Gott gengi Nets í hættu: Durant með tognað liðband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. janúar 2023 23:01 Kevin Durant mun ekki körfubolta spila næstu vikurnar. AP Photo/Matt Kelley Kevin Durant, stórstjarna Brooklyn Nets í NBA deildinni, er með tognað liðband í hægra hné og verður frá næstu vikurnar. Þetta setur gott gengi liðsins í hættu en það er sem stendur í 2. sæti Austurdeildar. Durant, sem er einn af betri mönnum deildarinnar, byrjaði tímabilið með látum þegar hann sagðist vilja yfirgefa Nets. Á sama tíma kom Kyrie Irving sér enn og aftur í vandræði og virtist sem um sannkallað hryllingstímabil yrði að ræða. Það breyttist eftir að Steve Nash var látinn fara og allt í einu fór Nets að vinna leiki. Liðið hefur í raun verið sjóðandi heitt undanfarnar vikur og unnið 18 af síðustu 20 leikjum sínum. Durant meiddist hins vegar í eins stigs sigri á Miami Heat á aðfaranótt mánudags. Jimmy Butler, leikmaður Heat, datt aftur fyrir sig á hné Durant sem lá eftir í dágóða stund. Durant reyndi að halda áfram en var á endanum tekinn af velli. Nú er ljóst að hann er með skaddað liðband. „Ég var þarna rétt hjá þessu og svona atvik eru óhugnanleg,“ sagði Kyrie eftir leik. Í yfirlýsingu Nets segir að meiðslin verði skoðuð að nýju eftir tvær vikur en talið er að það taki leikmenn um 5-7 vikur að jafna sig eftir að hafa tognað á liðbandi. Brooklyn Nets forward Kevin Durant has been diagnosed with an isolated MCL sprain of the right knee. The injury occurred during the third quarter of last night s game at Miami. Durant will be reevaluated in two weeks.— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) January 9, 2023 Durant hefur glímt við töluvert af meiðslum síðan hann samdi við Nets en hann var að jafna sig eftir að slíta hásin þegar hann samdi við félagið. Hann lék ekkert á sínu fyrsta tímabili og var svo frá í rúmlega einn og hálfan mánuð á síðustu leiktíð vegna meiðsla á hné. Durant er með 30,0 stig, 6,8 fráköst og 5,4 stoðsendingar að meðaltali í leik á þessu tímabili. Körfubolti NBA Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Durant, sem er einn af betri mönnum deildarinnar, byrjaði tímabilið með látum þegar hann sagðist vilja yfirgefa Nets. Á sama tíma kom Kyrie Irving sér enn og aftur í vandræði og virtist sem um sannkallað hryllingstímabil yrði að ræða. Það breyttist eftir að Steve Nash var látinn fara og allt í einu fór Nets að vinna leiki. Liðið hefur í raun verið sjóðandi heitt undanfarnar vikur og unnið 18 af síðustu 20 leikjum sínum. Durant meiddist hins vegar í eins stigs sigri á Miami Heat á aðfaranótt mánudags. Jimmy Butler, leikmaður Heat, datt aftur fyrir sig á hné Durant sem lá eftir í dágóða stund. Durant reyndi að halda áfram en var á endanum tekinn af velli. Nú er ljóst að hann er með skaddað liðband. „Ég var þarna rétt hjá þessu og svona atvik eru óhugnanleg,“ sagði Kyrie eftir leik. Í yfirlýsingu Nets segir að meiðslin verði skoðuð að nýju eftir tvær vikur en talið er að það taki leikmenn um 5-7 vikur að jafna sig eftir að hafa tognað á liðbandi. Brooklyn Nets forward Kevin Durant has been diagnosed with an isolated MCL sprain of the right knee. The injury occurred during the third quarter of last night s game at Miami. Durant will be reevaluated in two weeks.— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) January 9, 2023 Durant hefur glímt við töluvert af meiðslum síðan hann samdi við Nets en hann var að jafna sig eftir að slíta hásin þegar hann samdi við félagið. Hann lék ekkert á sínu fyrsta tímabili og var svo frá í rúmlega einn og hálfan mánuð á síðustu leiktíð vegna meiðsla á hné. Durant er með 30,0 stig, 6,8 fráköst og 5,4 stoðsendingar að meðaltali í leik á þessu tímabili.
Körfubolti NBA Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira