„Pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. janúar 2023 17:45 Stepen Curry og félagar eiga titil að verja. Ezra Shaw/Getty Images Golden State Warriors, ríkjandi meistarar NBA deildarinnar í körfubolta, hefur nú tapað tveimur leikjum í röð gegn heldur slökum mótherjum og situr 6. sæti Vesturdeildar. Farið verður yfir stöðu mála hjá Stephen Curry og félögum í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Hann er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 22.00. Dramatískar kvikmyndir af bestu gerð bjóða ekki upp á jafn mikið drama né sveiflur líkt og Warriors hafa á þessari leiktíð. Draymond Green rotaði liðsfélaga sinn Jordan Poole í upphafi tímabils. Það lagði grunninn að allskyns vandræðum. Andrew Wiggins hefur aðeins spilað rúmlega helming leikjanna á þessu tímabili og þá hefur Curry misst af 14 af 40 leikjum til þessa. „Ég veit að Sigurður [Orri Kristjánsson] hefur talað mikið um deildarkeppnina og það fer í taugarnar á þér hvernig Los Angeles Clippers hefur kastað frá sér deildarkeppninni, Golden State Warriors er alls ekki búið að gera það. Það er búið að „suffer-a“ (í. þjást) eins og Arnar Gunnlaugsson myndi segja. Það yrði galið ef liðið sem byrjaði tímabilið svona myndi enda sem meistari,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjóranndi, um stöðu mála hjá meistaraliði Golden State. „Nákvæmlega, alveg sama þó þeir séu ríkjandi meistarar þá finnst manni pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið. Með alla heila er þetta fáránlega vel mannað lið og fyrstu níu ótrúlega góðir,“ svaraði Sigurður Orri. „Og þekkingin á stóru stundinni er svo ofboðslega mikilvæg,“ skaut Kjartan Atli inn í áður en Sigurður Orri hélt áfram. „Svo er það þessi gaur [Stephen Curry] sem á flestum kvöldum er besti maðurinn á vellinum. Ef þú ert með besta gaurinn ertu alltaf í stöðu til að allavega gera tilkall til að vinna. Mörgum finnst gaman að kynna til leiks nýjar stjörnur og stórar frammistöður en svo minna svona kallar eins og hann á sig þegar það skipti máli.“ Klippa: Lögmál leiksins: Pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið Lögmál leiksins hefst klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport 2. Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Dramatískar kvikmyndir af bestu gerð bjóða ekki upp á jafn mikið drama né sveiflur líkt og Warriors hafa á þessari leiktíð. Draymond Green rotaði liðsfélaga sinn Jordan Poole í upphafi tímabils. Það lagði grunninn að allskyns vandræðum. Andrew Wiggins hefur aðeins spilað rúmlega helming leikjanna á þessu tímabili og þá hefur Curry misst af 14 af 40 leikjum til þessa. „Ég veit að Sigurður [Orri Kristjánsson] hefur talað mikið um deildarkeppnina og það fer í taugarnar á þér hvernig Los Angeles Clippers hefur kastað frá sér deildarkeppninni, Golden State Warriors er alls ekki búið að gera það. Það er búið að „suffer-a“ (í. þjást) eins og Arnar Gunnlaugsson myndi segja. Það yrði galið ef liðið sem byrjaði tímabilið svona myndi enda sem meistari,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjóranndi, um stöðu mála hjá meistaraliði Golden State. „Nákvæmlega, alveg sama þó þeir séu ríkjandi meistarar þá finnst manni pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið. Með alla heila er þetta fáránlega vel mannað lið og fyrstu níu ótrúlega góðir,“ svaraði Sigurður Orri. „Og þekkingin á stóru stundinni er svo ofboðslega mikilvæg,“ skaut Kjartan Atli inn í áður en Sigurður Orri hélt áfram. „Svo er það þessi gaur [Stephen Curry] sem á flestum kvöldum er besti maðurinn á vellinum. Ef þú ert með besta gaurinn ertu alltaf í stöðu til að allavega gera tilkall til að vinna. Mörgum finnst gaman að kynna til leiks nýjar stjörnur og stórar frammistöður en svo minna svona kallar eins og hann á sig þegar það skipti máli.“ Klippa: Lögmál leiksins: Pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið Lögmál leiksins hefst klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport 2.
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira