Tvennt hægt að gera við tillögurnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. janúar 2023 20:31 Mikilvægt er að halda því grundvallaratriði til haga, í umræðum um stjórnarskrármál Íslands, að stjórnlagaráði var aldrei falið það verkefni af stjórnvöldum að semja nýja stjórnarskrá. Til þess hafði ráðið einfaldlega ekkert umboð. Stjórnlagaráði var þannig einungis falið að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og fram kemur í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins. Vert er einnig að hafa í huga að tekið var skýrt fram í kynningarbæklingi, sem sendur var á hvert heimili í landinu í aðdraganda ráðgefandi þjóðaratkvæðis um tillögur stjórnlagaráðs sem fram fór haustið 2012, að Alþingi hefði síðasta orðið í samræmi við stjórnskipun landsins um það hvort og þá að hve miklu leyti tillögurnar yrðu nýttar við endurskoðun á stjórnarskránni. Hið sama kom fram á kjörseðlinum: „Stjórnarskrá er breytt þannig að frumvarp er lagt fram á Alþingi. Það er rætt við þrjár umræður og getur tekið breytingum í meðförum þingsins. Verði frumvarpið samþykkt skal rjúfa Alþingi og kjósa nýtt þing. Frumvarpið er þá lagt fram að nýju og samþykki Alþingi það óbreytt taka breytingarnar gildi að fenginni staðfestingu forseta.“ Lykilatriðið hér er vitanlega orðalagið „verði frumvarpið samþykkt“. „Falið ráðgefandi hlutverk við Alþingi“ Farið var yfir það í kynningarbæklingnum með greinargóðum hætti að stjórnlagaráði hefði einungis verið „falið ráðgefandi hlutverk við Alþingi“ eins og kæmi fram í greinargerð með þingsályktunartillögunni um skipun ráðsins. Þjóðaratkvæðið væri að sama skapi einungis ráðgefandi enda væri þinginu óheimilt samkvæmt stjórnarskránni að framselja lagasetningarvald sitt með bindandi hætti. Hér kemur einnig við sögu ákvæði stjórnarskrárinnar um að þingmenn séu einungis bundnir af sannfæringu sinni og ekki neinum reglum frá kjósendum. Nokkuð sem einnig er að finna í tillögum stjórnlagaráðs. Fullyrðingar um að Alþingi ráði ekki við stjórnarskrárbreytingar eru óneitanlega nokkuð sérstakar í ljósi þess að í tillögum ráðsins er gert ráð fyrir því að þingið gegni lykilhlutverki við slíkar breytingar. Færa má þannig gild rök fyrir því að niðurstöðu þjóðaratkvæðisins hafi þegar verið hrint í framkvæmd. Þannig var samþykkt í því að tillögur stjórnlagaráðs yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“ sem var og gert. Hins vegar náði frumvarpið einfaldlega ekki fram að ganga enda síðasta orðið hjá Alþingi í þeim efnum líkt og áréttað var bæði í kynningarbæklingnum og á kjörseðlinum. Kjósendur upplýstir um leikreglurnar Fyrir vikið er alveg ljóst á hvaða forsendum þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram. Kjósendur voru fyllilega upplýstir um það hvaða leikreglur giltu um framhald málsins og í ljósi þess greiddu þeir atkvæði sín. Niðurstaðan varð sú að innan við helmingur kjósenda á kjörskrá sá ástæðu til þess að mæta á kjörstað og um þriðjungur þeirra lýsti sig hlynntan því að frumvarp yrði lagt fram byggt á tillögum stjórnlagaráðs. Tal um það að kjósendur hafi verið sviknir stenzt þannig enga skoðun. Ekki verður heldur séð að kjósendur sjálfir telji sig svikna. Fjórum sinnum hefur til að mynda verið kosið til Alþingis frá því að ráðgefandi þjóðaratkvæðið fór fram og fengu framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá mest um þriðjung atkvæða í kosningunum 2013 og í þeim síðustu, haustið 2021, minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Tvennt er hægt að gera við tillögur stjórnlagaráðs með tilliti til umboðs ráðsins og þær forsendur sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu. Annað hvort að líta á tillögurnar eins og þær voru alltaf hugsaðar, sem innlegg í þá vinnu að gera breytingar á stjórnarskránni þar sem þess er talin þörf, eða að hafa þær einfaldlega að engu í ljósi þess að umrædd vinna var ekki í samræmi við umboð ráðsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Stjórnlagaþing Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að halda því grundvallaratriði til haga, í umræðum um stjórnarskrármál Íslands, að stjórnlagaráði var aldrei falið það verkefni af stjórnvöldum að semja nýja stjórnarskrá. Til þess hafði ráðið einfaldlega ekkert umboð. Stjórnlagaráði var þannig einungis falið að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og fram kemur í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins. Vert er einnig að hafa í huga að tekið var skýrt fram í kynningarbæklingi, sem sendur var á hvert heimili í landinu í aðdraganda ráðgefandi þjóðaratkvæðis um tillögur stjórnlagaráðs sem fram fór haustið 2012, að Alþingi hefði síðasta orðið í samræmi við stjórnskipun landsins um það hvort og þá að hve miklu leyti tillögurnar yrðu nýttar við endurskoðun á stjórnarskránni. Hið sama kom fram á kjörseðlinum: „Stjórnarskrá er breytt þannig að frumvarp er lagt fram á Alþingi. Það er rætt við þrjár umræður og getur tekið breytingum í meðförum þingsins. Verði frumvarpið samþykkt skal rjúfa Alþingi og kjósa nýtt þing. Frumvarpið er þá lagt fram að nýju og samþykki Alþingi það óbreytt taka breytingarnar gildi að fenginni staðfestingu forseta.“ Lykilatriðið hér er vitanlega orðalagið „verði frumvarpið samþykkt“. „Falið ráðgefandi hlutverk við Alþingi“ Farið var yfir það í kynningarbæklingnum með greinargóðum hætti að stjórnlagaráði hefði einungis verið „falið ráðgefandi hlutverk við Alþingi“ eins og kæmi fram í greinargerð með þingsályktunartillögunni um skipun ráðsins. Þjóðaratkvæðið væri að sama skapi einungis ráðgefandi enda væri þinginu óheimilt samkvæmt stjórnarskránni að framselja lagasetningarvald sitt með bindandi hætti. Hér kemur einnig við sögu ákvæði stjórnarskrárinnar um að þingmenn séu einungis bundnir af sannfæringu sinni og ekki neinum reglum frá kjósendum. Nokkuð sem einnig er að finna í tillögum stjórnlagaráðs. Fullyrðingar um að Alþingi ráði ekki við stjórnarskrárbreytingar eru óneitanlega nokkuð sérstakar í ljósi þess að í tillögum ráðsins er gert ráð fyrir því að þingið gegni lykilhlutverki við slíkar breytingar. Færa má þannig gild rök fyrir því að niðurstöðu þjóðaratkvæðisins hafi þegar verið hrint í framkvæmd. Þannig var samþykkt í því að tillögur stjórnlagaráðs yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“ sem var og gert. Hins vegar náði frumvarpið einfaldlega ekki fram að ganga enda síðasta orðið hjá Alþingi í þeim efnum líkt og áréttað var bæði í kynningarbæklingnum og á kjörseðlinum. Kjósendur upplýstir um leikreglurnar Fyrir vikið er alveg ljóst á hvaða forsendum þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram. Kjósendur voru fyllilega upplýstir um það hvaða leikreglur giltu um framhald málsins og í ljósi þess greiddu þeir atkvæði sín. Niðurstaðan varð sú að innan við helmingur kjósenda á kjörskrá sá ástæðu til þess að mæta á kjörstað og um þriðjungur þeirra lýsti sig hlynntan því að frumvarp yrði lagt fram byggt á tillögum stjórnlagaráðs. Tal um það að kjósendur hafi verið sviknir stenzt þannig enga skoðun. Ekki verður heldur séð að kjósendur sjálfir telji sig svikna. Fjórum sinnum hefur til að mynda verið kosið til Alþingis frá því að ráðgefandi þjóðaratkvæðið fór fram og fengu framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá mest um þriðjung atkvæða í kosningunum 2013 og í þeim síðustu, haustið 2021, minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Tvennt er hægt að gera við tillögur stjórnlagaráðs með tilliti til umboðs ráðsins og þær forsendur sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu. Annað hvort að líta á tillögurnar eins og þær voru alltaf hugsaðar, sem innlegg í þá vinnu að gera breytingar á stjórnarskránni þar sem þess er talin þörf, eða að hafa þær einfaldlega að engu í ljósi þess að umrædd vinna var ekki í samræmi við umboð ráðsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar