Óvíst með skráningu Arctic Adventures eftir kaup fjárfesta á nærri helmingshlut
![Jón Þór Gunnarsson var forstjóri Arctic Adventures fram til ársins 2019 og fer í dag með um 9 prósenta hlut í félaginu. Hann fór fyrir fjárfestahópnum sem er núna að kaupa yfir 40 prósenta hlut í ferðaþjónustufyrirtækinu.](https://www.visir.is/i/28A1FA7F638C880006998C595F1DAEE5D9A7801B2C7D9AA117580F134F52D12C_713x0.jpg)
Hópur fjárfesta, leiddur af fyrrverandi forstjóra Arctic Adventures, er að kaupa rúmlega 40 prósenta hlut í íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu eftir að hafa nýtt sér forkaupsrétt og gengið inn í tilboð sem fjárfestingafélagið PT Capital frá Alaska gerði í byrjun desember. Kaupsamkomulagið er með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar en ólíklegt þykir, samkvæmt heimildum Innherja, að boðuð skráning Arctic Adventures á hlutabréfamarkað síðar á árinu verði að veruleika með þeim breytingum sem nú verða á hluthafahópnum.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/8A5E8A45C790E02430EF8DC8F55B58474F6A088EEA60D156B60458B332A601AD_308x200.jpg)
Kaupa ferðaþjónustufyrirtæki í Alaska
Sameiginlegt félag Arctic Adventures hf. og Pt Capital hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé All Alaska Tours og Alaska Private Touring.