Öll vötn falla til Hafnarfjarðar Haraldur F. Gíslason skrifar 18. janúar 2023 11:00 Það hefur lengi legið ljóst fyrir að löngu er orðið tímabært að stíga það skref að stilla af starfstíma leik- og grunnskóla. Kennarar á leikskólastiginu hafa undanfarin ár valið í of miklum mæli að kenna á grunnskólastiginu. Launin hafa verið nákvæmlega eins hjá leik- og grunnskólakennurum síðan 2014 en ólíkur starfstími hefur verið helsta ástæða þess hvers vegna flæðið á milli skólastiganna er kennurum á leikskólastiginu í óhag. Hafnarfjarðarbær hefur nú fyrst allra sveitarfélaga stigið það skref að stilla af starfstíma leik- og grunnskóla í samvinnu kennara á leikskólastiginu og í samstarfi við Félag leikskólakennara. Hafa allir 17 leikskólar Hafnarfjarðarbæjar samþykkt tillögu þess efnis í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Félags leikskólakennara í skólunum. Markmiðið er að búa til aðlagandi starfsaðstæður fyrir kennara á leikskólastiginu, fjölga kennurum í leikskólum sveitarfélagsins, auka þar með fagmennsku og bæta gæði náms börnum til heilla. Í lögum 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er kveðið á um að 2/3 (67%) hlutar þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Hlutfallið var 28% árið 2020 í leikskólum sem reknir eru af sveitarfélögum og aðeins 19% í einkareknum leikskólum. Þessu vill Hafnarfjarðarbær breyta og er tilbúinn að stíga markviss skref svo það takist. Í leikskólum Hafnarfjarðar var kosið meðal kennara um fulla styttingu eða 36 stundir á viku en viðvera verður áfram 40 stundir á viku yfir árið. 26 dagar á ári eru teknir út í svokölluðum „Betri vinnutíma í leikskólum“ um jól, páska, sumar og í vetrarfríi. Ávinnast þeir með uppsöfnun styttingar vinnuvikunnar og 3 dagar verða veittir til endurmenntunar. Skólaár í leik- og grunnskólum er því orðið sambærilegt hjá Hafnarfjarðarbæ. Betri vinnutími í leikskólum og nýtt skólaár hefur tekið gildi og fyrsta úttekt á „Betri vinnutíma í leikskóladögum“ var núna um jólin 2022. Það er vert að hrósa Hafnarfjarðarbæ fyrir þá forystu sem sveitarfélagið hefur tekið í því að bæta starfsaðstæður kennara á leikskólastiginu. Það verður spennandi að fylgjast með þróuninni og hvort þetta skref muni fjölga leikskólakennurum í leikskólum sveitarfélagsins og jafna flæðið á milli skólastiganna. Er það okkar von að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Leikskólar Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Vinnumarkaður Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Það hefur lengi legið ljóst fyrir að löngu er orðið tímabært að stíga það skref að stilla af starfstíma leik- og grunnskóla. Kennarar á leikskólastiginu hafa undanfarin ár valið í of miklum mæli að kenna á grunnskólastiginu. Launin hafa verið nákvæmlega eins hjá leik- og grunnskólakennurum síðan 2014 en ólíkur starfstími hefur verið helsta ástæða þess hvers vegna flæðið á milli skólastiganna er kennurum á leikskólastiginu í óhag. Hafnarfjarðarbær hefur nú fyrst allra sveitarfélaga stigið það skref að stilla af starfstíma leik- og grunnskóla í samvinnu kennara á leikskólastiginu og í samstarfi við Félag leikskólakennara. Hafa allir 17 leikskólar Hafnarfjarðarbæjar samþykkt tillögu þess efnis í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Félags leikskólakennara í skólunum. Markmiðið er að búa til aðlagandi starfsaðstæður fyrir kennara á leikskólastiginu, fjölga kennurum í leikskólum sveitarfélagsins, auka þar með fagmennsku og bæta gæði náms börnum til heilla. Í lögum 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er kveðið á um að 2/3 (67%) hlutar þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Hlutfallið var 28% árið 2020 í leikskólum sem reknir eru af sveitarfélögum og aðeins 19% í einkareknum leikskólum. Þessu vill Hafnarfjarðarbær breyta og er tilbúinn að stíga markviss skref svo það takist. Í leikskólum Hafnarfjarðar var kosið meðal kennara um fulla styttingu eða 36 stundir á viku en viðvera verður áfram 40 stundir á viku yfir árið. 26 dagar á ári eru teknir út í svokölluðum „Betri vinnutíma í leikskólum“ um jól, páska, sumar og í vetrarfríi. Ávinnast þeir með uppsöfnun styttingar vinnuvikunnar og 3 dagar verða veittir til endurmenntunar. Skólaár í leik- og grunnskólum er því orðið sambærilegt hjá Hafnarfjarðarbæ. Betri vinnutími í leikskólum og nýtt skólaár hefur tekið gildi og fyrsta úttekt á „Betri vinnutíma í leikskóladögum“ var núna um jólin 2022. Það er vert að hrósa Hafnarfjarðarbæ fyrir þá forystu sem sveitarfélagið hefur tekið í því að bæta starfsaðstæður kennara á leikskólastiginu. Það verður spennandi að fylgjast með þróuninni og hvort þetta skref muni fjölga leikskólakennurum í leikskólum sveitarfélagsins og jafna flæðið á milli skólastiganna. Er það okkar von að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun