Sport

Dagskráin í dag: FA-bikarinn, ítalski boltinn, Seinni bylgjan og Gametíví

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Topplið ensku úrvalsdeildarinnar heimsækir C-deildarlið Oxford heim í FA-bikarnum í kvöld.
Topplið ensku úrvalsdeildarinnar heimsækir C-deildarlið Oxford heim í FA-bikarnum í kvöld. Julian Finney/Getty Images

Eftir troðfulla íþróttahelgi bjóða sportrásir Stöðvar 2 upp á fimm beinar útsendingar á þessum annars ágæta mánudegi.

Við hefjum leik á Ítalíu þar sem tveir leikir fara fram í ítölsku A-deildinni í fótbolta. Hellas Verona tekur á móti Cremonese klukkan 17:20 á Stöð 2 Sport 3 og klukkan 19:35 eigast Bologna og Atalanta við á sömu rás.

Klukkan 19:50 er svo komið að seinasta leik þriðju umferðar í elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarnum. Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Arsenal, sækir þá C-deildarlið Oxford heim í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Seinni bylgjan verður svo á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 20:00 þar sem farið verður yfir allt það helsta úr liðinni umferð í Olís-deild kvenna í handbolta.

Að lokum verða strákarnir í Gametíví mættir með sinn vikulega þátt á Stöð 2 eSport á slaginu klukkan 20:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×