Gott gengi Nets í hættu: Durant með tognað liðband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. janúar 2023 23:01 Kevin Durant mun ekki körfubolta spila næstu vikurnar. AP Photo/Matt Kelley Kevin Durant, stórstjarna Brooklyn Nets í NBA deildinni, er með tognað liðband í hægra hné og verður frá næstu vikurnar. Þetta setur gott gengi liðsins í hættu en það er sem stendur í 2. sæti Austurdeildar. Durant, sem er einn af betri mönnum deildarinnar, byrjaði tímabilið með látum þegar hann sagðist vilja yfirgefa Nets. Á sama tíma kom Kyrie Irving sér enn og aftur í vandræði og virtist sem um sannkallað hryllingstímabil yrði að ræða. Það breyttist eftir að Steve Nash var látinn fara og allt í einu fór Nets að vinna leiki. Liðið hefur í raun verið sjóðandi heitt undanfarnar vikur og unnið 18 af síðustu 20 leikjum sínum. Durant meiddist hins vegar í eins stigs sigri á Miami Heat á aðfaranótt mánudags. Jimmy Butler, leikmaður Heat, datt aftur fyrir sig á hné Durant sem lá eftir í dágóða stund. Durant reyndi að halda áfram en var á endanum tekinn af velli. Nú er ljóst að hann er með skaddað liðband. „Ég var þarna rétt hjá þessu og svona atvik eru óhugnanleg,“ sagði Kyrie eftir leik. Í yfirlýsingu Nets segir að meiðslin verði skoðuð að nýju eftir tvær vikur en talið er að það taki leikmenn um 5-7 vikur að jafna sig eftir að hafa tognað á liðbandi. Brooklyn Nets forward Kevin Durant has been diagnosed with an isolated MCL sprain of the right knee. The injury occurred during the third quarter of last night s game at Miami. Durant will be reevaluated in two weeks.— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) January 9, 2023 Durant hefur glímt við töluvert af meiðslum síðan hann samdi við Nets en hann var að jafna sig eftir að slíta hásin þegar hann samdi við félagið. Hann lék ekkert á sínu fyrsta tímabili og var svo frá í rúmlega einn og hálfan mánuð á síðustu leiktíð vegna meiðsla á hné. Durant er með 30,0 stig, 6,8 fráköst og 5,4 stoðsendingar að meðaltali í leik á þessu tímabili. Körfubolti NBA Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Durant, sem er einn af betri mönnum deildarinnar, byrjaði tímabilið með látum þegar hann sagðist vilja yfirgefa Nets. Á sama tíma kom Kyrie Irving sér enn og aftur í vandræði og virtist sem um sannkallað hryllingstímabil yrði að ræða. Það breyttist eftir að Steve Nash var látinn fara og allt í einu fór Nets að vinna leiki. Liðið hefur í raun verið sjóðandi heitt undanfarnar vikur og unnið 18 af síðustu 20 leikjum sínum. Durant meiddist hins vegar í eins stigs sigri á Miami Heat á aðfaranótt mánudags. Jimmy Butler, leikmaður Heat, datt aftur fyrir sig á hné Durant sem lá eftir í dágóða stund. Durant reyndi að halda áfram en var á endanum tekinn af velli. Nú er ljóst að hann er með skaddað liðband. „Ég var þarna rétt hjá þessu og svona atvik eru óhugnanleg,“ sagði Kyrie eftir leik. Í yfirlýsingu Nets segir að meiðslin verði skoðuð að nýju eftir tvær vikur en talið er að það taki leikmenn um 5-7 vikur að jafna sig eftir að hafa tognað á liðbandi. Brooklyn Nets forward Kevin Durant has been diagnosed with an isolated MCL sprain of the right knee. The injury occurred during the third quarter of last night s game at Miami. Durant will be reevaluated in two weeks.— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) January 9, 2023 Durant hefur glímt við töluvert af meiðslum síðan hann samdi við Nets en hann var að jafna sig eftir að slíta hásin þegar hann samdi við félagið. Hann lék ekkert á sínu fyrsta tímabili og var svo frá í rúmlega einn og hálfan mánuð á síðustu leiktíð vegna meiðsla á hné. Durant er með 30,0 stig, 6,8 fráköst og 5,4 stoðsendingar að meðaltali í leik á þessu tímabili.
Körfubolti NBA Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira