McCarthy borubrattur eftir viðræður við andstæðinga Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2023 15:13 Kevin McCarthy á leið inn í þinghús Bandaríkjanna í dag. Hann er sagður hafa átt í miklum samningaviðræðum við andstæðinga sína í gær og sagðist vongóður fyrir daginn. AP/Matt Rourke Óreiða virðist einkenna störf fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á fyrstu dögum nýs kjörtímabils. Eftir ítrekaðar atkvæðagreiðslur hefur þingmönnum ekki tekist að kjósa þingforseta en til stendur að halda tólftu atkvæðagreiðsluna og mögulega fleiri í dag. Kevin McCarthy, sem leitt hefur þingflokk Repúblikana í nokkur ár, hefur lagt mikið púður í að verða þingforseti en slæmt gengi Repúblikanaflokksins í þingkosningunum í fyrra og naumur meirihluti flokksins hefur gert honum erfitt um vik. Það gæti þó breyst í dag þar sem McCarthy er sagður hafa gert samkomulag við andstæðinga sína. Þingdeildin skiptist milli flokka 222 gegn 212. Með alla þingmenn í salnum þarf 218 atkvæði til að tryggja sér embætti forseta þingsins, nema þingmenn sitji hjá. Í raun þarf bara meirihluta atkvæða þeirra þingmanna sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Um tuttugu Repúblikanar hafa hins vegar neitað að styðja McCarthy og því hafa ellefu atkvæðagreiðslur engum árangri skilað. Hakeem Jeffries, leiðtogi þingflokks Demókrataflokksins, hefur ávallt fengið 212 atkvæði. Pattstaða sem þessi hefur ekki sést á þinginu frá 1860 en þá þurfti 44 atkvæðagreiðslur til að kjósa forseta í miðri deilunni um þrælahald í Bandaríkjunum. Vilja meiri völd Meðal þeirra þingmanna sem hafa ekki viljað greiða McCarthy atkvæði eru Repúblikanar sem segjast vera að leiðrétta sögulegt óréttlæti. Markmiðið sé að gefa almennum þingmönnum meira vald yfir þróun lagasetningar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Meðal þess sem þau vilja er að almennir þingmenn geti lagt til breytingar á öllum lagafrumvörpum sem lögð eru fyrir þingið og að aðeins einn þingmann þurfi til að lýsa yfir vantrausti á þingforseta og hefja atkvæðagreiðslu um að víkja honum úr embætti. Í grein AP segir að breytingar sem þessar hægðu verulega á störfum þingsins. Mun lengri tíma tæki að samþykkja lagafrumvörp og hvaða pirraður þingmaður sem er gæti tafið störf þingsins með því að krefjast atkvæðagreiðslu um vantraust á þingforseta. „Hvernig þætti þér að gera þetta í hverri einustu viku?“ spurði þingmaðurinn Don Bacon til að mynda í vikunni. Vísaði hann til þeirrar óreiðu sem einkennt hefur þingið á undanförnum dögum. „Það yrði framtíð okkar með þessa fáu einstaklinga,“ sagði Bacon um samstarfsmenn sína sem standa í vegi McCarthy. Minnast árásarinnar á þinghúsið Meirihluti andstæðinga McCarthys er á Trump-væng Repúblikanaflokksins og flestir þeirra tóku undir lygar forsetans fyrrverandi um að kosningum sem Repúblikönum hefur vegnað illa í hafi verið stolið með umfangsmiklu kosningasvindli. Í dag eru tvö ár liðin frá því að stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn í þinghúsið til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu á niðurstöðum forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði. Aðeins einn þingmaður Repúblikanaflokksins sótti minningarathöfn vegna árásarinnar í dag. Vísbendingar um samkomulag Blaðamenn Washington Post segja þingmenn Repúblikanaflokksins vongóða um að samningar náist við hópinn og að McCarthy gæti orðið þingforseti í dag. Miðað við heimildir WP er útlit fyrir að McCarthy hafi lúffað fyrir andstæðingum sínum. Meðal þess sem hann hefur boðið þeim er að samþykkja að einn þingmaður geti lýst yfir vantrausti á þingforsetann svo halda verði atkvæðagreiðslu. Hann hefur einnig boðið þeim fleiri sæti í reglunefnd fulltrúadeildarinnar, þar sem lagafrumvörp eru rædd áður en haldnar eru atkvæðagreiðslur um þau. McCarthy er einnig sagður hafa samþykkt að leyfa atkvæðagreiðslu um það að setja kjörtímabilatakmark á þingmenn. Reynist þetta satt myndi þetta samkomulag veikja stöðu þingforsetans mjög og tryggja að tak McCarthy á embættinu væri laust. Þegar McCarthy gekk inn í þinghúsið í dag sagði hann blaðamönnum að árangur hefði náðst og hét framförum. We re going to shock you. @GOPLeader just now as he enters the Capitol. Promises progress. — Robert Costa (@costareports) January 6, 2023 Jafnvel þó að samkomulag náist meðal Repúblikana er ekki ljóst hvort það dugi til, því búist er við því að tveir eða þrír þingmenn flokksins missi af þingfundi í dag. Vanti þrjá þingmenn Repúblikanaflokksins í salinn er munurinn á flokkunum 219-212 og því þarf McCarthy 216 atkvæði í stað 218. Því þurfa þá einungis fjóra þingmenn Repúblikanaflokksins til að koma í veg fyrir sigur hans í stað fimm. Þingfundurinn í dag hefst klukkan fimm að íslenskum tíma og má fylgjast með honum í beinni útsendingu hér að neðan. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Kevin McCarthy, sem leitt hefur þingflokk Repúblikana í nokkur ár, hefur lagt mikið púður í að verða þingforseti en slæmt gengi Repúblikanaflokksins í þingkosningunum í fyrra og naumur meirihluti flokksins hefur gert honum erfitt um vik. Það gæti þó breyst í dag þar sem McCarthy er sagður hafa gert samkomulag við andstæðinga sína. Þingdeildin skiptist milli flokka 222 gegn 212. Með alla þingmenn í salnum þarf 218 atkvæði til að tryggja sér embætti forseta þingsins, nema þingmenn sitji hjá. Í raun þarf bara meirihluta atkvæða þeirra þingmanna sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Um tuttugu Repúblikanar hafa hins vegar neitað að styðja McCarthy og því hafa ellefu atkvæðagreiðslur engum árangri skilað. Hakeem Jeffries, leiðtogi þingflokks Demókrataflokksins, hefur ávallt fengið 212 atkvæði. Pattstaða sem þessi hefur ekki sést á þinginu frá 1860 en þá þurfti 44 atkvæðagreiðslur til að kjósa forseta í miðri deilunni um þrælahald í Bandaríkjunum. Vilja meiri völd Meðal þeirra þingmanna sem hafa ekki viljað greiða McCarthy atkvæði eru Repúblikanar sem segjast vera að leiðrétta sögulegt óréttlæti. Markmiðið sé að gefa almennum þingmönnum meira vald yfir þróun lagasetningar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Meðal þess sem þau vilja er að almennir þingmenn geti lagt til breytingar á öllum lagafrumvörpum sem lögð eru fyrir þingið og að aðeins einn þingmann þurfi til að lýsa yfir vantrausti á þingforseta og hefja atkvæðagreiðslu um að víkja honum úr embætti. Í grein AP segir að breytingar sem þessar hægðu verulega á störfum þingsins. Mun lengri tíma tæki að samþykkja lagafrumvörp og hvaða pirraður þingmaður sem er gæti tafið störf þingsins með því að krefjast atkvæðagreiðslu um vantraust á þingforseta. „Hvernig þætti þér að gera þetta í hverri einustu viku?“ spurði þingmaðurinn Don Bacon til að mynda í vikunni. Vísaði hann til þeirrar óreiðu sem einkennt hefur þingið á undanförnum dögum. „Það yrði framtíð okkar með þessa fáu einstaklinga,“ sagði Bacon um samstarfsmenn sína sem standa í vegi McCarthy. Minnast árásarinnar á þinghúsið Meirihluti andstæðinga McCarthys er á Trump-væng Repúblikanaflokksins og flestir þeirra tóku undir lygar forsetans fyrrverandi um að kosningum sem Repúblikönum hefur vegnað illa í hafi verið stolið með umfangsmiklu kosningasvindli. Í dag eru tvö ár liðin frá því að stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn í þinghúsið til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu á niðurstöðum forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði. Aðeins einn þingmaður Repúblikanaflokksins sótti minningarathöfn vegna árásarinnar í dag. Vísbendingar um samkomulag Blaðamenn Washington Post segja þingmenn Repúblikanaflokksins vongóða um að samningar náist við hópinn og að McCarthy gæti orðið þingforseti í dag. Miðað við heimildir WP er útlit fyrir að McCarthy hafi lúffað fyrir andstæðingum sínum. Meðal þess sem hann hefur boðið þeim er að samþykkja að einn þingmaður geti lýst yfir vantrausti á þingforsetann svo halda verði atkvæðagreiðslu. Hann hefur einnig boðið þeim fleiri sæti í reglunefnd fulltrúadeildarinnar, þar sem lagafrumvörp eru rædd áður en haldnar eru atkvæðagreiðslur um þau. McCarthy er einnig sagður hafa samþykkt að leyfa atkvæðagreiðslu um það að setja kjörtímabilatakmark á þingmenn. Reynist þetta satt myndi þetta samkomulag veikja stöðu þingforsetans mjög og tryggja að tak McCarthy á embættinu væri laust. Þegar McCarthy gekk inn í þinghúsið í dag sagði hann blaðamönnum að árangur hefði náðst og hét framförum. We re going to shock you. @GOPLeader just now as he enters the Capitol. Promises progress. — Robert Costa (@costareports) January 6, 2023 Jafnvel þó að samkomulag náist meðal Repúblikana er ekki ljóst hvort það dugi til, því búist er við því að tveir eða þrír þingmenn flokksins missi af þingfundi í dag. Vanti þrjá þingmenn Repúblikanaflokksins í salinn er munurinn á flokkunum 219-212 og því þarf McCarthy 216 atkvæði í stað 218. Því þurfa þá einungis fjóra þingmenn Repúblikanaflokksins til að koma í veg fyrir sigur hans í stað fimm. Þingfundurinn í dag hefst klukkan fimm að íslenskum tíma og má fylgjast með honum í beinni útsendingu hér að neðan.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00
Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33
McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. 2. janúar 2023 14:05