Dansandi HM-kallinn sem stelur senunni leik eftir leik Stefán Árni Pálsson skrifar 20. janúar 2023 08:30 Kalli og Edda skemmta sér heldur betur saman á HM í Svíþjóð. Vísir/vilhelm „Ég veit ekki alveg hvort ég sé búinn að slá í gegn en við erum allavega mætt á HM að styðja íslenska landsliðið, það er ekkert annað hægt að gera,“ segir Karl Brynjólfsson sem hefur slegið í gegn í stúkunni með einstökum danssporum á leikjum íslenska liðsins. Dóttir hans Edda Mjöll Karlsdóttir tekur föður sinn ítrekað upp þegar hann dansar í stúkunni eða horfir á leiki heima í stofunni þar sem stressið tekur algjörlega yfir. „Það eru margir búnir að spyrja mig hvort ég sé nokkuð að horfa á leikina en ég næ sko að taka upp og horfa og hann er alltaf í sviðsljósinu,“ segir Edda og hlær. Kalli segir að danssporin hans séu í raun bara tilfinningar. „Ég held að allir séu svona heima hjá sér en ég held að það séu ekki allir að birta þetta á facebook eða TikTok. Ég held að hver einasti Íslendingur sé svona þegar þeir eru að horfa á leik með íslenska landsliðinu,“ segir Kalli. „Ég er bara alin upp við þetta og svona hefur þetta verið á heimilinu mínu alla mína ævi. Ég byrjaði að taka þetta upp og svo bara hafði fólk svona mikinn áhuga á þessu. Ég á fullt af myndböndum af honum sem eru alveg tíu ára gömul svo ef fólk vill sjá það, þá bara er um að gera að hafa samband,“ segir Edda en sum myndböndin hennar af föður sínum eru með yfir hundrað þúsund spilanir á vefnum. „Ég er ekkert mikið að pæla í þessari athygli en auðvitað þegar krakkinn er búinn að henda þessu inn þá óneitanlega byrjar síminn að hringja. En mig langar að bæta einu við, dóttir mín er 29 ára, hún er á lausu og getur ekki bara einhver, bara einhver,“ segir Kalli og hlær. Klippa: HM-kallinn Kalli hefur slegið í gegn í Svíþjóð Hér að neðan má síðan sjá Kalla í stúkunni að lifa sig vel inn í leik íslenska landsliðsins. Klippa: HM- kallinn Kalli hefur slegið í gegn í Svíþjóð Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Íslendingar erlendis Grín og gaman Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Sjá meira
Dóttir hans Edda Mjöll Karlsdóttir tekur föður sinn ítrekað upp þegar hann dansar í stúkunni eða horfir á leiki heima í stofunni þar sem stressið tekur algjörlega yfir. „Það eru margir búnir að spyrja mig hvort ég sé nokkuð að horfa á leikina en ég næ sko að taka upp og horfa og hann er alltaf í sviðsljósinu,“ segir Edda og hlær. Kalli segir að danssporin hans séu í raun bara tilfinningar. „Ég held að allir séu svona heima hjá sér en ég held að það séu ekki allir að birta þetta á facebook eða TikTok. Ég held að hver einasti Íslendingur sé svona þegar þeir eru að horfa á leik með íslenska landsliðinu,“ segir Kalli. „Ég er bara alin upp við þetta og svona hefur þetta verið á heimilinu mínu alla mína ævi. Ég byrjaði að taka þetta upp og svo bara hafði fólk svona mikinn áhuga á þessu. Ég á fullt af myndböndum af honum sem eru alveg tíu ára gömul svo ef fólk vill sjá það, þá bara er um að gera að hafa samband,“ segir Edda en sum myndböndin hennar af föður sínum eru með yfir hundrað þúsund spilanir á vefnum. „Ég er ekkert mikið að pæla í þessari athygli en auðvitað þegar krakkinn er búinn að henda þessu inn þá óneitanlega byrjar síminn að hringja. En mig langar að bæta einu við, dóttir mín er 29 ára, hún er á lausu og getur ekki bara einhver, bara einhver,“ segir Kalli og hlær. Klippa: HM-kallinn Kalli hefur slegið í gegn í Svíþjóð Hér að neðan má síðan sjá Kalla í stúkunni að lifa sig vel inn í leik íslenska landsliðsins. Klippa: HM- kallinn Kalli hefur slegið í gegn í Svíþjóð
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Íslendingar erlendis Grín og gaman Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Sjá meira