðurinn verði um 3,4 milljarðar dala (um fimm hundruð milljarðar króna), en á sama ársfjórðungi 2021 var hann 10,9 milljarðar (Um 1.600 milljarðar króna). Ársfjórðungsuppgjörið sjálft verður ekki birt fyrr en í lok þessara mánaðar. Reuters fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi að tölvuflöguframleiðsla og símasala Samsung hafi orðið fyrir sérstaklega miklu höggi og að búist sé við frekari samdrætti á þeim ársfjórðungi sem stendur nú yfir. Dregið hafi úr eftirspurn á þessum sviðum en Samsung sér mörgum öðrum tæknifyrirtækjum um örflögum og skjám í snjalltæki. Þetta má að miklu leyti rekja til efnahagsaðstæðna í heiminum öllum þar sem vextir hafa víða hækkað og kostnaður aukist. Uppgjörið hjá einu stærsta fyrirtæki heims þykir gefa til kynna að uppgjör annarra fyrirtækja muni sýna fram á svipaðan samdrátt.
Samsung Suður-Kórea Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira