Hugvitið í sókn á Norðurlandi Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 12. janúar 2023 13:00 Háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra tilkynnti í dag um úthlutun á yfir milljarði króna til aukins samstarfs háskóla á Íslandi. Hugmyndin var fyrst tilkynnt í haust og fór strax af stað gríðarlega mikið og öflugt samtal á milli háskólanna um aukið og bætt samstarf milli þeirra til að efla gæði náms á háskólastigi. Aukin áhersla á STEAM greinar Lykillinn að auknum lífsgæðum er frjór jarðvegur fyrir rannsóknar- og vísindastarfsemi. Með öðrum orðum er nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins mikilvæg til að mæta áskorunum og finna nýjar lausnir. Háskólarnir fá nú aukið fjármagn til að fjölga brautskráningum í STEAM greinum, þ.e. vísindum, tækni, verkfræði, listum og stærðfræði en bent hefur verið á að færni í þessum greinum efli nýsköpunarhæfni samfélaga. Von er um að hlutfalli háskólamenntaðra í STEAM greinum muni hækka við aukna áherslu á nám í þessum greinum. Öflugra háskólanám fyrir landið allt Það vekur mikla ánægju að Háskólinn á Akureyri er aðili að 19 af 25 verkefnum sem hljóta úthlutun. Háskólinn á Akureyri sinnir mikilvægu hlutverki sem háskóli á landsbyggðinni og hefur lengi verið í sókn, þá sýnir þessi niðurstaða hversu öflugt og metnaðarfullt starfslið skólans er. Tækninám loks á Norðurlandi Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Akureyri fá 33. m.kr. til að setja á laggir B.Sc. nám í iðnaðar- og orkutæknifræði fyrir tæknifræðinga á Akureyri. Á Norðurlandi hefur lengi verið talað um vöntun á námi í tæknigreinum á háskólastigi og því er afskaplega jákvætt að námið muni hefjast strax í haust. Bæði HA og HR standa að baki námsins en með því gefst nemendum tækifæri til að stunda tækninám í heimabyggð og mun þannig styðja við atvinnulíf á Norðurlandi. Hugvitið eflir samkeppnishæfni dreifðari byggða Íbúar í hinum dreifðari byggðum þurfa betra aðgengi að námi á háskólastigi. Aukið samstarf háskólanna hvetur til fjölbreyttara framboðs náms nær heimabyggð. Háskólarnir hafa ekki allir lagt áherslu á rafræna kennslu, þar sem mæting í skólastofuna er ekki nauðsyn, en með auknu samstarfi eru nú skólar sem ýmist sérhæfa sig í starfrænu námi og þeir sem bjóða upp á hefðbundið nám í skólastofum knúin til að veita sveigjanlegra nám, íbúum alls landsins til heilla. Þess má vænta að möguleikar á fjölbreyttari störfum opnast um leið og menntunarstig hækkar í byggðunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra tilkynnti í dag um úthlutun á yfir milljarði króna til aukins samstarfs háskóla á Íslandi. Hugmyndin var fyrst tilkynnt í haust og fór strax af stað gríðarlega mikið og öflugt samtal á milli háskólanna um aukið og bætt samstarf milli þeirra til að efla gæði náms á háskólastigi. Aukin áhersla á STEAM greinar Lykillinn að auknum lífsgæðum er frjór jarðvegur fyrir rannsóknar- og vísindastarfsemi. Með öðrum orðum er nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins mikilvæg til að mæta áskorunum og finna nýjar lausnir. Háskólarnir fá nú aukið fjármagn til að fjölga brautskráningum í STEAM greinum, þ.e. vísindum, tækni, verkfræði, listum og stærðfræði en bent hefur verið á að færni í þessum greinum efli nýsköpunarhæfni samfélaga. Von er um að hlutfalli háskólamenntaðra í STEAM greinum muni hækka við aukna áherslu á nám í þessum greinum. Öflugra háskólanám fyrir landið allt Það vekur mikla ánægju að Háskólinn á Akureyri er aðili að 19 af 25 verkefnum sem hljóta úthlutun. Háskólinn á Akureyri sinnir mikilvægu hlutverki sem háskóli á landsbyggðinni og hefur lengi verið í sókn, þá sýnir þessi niðurstaða hversu öflugt og metnaðarfullt starfslið skólans er. Tækninám loks á Norðurlandi Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Akureyri fá 33. m.kr. til að setja á laggir B.Sc. nám í iðnaðar- og orkutæknifræði fyrir tæknifræðinga á Akureyri. Á Norðurlandi hefur lengi verið talað um vöntun á námi í tæknigreinum á háskólastigi og því er afskaplega jákvætt að námið muni hefjast strax í haust. Bæði HA og HR standa að baki námsins en með því gefst nemendum tækifæri til að stunda tækninám í heimabyggð og mun þannig styðja við atvinnulíf á Norðurlandi. Hugvitið eflir samkeppnishæfni dreifðari byggða Íbúar í hinum dreifðari byggðum þurfa betra aðgengi að námi á háskólastigi. Aukið samstarf háskólanna hvetur til fjölbreyttara framboðs náms nær heimabyggð. Háskólarnir hafa ekki allir lagt áherslu á rafræna kennslu, þar sem mæting í skólastofuna er ekki nauðsyn, en með auknu samstarfi eru nú skólar sem ýmist sérhæfa sig í starfrænu námi og þeir sem bjóða upp á hefðbundið nám í skólastofum knúin til að veita sveigjanlegra nám, íbúum alls landsins til heilla. Þess má vænta að möguleikar á fjölbreyttari störfum opnast um leið og menntunarstig hækkar í byggðunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar