„Innræting er ekki orð sem við notum“ Snorri Másson skrifar 19. janúar 2023 09:01 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir í Íslandi í dag: „Ef ég væri Sigmundur Davíð myndi mér ekki þykja þægilegt að vera settur á sömu glæru og þessir þarna.“ Þar var til umræðu glæra þar sem Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins var í kennslustund í Verzlunarskóla Íslands stillt upp við hlið Hitlers og Mússólíní undir þeirri sameiginlegu yfirskrift „merkir þjóðernissinnar“. Ísland í dag má sjá hér að ofan en þar er farið um víðan völl. Magnús Þór segir þó ljóst að ef kennarar ætli að taka umræðuna í kennslustofunni séu líkur á að einhver umræða verði óþægileg; en að ein glæra af þúsundum glæra sem sýndar eru í skólum landsins á hverri önn megi ekki verða rótin að umræðunni. Magnús Þór Jónsson var kjörinn formaður Kennarasambands Íslands árið 2021 en var áður skólastjóri Seljaskóla og formaður knattspyrnudeildar ÍR.Vísir/Arnar Umrædd glæra í Verzlunarskólanum.Aðsend mynd „Innræting er ekki orð sem við notum. Við erum að vekja umræður og vekja fólk til hugsunar. Við treystum kennurum til að gera það. Ef þeir misstíga sig í þessari leit að umræðu er það skólastjórans og skólans að bregðast við og fara inn í þá umræðu til að fólk læri af því,“ segir Magnús. Yfirleitt fari sú umræða þannig fram að nemendur ræði beint við kennarann eða skólann um málið og málið sé svo leyst út frá því. Magnús segir að heimsmálin hafi þróast á þann veg að allt sé orðið pólitík. Dæmi megi taka af umhverfismálunum, þar sem vandasamt væri að hvetja kennara til að efna ekki til umræðna aðeins vegna ákafans í umræðunni. Í Bandaríkjunum og Bretlandi er umræðan nokkuð hörð nú um mundir um það hvaða umræðuefni eigi heima í kennslustofunni; þar krefjast sumir þess að ákveðin málefni séu látin vera og aðrir að þau séu rædd í þaula. Ólíkar nálganir. Hér á Íslandi og á Norðurlöndunum hefur nálgunin heldur verið sú að taka umræðuna. Nú þegar greina má viðleitni í átt að því að stjórna því betur hvað sé rætt í kennslustofum segir Magnús að leiðtogar í menntakerfinu standi vörð um núverandi fyrirkomulag, s.s. að miðað sé við að taka umræðuna. „Við höfum kannski meiri áhyggjur af því þegar börn eru kannski að koma inn með hluti sem þau eru að lesa og trúa á þá sem hinn eina rétta sannleik. Hvort sem það eru falsfréttir, umræður um klámvæðingu eða hvað annað; fordómar fyrir samkynhneigðum sem nú rjúka upp; þetta viljum við að við getum tekið á. Að neutralísera okkur og segja: Skólinn má ekki taka umræðu um ólíka þætti. Það er ekki skrefið sem við viljum sjá á Íslandi,“ segir Magnús Þór. Skóla - og menntamál Miðflokkurinn Börn og uppeldi Framhaldsskólar Tengdar fréttir Sigmundi slegið upp með Hitler og Mússólíní í Verzló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er allt annað en sáttur við að hafa birst með á glæru með frægustu fasistum sögunnar í kennslustund í Verslunarskóla Íslands. Á glæru sem Sigmundur segir hafa verið notaða við kennslu sést Sigmundur ásamt þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar". 9. janúar 2023 23:08 Skólastjóri vísar ásökunum um innrætingu kennara í Verzló á bug Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir það klaufalegt að þingmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi verið settur í hóp með Hitler og Mussolini á glæru í kennslustund en að málið hafi verið tekið úr samhengi. Sigmundur segir atvikið skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara. Skólastjóri vísar því á bug og segist munu ræða við Sigmund. 10. janúar 2023 13:05 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þar var til umræðu glæra þar sem Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins var í kennslustund í Verzlunarskóla Íslands stillt upp við hlið Hitlers og Mússólíní undir þeirri sameiginlegu yfirskrift „merkir þjóðernissinnar“. Ísland í dag má sjá hér að ofan en þar er farið um víðan völl. Magnús Þór segir þó ljóst að ef kennarar ætli að taka umræðuna í kennslustofunni séu líkur á að einhver umræða verði óþægileg; en að ein glæra af þúsundum glæra sem sýndar eru í skólum landsins á hverri önn megi ekki verða rótin að umræðunni. Magnús Þór Jónsson var kjörinn formaður Kennarasambands Íslands árið 2021 en var áður skólastjóri Seljaskóla og formaður knattspyrnudeildar ÍR.Vísir/Arnar Umrædd glæra í Verzlunarskólanum.Aðsend mynd „Innræting er ekki orð sem við notum. Við erum að vekja umræður og vekja fólk til hugsunar. Við treystum kennurum til að gera það. Ef þeir misstíga sig í þessari leit að umræðu er það skólastjórans og skólans að bregðast við og fara inn í þá umræðu til að fólk læri af því,“ segir Magnús. Yfirleitt fari sú umræða þannig fram að nemendur ræði beint við kennarann eða skólann um málið og málið sé svo leyst út frá því. Magnús segir að heimsmálin hafi þróast á þann veg að allt sé orðið pólitík. Dæmi megi taka af umhverfismálunum, þar sem vandasamt væri að hvetja kennara til að efna ekki til umræðna aðeins vegna ákafans í umræðunni. Í Bandaríkjunum og Bretlandi er umræðan nokkuð hörð nú um mundir um það hvaða umræðuefni eigi heima í kennslustofunni; þar krefjast sumir þess að ákveðin málefni séu látin vera og aðrir að þau séu rædd í þaula. Ólíkar nálganir. Hér á Íslandi og á Norðurlöndunum hefur nálgunin heldur verið sú að taka umræðuna. Nú þegar greina má viðleitni í átt að því að stjórna því betur hvað sé rætt í kennslustofum segir Magnús að leiðtogar í menntakerfinu standi vörð um núverandi fyrirkomulag, s.s. að miðað sé við að taka umræðuna. „Við höfum kannski meiri áhyggjur af því þegar börn eru kannski að koma inn með hluti sem þau eru að lesa og trúa á þá sem hinn eina rétta sannleik. Hvort sem það eru falsfréttir, umræður um klámvæðingu eða hvað annað; fordómar fyrir samkynhneigðum sem nú rjúka upp; þetta viljum við að við getum tekið á. Að neutralísera okkur og segja: Skólinn má ekki taka umræðu um ólíka þætti. Það er ekki skrefið sem við viljum sjá á Íslandi,“ segir Magnús Þór.
Skóla - og menntamál Miðflokkurinn Börn og uppeldi Framhaldsskólar Tengdar fréttir Sigmundi slegið upp með Hitler og Mússólíní í Verzló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er allt annað en sáttur við að hafa birst með á glæru með frægustu fasistum sögunnar í kennslustund í Verslunarskóla Íslands. Á glæru sem Sigmundur segir hafa verið notaða við kennslu sést Sigmundur ásamt þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar". 9. janúar 2023 23:08 Skólastjóri vísar ásökunum um innrætingu kennara í Verzló á bug Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir það klaufalegt að þingmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi verið settur í hóp með Hitler og Mussolini á glæru í kennslustund en að málið hafi verið tekið úr samhengi. Sigmundur segir atvikið skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara. Skólastjóri vísar því á bug og segist munu ræða við Sigmund. 10. janúar 2023 13:05 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sigmundi slegið upp með Hitler og Mússólíní í Verzló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er allt annað en sáttur við að hafa birst með á glæru með frægustu fasistum sögunnar í kennslustund í Verslunarskóla Íslands. Á glæru sem Sigmundur segir hafa verið notaða við kennslu sést Sigmundur ásamt þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar". 9. janúar 2023 23:08
Skólastjóri vísar ásökunum um innrætingu kennara í Verzló á bug Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir það klaufalegt að þingmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi verið settur í hóp með Hitler og Mussolini á glæru í kennslustund en að málið hafi verið tekið úr samhengi. Sigmundur segir atvikið skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara. Skólastjóri vísar því á bug og segist munu ræða við Sigmund. 10. janúar 2023 13:05