Fékk 180 þúsund króna rafmagnsreikning: „Þetta eru bara tölurnar sem við erum að eiga við hérna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. janúar 2023 19:36 Reynir Þór Hübner, Íslendingur búsettur í Stokkhólmi, fékk rafmagnsreikning upp á rúmar þrettán þúsund sænskar krónur, eða um 180 þúsund íslenskar krónur. Aðsend Hækkandi rafmagnsverð knýr áfram verðbólguna í Svíþjóð, sem hefur ekki verið meiri í rúma þrjá áratugi. Íslendingur sem búsettur er í Svíþjóð segist finna vel fyrir hækkunum en hann fékk reikning upp á 180 þúsund krónur fyrir síðasta mánuð. Margir hafi skrúfað niður hitann og sitji heima í úlpu og ullarsokkum. Íslendingar megi hrósa happi að vera ekki á evrópskum orkumarkaði. Rafmagnsverð hefur farið hækkandi víðs vegar um heim undanfarna mánuði. Í Evrópu standa ráðamenn frammi fyrir orkukrísu, þá einna helst vegna stríðsins í Úkraínu, og í Svíþjóð hefur ástandið versnað hratt. Ársverðbólga í Svíþjóð án tillitis til vaxtabreytinga mælist nú 10,2 prósent, úr 9,5 prósent í nóvember. Með tilliti til vaxtabreytinga mældist hún 12,3 prósent. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í rúma þrjá áratugi í Svíþjóð. Raforkuverð keyrir nú verðbólguna áfram en Reynir Þór Hübner, íbúi í Stokkhólmi, segir íbúa finna vel fyrir hækkunum. Staðan sé erfið og íbúar viti ekki hverju þeir eiga að gera ráð fyrir. Staðan sé ef til vill verri fyrir íbúa í dreifðari byggðum. „Það eru margir sem eru mjög sjokkeraðir yfir þessu og í stórum vandræðum bara með að borga rafmagnsreikninga þannig það borgar sig að eiga borð fyrir báru hérna, það eru margir sem eru í vandræðum,“ segir Reynir. Rafmagnsverð í Svíþjóð hækkaði að meðaltali um tæplega 29 prósent milli mánaða. Matvælaverð hækkaði sömuleiðis ásamt verði á fatnaði og afþreyingu. Á móti þá lækkaði eldsneytisverð um tæp níu prósent. Grafík/Hjalti Kostnaðurinn við rafmagnið er þó verstur að sögn Reynis en sjálfur fékk hann reikning upp á rúmar þrettán þúsund sænskar krónur í desember, upphæð sem samsvarar um 180 þúsund íslenskra króna. Reikningurinn var tvöfalt hærri en í nóvember. „Þetta eru bara tölurnar sem við erum að eiga við hérna. Við búum ekkert í einhverri höll eða neitt svoleiðis. Við eigum bara heima í venjulegu einbýlishúsi, sem er meira að segja steinsteypt og vel einangrað. Það telst bara nokkuð ekónímískt,“ segir Reynir. Íslendingar megi vera þakklátir Ýmsir þættir spila inn í hækkandi raforkuverð og veðrið undanfarið, frost og logn, hjálpi ekki til. „Þetta gerist hratt og breytingarnar eru bara dag frá degi. Ef að það er sól þá virka sólarorku kerfin betur, ef að það er rok þá virka vindmyllurnar betur. Kjarnorkuverin eru búin að vera biluð líka. Þannig þetta er búið að vera svolítið vesen,“ segir Reynir. Íbúar hafi þurft að grípa til ýmissa ráða sjálfir og að sögn Reynis er algengt að fólk lækki einfaldlega hitann heima hjá sér og sitji í úlpu og ullarsokkum. Ríkisstjórnin hefur þó ákveðið að endurgreiða fólki hluta raforkukostnaðar á næstunni sem muni hjálpa. Hvernig restinn af vetrinum og jafnvel næsti vetur verði sé ómögulegt að segja. „Það fer allt eftir því hvernig þetta þróast í framtíðinni, ef að stríðið hættir þá er allt í einu hægt að skrúfa frá einhverjum gasleiðslum og þá verður allt miklu betra. En það er talað um að raforkuverð eigi eftir að detta niður núna og bara um leið og það hlýnar í veðri þá er minni notkun og þá verður þetta ekki eins mikið mál. Vorið lítur bara vel út, þó það sé ekki komið,“ segir Reynir og hlær. Íslendingar megi hrósa happi að vera ekki á evrópskum orkumarkaði. „Við erum náttúrulega von einhverju allt of góðu á Íslandi, raforkuverð og hitakostnaður er einhvern veginn allt öðru vísi þar. Hér eru hús hituð með rafmagni, oft bara með venjulegum rafmagnsofnum, og þið getið ímyndað ykkur hvað það kostar. Það er bara allt annað dæmi,“ segir Reynir. Svíþjóð Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Rafmagnsverð hefur farið hækkandi víðs vegar um heim undanfarna mánuði. Í Evrópu standa ráðamenn frammi fyrir orkukrísu, þá einna helst vegna stríðsins í Úkraínu, og í Svíþjóð hefur ástandið versnað hratt. Ársverðbólga í Svíþjóð án tillitis til vaxtabreytinga mælist nú 10,2 prósent, úr 9,5 prósent í nóvember. Með tilliti til vaxtabreytinga mældist hún 12,3 prósent. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í rúma þrjá áratugi í Svíþjóð. Raforkuverð keyrir nú verðbólguna áfram en Reynir Þór Hübner, íbúi í Stokkhólmi, segir íbúa finna vel fyrir hækkunum. Staðan sé erfið og íbúar viti ekki hverju þeir eiga að gera ráð fyrir. Staðan sé ef til vill verri fyrir íbúa í dreifðari byggðum. „Það eru margir sem eru mjög sjokkeraðir yfir þessu og í stórum vandræðum bara með að borga rafmagnsreikninga þannig það borgar sig að eiga borð fyrir báru hérna, það eru margir sem eru í vandræðum,“ segir Reynir. Rafmagnsverð í Svíþjóð hækkaði að meðaltali um tæplega 29 prósent milli mánaða. Matvælaverð hækkaði sömuleiðis ásamt verði á fatnaði og afþreyingu. Á móti þá lækkaði eldsneytisverð um tæp níu prósent. Grafík/Hjalti Kostnaðurinn við rafmagnið er þó verstur að sögn Reynis en sjálfur fékk hann reikning upp á rúmar þrettán þúsund sænskar krónur í desember, upphæð sem samsvarar um 180 þúsund íslenskra króna. Reikningurinn var tvöfalt hærri en í nóvember. „Þetta eru bara tölurnar sem við erum að eiga við hérna. Við búum ekkert í einhverri höll eða neitt svoleiðis. Við eigum bara heima í venjulegu einbýlishúsi, sem er meira að segja steinsteypt og vel einangrað. Það telst bara nokkuð ekónímískt,“ segir Reynir. Íslendingar megi vera þakklátir Ýmsir þættir spila inn í hækkandi raforkuverð og veðrið undanfarið, frost og logn, hjálpi ekki til. „Þetta gerist hratt og breytingarnar eru bara dag frá degi. Ef að það er sól þá virka sólarorku kerfin betur, ef að það er rok þá virka vindmyllurnar betur. Kjarnorkuverin eru búin að vera biluð líka. Þannig þetta er búið að vera svolítið vesen,“ segir Reynir. Íbúar hafi þurft að grípa til ýmissa ráða sjálfir og að sögn Reynis er algengt að fólk lækki einfaldlega hitann heima hjá sér og sitji í úlpu og ullarsokkum. Ríkisstjórnin hefur þó ákveðið að endurgreiða fólki hluta raforkukostnaðar á næstunni sem muni hjálpa. Hvernig restinn af vetrinum og jafnvel næsti vetur verði sé ómögulegt að segja. „Það fer allt eftir því hvernig þetta þróast í framtíðinni, ef að stríðið hættir þá er allt í einu hægt að skrúfa frá einhverjum gasleiðslum og þá verður allt miklu betra. En það er talað um að raforkuverð eigi eftir að detta niður núna og bara um leið og það hlýnar í veðri þá er minni notkun og þá verður þetta ekki eins mikið mál. Vorið lítur bara vel út, þó það sé ekki komið,“ segir Reynir og hlær. Íslendingar megi hrósa happi að vera ekki á evrópskum orkumarkaði. „Við erum náttúrulega von einhverju allt of góðu á Íslandi, raforkuverð og hitakostnaður er einhvern veginn allt öðru vísi þar. Hér eru hús hituð með rafmagni, oft bara með venjulegum rafmagnsofnum, og þið getið ímyndað ykkur hvað það kostar. Það er bara allt annað dæmi,“ segir Reynir.
Svíþjóð Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira