Baldwin verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. janúar 2023 16:28 Alec Baldwin hélt því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn og að um slys hafi verið að ræða. Getty/Mike Coppola Leikarinn Alec Baldwin verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi eftir að hann skaut kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins til bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Nýju Mexíkó í október 2021. Mary Carmack-Altwies, héraðssaksóknari í Santa Fe, greindi frá þessu í yfirlýsingu í dag en auk Baldwins hefur Hannah Gurierrez Reed, vopnavörður myndarinnar, verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi í tveimur liðum. Baldwin var að æfa það að draga byssuna upp úr slíðri fyrir framan myndavél þegar það hljóp úr henni skot sem hæfði Hutchins og Joel Souza, leikstjóra myndarinnar. Souza særðist lítillega en Hutchins lést. Í október 2022 samþykkti framleiðslufyrirtækið sáttargreiðslur til fjölskyldu hennar og var þá ákveðið að tökum skyldi haldið áfram. Baldwin hefur ávalt haldið því fram að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi ekki tekið í gikkinn. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, komst þó að þeirri niðurstöðu í ágúst 2022 að hann hafi gert það. Reed sagði skömmu eftir að Hutchins lést að mögulega hafi einhver sett hefðbundið byssuskot í byssuna sem var notuð við æfingar. Sjálf hafi hún þó skoðað byssuna áður en hún rétti David Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar, hana sem hafi síðan rétt Baldwin byssuna og tilkynnt að hún væri óhlaðin. Hvorugt þeirra hefur tjáð sig um ákærurnar, að því er segir í frétt BBC, en Carmack-Altwies sagði næg sönnunargögn til staðar til að ákæra þau. Eiga þau yfir höfði sér allt að átján mánaða fangelsi og fimm þúsund dala sekt. „Á minni vakt þá er enginn yfir lögin hafinn og allir eiga réttlæti skilið,“ sagði hún. Uppfært: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar sagði að Baldwin hafi verið ákærður. Hið rétta er að hann verði ákærður. Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Dómsmál Tengdar fréttir Tökur hefjast að nýju eftir samkomulag við fjölskylduna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa komist að samkomulagi við dánarbú kvikmyndatökukonunnar Halynu Hutchins um að fjölskylda hennar falli frá málsókn vegna dauða hennar. Hluti samkomulagsins felur í sér að framleiðsla kvikmyndarinnar fer aftur af stað. 5. október 2022 14:59 FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af. 14. ágúst 2022 10:41 Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Mary Carmack-Altwies, héraðssaksóknari í Santa Fe, greindi frá þessu í yfirlýsingu í dag en auk Baldwins hefur Hannah Gurierrez Reed, vopnavörður myndarinnar, verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi í tveimur liðum. Baldwin var að æfa það að draga byssuna upp úr slíðri fyrir framan myndavél þegar það hljóp úr henni skot sem hæfði Hutchins og Joel Souza, leikstjóra myndarinnar. Souza særðist lítillega en Hutchins lést. Í október 2022 samþykkti framleiðslufyrirtækið sáttargreiðslur til fjölskyldu hennar og var þá ákveðið að tökum skyldi haldið áfram. Baldwin hefur ávalt haldið því fram að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi ekki tekið í gikkinn. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, komst þó að þeirri niðurstöðu í ágúst 2022 að hann hafi gert það. Reed sagði skömmu eftir að Hutchins lést að mögulega hafi einhver sett hefðbundið byssuskot í byssuna sem var notuð við æfingar. Sjálf hafi hún þó skoðað byssuna áður en hún rétti David Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar, hana sem hafi síðan rétt Baldwin byssuna og tilkynnt að hún væri óhlaðin. Hvorugt þeirra hefur tjáð sig um ákærurnar, að því er segir í frétt BBC, en Carmack-Altwies sagði næg sönnunargögn til staðar til að ákæra þau. Eiga þau yfir höfði sér allt að átján mánaða fangelsi og fimm þúsund dala sekt. „Á minni vakt þá er enginn yfir lögin hafinn og allir eiga réttlæti skilið,“ sagði hún. Uppfært: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar sagði að Baldwin hafi verið ákærður. Hið rétta er að hann verði ákærður.
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Dómsmál Tengdar fréttir Tökur hefjast að nýju eftir samkomulag við fjölskylduna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa komist að samkomulagi við dánarbú kvikmyndatökukonunnar Halynu Hutchins um að fjölskylda hennar falli frá málsókn vegna dauða hennar. Hluti samkomulagsins felur í sér að framleiðsla kvikmyndarinnar fer aftur af stað. 5. október 2022 14:59 FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af. 14. ágúst 2022 10:41 Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Tökur hefjast að nýju eftir samkomulag við fjölskylduna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa komist að samkomulagi við dánarbú kvikmyndatökukonunnar Halynu Hutchins um að fjölskylda hennar falli frá málsókn vegna dauða hennar. Hluti samkomulagsins felur í sér að framleiðsla kvikmyndarinnar fer aftur af stað. 5. október 2022 14:59
FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af. 14. ágúst 2022 10:41
Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04