Var á gangi með eins árs syninum við skóla þegar hvítabjörninn réðst á mæðginin Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 14:38 Síðasta mannskæða árás hvítabjarnar í Alaska átti sér stað árið 1990. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Lögregla í Alaska hefur nafngreint hina 24 ára konu og eins árs son hennar sem létust í árás hvítabjarnar í bænum Wales á vesturströnd Alaska á þriðjudag. Mæðginin voru á gangi á milli skólans og heilsugæslunnar í bænum þegar björninn réðst til atlögu. Lögregla segir nafn konunnar sem lést hafa verið Summer Myomick og drengsins Clyde Ongtowasruk. Þau bjuggu bæði í bænum Wales og í bænum St. Michael. Wales er lítill, hundrað manna bær á vesturströnd Alaska, innan við hundrað kílómetrum frá Rússlandi. Í frétt Alaska Public Media segir að árásin hafi átt sér stað nærri Kingikmiut-skólanum í bænum. Susan Nedza, yfirmaður skólamála á svæðinu, segir að fyrir árásina hafi hvítabjörninn verið að elta aðra íbúa sem voru utandyra í bænum. „Þegar þau reyndu að hræða björninn í burtu þá elti björninn þau. Þau fóru þá inn í skólann og björninn hélt eftirförinni áfram. Þau rétt náðu að loka hurðinni í tæka tíð þannig að björninn kæmist ekki inn,“ segir Nedza. Lögregla segir að hvítabjörninn hafi ráðist á Myomick og son hennar þegar þau voru á gangi á milli skólans og heilsugæslunnar á staðnum. Íbúi hafi skotið á björninn og drepið hann eftir að hann hafði ráðist á mæðginin. Indæl kona Virginia Washington , bæjarstjóri í bænum St. Michael, segir að íbúar í St Michael og Wales séu harmi slegnir vegna árásarinnar. „Hún var mjög indæl kona og mjög ábyrg,“ sagði Washington. Árásir hvítabjarna eru sagðar mjög fátíðar á svæðinu þar sem Inupiaq-frumbyggjar eru í meirihluta. Fram kemur í frétt APM að síðasta mannskæða hvítabjarnaárásin í Alaska hafi átt sér stað árið 1990. Fulltrúar lögreglu og yfirvalda í Alaska hafa hafið rannsókn á árásinni. Bandaríkin Dýr Ísbirnir Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Lögregla segir nafn konunnar sem lést hafa verið Summer Myomick og drengsins Clyde Ongtowasruk. Þau bjuggu bæði í bænum Wales og í bænum St. Michael. Wales er lítill, hundrað manna bær á vesturströnd Alaska, innan við hundrað kílómetrum frá Rússlandi. Í frétt Alaska Public Media segir að árásin hafi átt sér stað nærri Kingikmiut-skólanum í bænum. Susan Nedza, yfirmaður skólamála á svæðinu, segir að fyrir árásina hafi hvítabjörninn verið að elta aðra íbúa sem voru utandyra í bænum. „Þegar þau reyndu að hræða björninn í burtu þá elti björninn þau. Þau fóru þá inn í skólann og björninn hélt eftirförinni áfram. Þau rétt náðu að loka hurðinni í tæka tíð þannig að björninn kæmist ekki inn,“ segir Nedza. Lögregla segir að hvítabjörninn hafi ráðist á Myomick og son hennar þegar þau voru á gangi á milli skólans og heilsugæslunnar á staðnum. Íbúi hafi skotið á björninn og drepið hann eftir að hann hafði ráðist á mæðginin. Indæl kona Virginia Washington , bæjarstjóri í bænum St. Michael, segir að íbúar í St Michael og Wales séu harmi slegnir vegna árásarinnar. „Hún var mjög indæl kona og mjög ábyrg,“ sagði Washington. Árásir hvítabjarna eru sagðar mjög fátíðar á svæðinu þar sem Inupiaq-frumbyggjar eru í meirihluta. Fram kemur í frétt APM að síðasta mannskæða hvítabjarnaárásin í Alaska hafi átt sér stað árið 1990. Fulltrúar lögreglu og yfirvalda í Alaska hafa hafið rannsókn á árásinni.
Bandaríkin Dýr Ísbirnir Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira