„Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi“ Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2023 10:27 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingi hjá Greiningu Íslandsbanka, segir að mögulega hafi flestum Íslendingum tekist að svala ferðaþorstanum sínum á síðustu mánuðum síðasta árs eftir ferðagleðina mánuðina á undan. Vísir/Vilhelm Kortavelta jókst um rúmlega eitt prósent að raunvirði í desember síðastliðinn miðað við sama mánuð 2021. Svo hægur hefur vöxtur kortaveltunnar ekki verið síðan í febrúar 2021. Ætla má að einkaneysla verði talsvert hægari á lokafjórðungi ársins 2022, eftir metvöxt á fyrstu níu mánuðunum. Þetta kemur fram í úttekt Bergþóru Baldursdóttur, hagfræðingi hjá Greiningu Íslandsbanka þar sem fjallar meðal annars um kortaveltu og utanlandsferðir Íslendinga. Bergþóra segir að mögulega hafi flestum Íslendingum tekist að svala ferðaþorstanum sínum á síðustu mánuðum síðasta árs eftir ferðagleðina mánuðina á undan. „En líklega er helsta skýringin á því að ferðalögum hefur fækkað talsvert sú að Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi,“ segir Bergþóra. Kortavelta heimila 124 milljarðar í desember Í greiningunni kemur fram að kortavelta heimila hafi numið 124 milljarða króna í desember síðastliðnum og aukist um tólf prósent miðað við sama mánuð í 2021 samkvæmt nýlegum kortaveltutölum Seðlabankans. „Ef tekið er tillit til verðlags- og gengisbreytinga jókst kortavelta hins vegar um rúmlega 1% miðað við sama tímabil í fyrra en það er hægasti vöxtur kortaveltunnar frá því í febrúar 2021. Hægt hefur talsvert á vexti kortaveltunnar að undanförnu. Til samanburðar var vöxturinn á fyrri hluta ársins 2022 að meðaltali 14% í hverjum mánuði að raunvirði en um 5,5% á seinni hluta ársins.“ Kortaveltan erlendis hélt uppi vextinum Bergþóra segir að það hafi verið kortavelta Íslendinga erlendis sem hafi haldið uppi vextinum í jólamánuðinum líkt og síðustu fjórðunga. „Erlend kortavelta nam um 23 ma.kr. og jókst um tæp 13% á milli ára að raunvirði á meðan kortavelta heimila innanlands, sem nam 101 ma.kr., dróst saman um 1% á sama mælikvarða. Kortavelta innanlands hefur annað hvort staðið í stað eða dregist saman á þennan kvarða síðan í ágústmánuði. Það er einnig farið að hægja talsvert á vexti erlendrar kortaveltu og líklega mun sú þróun halda áfram á næstu mánuðum. Brottfarir Íslendinga til annarra landa í desember voru um 42 þúsund og fækkaði um 3% ef horft er til sama mánaðar árið 2019 og 15% sé miðað við árið 2018. Ferðaþorsti Íslendinga eftir faraldurinn var mikill frá maí til október þegar faraldurinn var í undanhaldi og voru brottfarir Íslendinga að jafnaði 11% fleiri í mánuði hverjum á því tímabili en á sama tíma árið 2019. Október var metmánuður þegar fimmti hver Íslendingur brá sér út fyrir landssteinanna. En breyting varð á í nóvember og desember og hægði talsvert á fjölda utanlandsferða sé miðað við árið 2019.“ Kaupmáttur launa rýrnað Bergþóra segir að mögulega hafi flestum Íslendingum tekist að svala ferðaþorstanum sínum á þessu tímabili. „En líklega er helsta skýringin á því að ferðalögum hefur fækkað talsvert sú að Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi. Sé miðað við vísitölu neysluverðs hefur kaupmáttur launa rýrnað að undanförnu og væntingar heimila mælast enn fremur lágar eftir almenna bjartsýni fram á mitt síðasta ár,“ segir Bergþóra. Hún segir að hægari vöxtur kortaveltu undanfarna mánuði bendi til þess að hægt hafi talsvert á vexti einkaneyslu á lokafjórðungi ársins 2022. „Einkaneysla jókst um 10,9% að raunvirði á fyrstu 9 mánuðum ársins miðað við sama tímabil 2021 sem er hraðasti einkaneysluvöxtur í 17 ár. Vöxturinn var mestur á öðrum fjórðungi eða um 13% að raunvirði en það hægði á honum á þriðja fjórðungi þegar hann mældist 8,6% að raunvirði. Miðað við þau gögn sem við höfum um lokafjórðung ársins er útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu á lokafjórðungi ársins verði enn hægari. Líklega er spá okkar um 9% vöxt einkaneyslu á nýliðnu ári nærri lagi. Útlit er fyrir að einkaneysla muni svo vaxa talsvert hægar á þessu ári. Í þjóðhagsspá okkar frá því í september spáðum við tæplega 2% vexti einkaneyslunnar í ár enda er útlit fyrir að vöxtur kaupmáttar launa verði fremur lítill, áhrif vaxtahækkunar Seðlabankans komi í vaxandi mæli fram í neyslu- og sparnaðarhegðun landans og atvinnuástand verði stöðugra en verið hefur eftir hraða hjöðnun atvinnuleysis undanfarin misseri.“ Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Íslandsbanki Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Þetta kemur fram í úttekt Bergþóru Baldursdóttur, hagfræðingi hjá Greiningu Íslandsbanka þar sem fjallar meðal annars um kortaveltu og utanlandsferðir Íslendinga. Bergþóra segir að mögulega hafi flestum Íslendingum tekist að svala ferðaþorstanum sínum á síðustu mánuðum síðasta árs eftir ferðagleðina mánuðina á undan. „En líklega er helsta skýringin á því að ferðalögum hefur fækkað talsvert sú að Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi,“ segir Bergþóra. Kortavelta heimila 124 milljarðar í desember Í greiningunni kemur fram að kortavelta heimila hafi numið 124 milljarða króna í desember síðastliðnum og aukist um tólf prósent miðað við sama mánuð í 2021 samkvæmt nýlegum kortaveltutölum Seðlabankans. „Ef tekið er tillit til verðlags- og gengisbreytinga jókst kortavelta hins vegar um rúmlega 1% miðað við sama tímabil í fyrra en það er hægasti vöxtur kortaveltunnar frá því í febrúar 2021. Hægt hefur talsvert á vexti kortaveltunnar að undanförnu. Til samanburðar var vöxturinn á fyrri hluta ársins 2022 að meðaltali 14% í hverjum mánuði að raunvirði en um 5,5% á seinni hluta ársins.“ Kortaveltan erlendis hélt uppi vextinum Bergþóra segir að það hafi verið kortavelta Íslendinga erlendis sem hafi haldið uppi vextinum í jólamánuðinum líkt og síðustu fjórðunga. „Erlend kortavelta nam um 23 ma.kr. og jókst um tæp 13% á milli ára að raunvirði á meðan kortavelta heimila innanlands, sem nam 101 ma.kr., dróst saman um 1% á sama mælikvarða. Kortavelta innanlands hefur annað hvort staðið í stað eða dregist saman á þennan kvarða síðan í ágústmánuði. Það er einnig farið að hægja talsvert á vexti erlendrar kortaveltu og líklega mun sú þróun halda áfram á næstu mánuðum. Brottfarir Íslendinga til annarra landa í desember voru um 42 þúsund og fækkaði um 3% ef horft er til sama mánaðar árið 2019 og 15% sé miðað við árið 2018. Ferðaþorsti Íslendinga eftir faraldurinn var mikill frá maí til október þegar faraldurinn var í undanhaldi og voru brottfarir Íslendinga að jafnaði 11% fleiri í mánuði hverjum á því tímabili en á sama tíma árið 2019. Október var metmánuður þegar fimmti hver Íslendingur brá sér út fyrir landssteinanna. En breyting varð á í nóvember og desember og hægði talsvert á fjölda utanlandsferða sé miðað við árið 2019.“ Kaupmáttur launa rýrnað Bergþóra segir að mögulega hafi flestum Íslendingum tekist að svala ferðaþorstanum sínum á þessu tímabili. „En líklega er helsta skýringin á því að ferðalögum hefur fækkað talsvert sú að Íslendingar eru farnir að finna vel fyrir hækkandi verðlagi og háu vaxtastigi. Sé miðað við vísitölu neysluverðs hefur kaupmáttur launa rýrnað að undanförnu og væntingar heimila mælast enn fremur lágar eftir almenna bjartsýni fram á mitt síðasta ár,“ segir Bergþóra. Hún segir að hægari vöxtur kortaveltu undanfarna mánuði bendi til þess að hægt hafi talsvert á vexti einkaneyslu á lokafjórðungi ársins 2022. „Einkaneysla jókst um 10,9% að raunvirði á fyrstu 9 mánuðum ársins miðað við sama tímabil 2021 sem er hraðasti einkaneysluvöxtur í 17 ár. Vöxturinn var mestur á öðrum fjórðungi eða um 13% að raunvirði en það hægði á honum á þriðja fjórðungi þegar hann mældist 8,6% að raunvirði. Miðað við þau gögn sem við höfum um lokafjórðung ársins er útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu á lokafjórðungi ársins verði enn hægari. Líklega er spá okkar um 9% vöxt einkaneyslu á nýliðnu ári nærri lagi. Útlit er fyrir að einkaneysla muni svo vaxa talsvert hægar á þessu ári. Í þjóðhagsspá okkar frá því í september spáðum við tæplega 2% vexti einkaneyslunnar í ár enda er útlit fyrir að vöxtur kaupmáttar launa verði fremur lítill, áhrif vaxtahækkunar Seðlabankans komi í vaxandi mæli fram í neyslu- og sparnaðarhegðun landans og atvinnuástand verði stöðugra en verið hefur eftir hraða hjöðnun atvinnuleysis undanfarin misseri.“
Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Íslandsbanki Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira