Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu á Facebook.
Þar kemur fram að veginum á milli Ísafjarar og Súðavíkur verði lokað af öryggisástæðum vegna aukinnar snjóflóðahættu á svæðinu.
Athugað verður með opnun vegarins á morgun.
Þá eru flestir fjallvegir á Vestfjörðum lokaðir vegna hvassviðris og ofankomu. Varðskipið Þór verður viðbragðsaðilum á svæðinu til halds og trausts en skipið er komið vestur og er á leið til Dýrafjarðar.
Vegfarendum er bent á upplýsingasíma Vegagerðarinnar, 1777 eða heimasíðu hennar vegagerdin.is
Tilkynningu lögregluembættisins má sjá hér að neðan.