Nám í tölvuleikjagerð og netöryggi í kortunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2023 14:39 Háskólaráðherra ynnti styrki sem veittir verða háskólum til aukins samstarfs. Vísir/Egill Tuttugu og fimm samstarfsverkefni háskóla landsins fá styrki upp á samtals 1,2 milljarða króna. Þetta tilkynnti háskólaráðherra í morgun og segir hann mikla möguleika liggja í verkefnunum á borð við stofnun náms í tölvuleikjagerð og meistaranámi þvert á skóla. Hugmyndin að verkefninu var kynnt í haust og sóttu allir sjö háskólar landsins um styrki. Alls bárust 48 umsóknir og var sótt um styrki fyrir samtals 2,8 milljarða króna. Upphaflega stóð til að úthluta allt að milljarði króna til samstarfsins en vegna þeirra umsókna sem bárust var ákveðið að úthluta tæplega 1,2 milljörðum. Meðal þeirra verkefna sem ráðist verður í er að nemendur geti tekið námskeið í meistaranámi við marga skóla samtímis, nemendum verði fjölgað í heilbrigðisvísindum með nýjum færnibúðum, ný námsbraut verður sett á stofn fyrir kvikmynda- og tölvuleikjagerð, meistaranám í netöryggi og BA og Meistarnám í þágu fiskeldis verði sett á laggirnar og svo mætti lengi telja. Ráðherra segir mikil tækifæri fólgin í verkefninu. Rektorar háskólanna og staðgenglar þeirra á fundi háskólaráðherra í morgun.Vísir/Egill „Þetta hefur mjög mikla þýðingu fyrir landið. Í þessu geta skapast einstök tækifæri, við erum að bregðast við mönnunarvanda í ýmsum greinum. Bæði í heilbrigðiskerfinu, menntavísindum, leikskólafræðum, í fiskeldi og hugverkaiðnaði ekki síst, með fjölgun í STEAM-greinunum svokölluðu,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra, að loknum kynningarfundi í Grósku í morgun. Í síðustu viku var listi Times Higher Education yfir bestu háskóla heims kynntur en þar er Háskóli ÍSlads í 501. til 600. sæti. Háskólinn í Reykjavík hefur tekið fram úr HÍ og er metinn í 301. til 350. sæti. „Ég trúi því einlæglega að við getum boðið Íslendingum upp á háskólamenntun á heimsmælikvarða ef skólarnir okkar taka meira höndum saman. Ég setti fram ákveðnar áherslur og forgangsraðaði fjármunum sem til voru, til þessa samstarfs,“ segir Áslaug. Með auknu samstarfi geti gæði háskólanna aukist. „Það að við nýtum smæð okkar og þá styrkleika sem við höfum til þess að skólarnir taki svona höndum saman getur skipt gríðarlegu máli í alþjóðlegu samhengi.“ Háskólar Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Hugmyndin að verkefninu var kynnt í haust og sóttu allir sjö háskólar landsins um styrki. Alls bárust 48 umsóknir og var sótt um styrki fyrir samtals 2,8 milljarða króna. Upphaflega stóð til að úthluta allt að milljarði króna til samstarfsins en vegna þeirra umsókna sem bárust var ákveðið að úthluta tæplega 1,2 milljörðum. Meðal þeirra verkefna sem ráðist verður í er að nemendur geti tekið námskeið í meistaranámi við marga skóla samtímis, nemendum verði fjölgað í heilbrigðisvísindum með nýjum færnibúðum, ný námsbraut verður sett á stofn fyrir kvikmynda- og tölvuleikjagerð, meistaranám í netöryggi og BA og Meistarnám í þágu fiskeldis verði sett á laggirnar og svo mætti lengi telja. Ráðherra segir mikil tækifæri fólgin í verkefninu. Rektorar háskólanna og staðgenglar þeirra á fundi háskólaráðherra í morgun.Vísir/Egill „Þetta hefur mjög mikla þýðingu fyrir landið. Í þessu geta skapast einstök tækifæri, við erum að bregðast við mönnunarvanda í ýmsum greinum. Bæði í heilbrigðiskerfinu, menntavísindum, leikskólafræðum, í fiskeldi og hugverkaiðnaði ekki síst, með fjölgun í STEAM-greinunum svokölluðu,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra, að loknum kynningarfundi í Grósku í morgun. Í síðustu viku var listi Times Higher Education yfir bestu háskóla heims kynntur en þar er Háskóli ÍSlads í 501. til 600. sæti. Háskólinn í Reykjavík hefur tekið fram úr HÍ og er metinn í 301. til 350. sæti. „Ég trúi því einlæglega að við getum boðið Íslendingum upp á háskólamenntun á heimsmælikvarða ef skólarnir okkar taka meira höndum saman. Ég setti fram ákveðnar áherslur og forgangsraðaði fjármunum sem til voru, til þessa samstarfs,“ segir Áslaug. Með auknu samstarfi geti gæði háskólanna aukist. „Það að við nýtum smæð okkar og þá styrkleika sem við höfum til þess að skólarnir taki svona höndum saman getur skipt gríðarlegu máli í alþjóðlegu samhengi.“
Háskólar Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira