Sport

Dagskráin í dag: Suðurnesjaslagur og toppslagur í Subway-deild kvenna, FA-bikarinn og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Haukakonur taka á móti Val í mikilvægum leik í toppbaráttunni í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld.
Haukakonur taka á móti Val í mikilvægum leik í toppbaráttunni í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á fjórar beinar útsendingar á þessum ágæta miðvikudegi þar sem Subway-deild kvenna í körfubolta kemur til með að stela sviðsljósinu.

Við hefjum einmitt leik í Subway-deild kvenna þegar Íslandsmeistarar Njarðvíkur taka á móti Grindvíkingum í Suðurnesjaslag klukkan 18:05 á Stöð 2 Sport. Að þeim leik loknum færum við okkur yfir í Hafnarfjörðinn þar sem nýkrýndir bikarmeistarar Hauka taka á móti Val í mikilvægum leik í toppbaráttunni, en liðin sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Bein útsending frá leik Hauka og Vals hefst klukkan 20:05 á Stöð 2 Sport.

Þá mætast Leeds og Cardiff í þriðju umferð elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarnum, á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19:35. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna og því þurfa þau að mætast á ný til að skera úr um hvort þeirra kemst í fjórðu umferð.

Að lokum verða stelpurnar í Babe Patrol á sínum stað með sinn vikulega þátt á Stöð 2 eSport klukkan 21:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×