Aukaleikarar fengu óvænt greitt með Bónuskorti Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2023 21:38 Hér má sjá Halldóru Eyfjörð og auglýsinguna sem hún deildi í Facebook-hópnum Aukaleikarar á Íslandi. Aðsend Aukaleikarar sem unnu við tökur á Áramótaskaupinu fengu greitt með inneign í Bónus. Þeir aukaleikarar sem tóku fyrstir þátt töldu sig munu fá greitt fyrir þátttökuna miðað við auglýsingu á Facebook. Miklar umræður eiga sér nú stað á Facebook-hópnum Aukaleikarar á Íslandi eftir að Halldóra Eyfjörð Skúladóttir, umsjónarmaður hópsins, vakti máls á því að aukaleikarar í Áramótaskaupinu hafi fengið greitt með inneign í Bónus. Í samtali við Vísi segir Halldóra að hún hafi ekki komið að leikaravali fyrir Skaupið að þessu sinni, en hún hefur áralanga reynslu af slíkum verkefnum, en að hún hafi sett inn auglýsingu frá Doorway casting, sem sá um val aukaleikara, inn í hópinn. Félagi hennar reki nefnilega Doorway casting. „Ég á bara ekki til orð“ Halldóra segir að hún hafi svo ekki meira hugsað um leikaraval fyrir Skaupið fyrr en hún hafi heyrt af því að fólk, sem séð hafði auglýsinguna í hópnum, hafi ekki fengið greitt fyrir vinnu sína með hefðbundnum hætti heldur með inneignarkortum í Bónus. „Ég á bara ekki til orð,“ segir Halldóra um fyrirkomulagið. Hún segir þó þekkt að illa sé greitt fyrir leik í Áramótaskaupinu en að fólk taki samt sem áður þátt, aðallega til þess að hafa gaman og leika í nokkrum atriðum. „Þetta hefur oft verið slæmt í kringum aukaleikara en þetta er fyrir neðan allar hellur,“ segir Halldóra. Misskilningur sem var leiðréttur fljótlega Vigfús Þormar Gunnarsson, eigandi Doorway casting, staðfestir í samtali við Vísi að aukaleikarar í Skaupinu hafi fengið greitt með inneign í Bónus. Hann segir að upphaflega hafi staðið til að greiða aukaleikurum með hefðbundnum hætti en að framleiðslufyrirtækið S800 hafi ákveðið að breyta því. Hins vegar hafi framleiðendur ekki látið vita af breytingunni fyrr en eftir að auglýst hafði verið að aukaleikurum yrði greitt með peningum. Þá hafi það ekki heldur verið gert áður en einhverjir aukaleikarar hafi þegar lokið vinnu á fyrsta tökudegi. Vigfús Þormar segir að um leið og breytingin hafi legið fyrir hafi auglýsingu verið breytt í samræmi við hana. Þrátt fyrir það hafi færri komist að en vildu leika í Skaupinu fyrir inneign í Bónus. Inntur eftir viðbrögðum við framangreindu vildi Sigurjón Kjartansson, einn eigenda S800, ekki tjá sig um málið. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Áramótaskaupið Kjaramál Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Gríðarleg ánægja með Skaupið sem sumir segja það besta frá upphafi Mikil ánægja virðist hafa verið með Áramótaskaupið í ár í leikstjórn Dóru Jóhannsdóttur. Landsmenn hafa sem fyrr margir hverjir deilt skoðun sinni á sjónvarpsþættinum árlega á samfélagsmiðlum. Í fljótu bragði virðast mun fleiri ánægðir en ósáttir. 1. janúar 2023 11:52 „Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. 16. janúar 2023 18:11 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Miklar umræður eiga sér nú stað á Facebook-hópnum Aukaleikarar á Íslandi eftir að Halldóra Eyfjörð Skúladóttir, umsjónarmaður hópsins, vakti máls á því að aukaleikarar í Áramótaskaupinu hafi fengið greitt með inneign í Bónus. Í samtali við Vísi segir Halldóra að hún hafi ekki komið að leikaravali fyrir Skaupið að þessu sinni, en hún hefur áralanga reynslu af slíkum verkefnum, en að hún hafi sett inn auglýsingu frá Doorway casting, sem sá um val aukaleikara, inn í hópinn. Félagi hennar reki nefnilega Doorway casting. „Ég á bara ekki til orð“ Halldóra segir að hún hafi svo ekki meira hugsað um leikaraval fyrir Skaupið fyrr en hún hafi heyrt af því að fólk, sem séð hafði auglýsinguna í hópnum, hafi ekki fengið greitt fyrir vinnu sína með hefðbundnum hætti heldur með inneignarkortum í Bónus. „Ég á bara ekki til orð,“ segir Halldóra um fyrirkomulagið. Hún segir þó þekkt að illa sé greitt fyrir leik í Áramótaskaupinu en að fólk taki samt sem áður þátt, aðallega til þess að hafa gaman og leika í nokkrum atriðum. „Þetta hefur oft verið slæmt í kringum aukaleikara en þetta er fyrir neðan allar hellur,“ segir Halldóra. Misskilningur sem var leiðréttur fljótlega Vigfús Þormar Gunnarsson, eigandi Doorway casting, staðfestir í samtali við Vísi að aukaleikarar í Skaupinu hafi fengið greitt með inneign í Bónus. Hann segir að upphaflega hafi staðið til að greiða aukaleikurum með hefðbundnum hætti en að framleiðslufyrirtækið S800 hafi ákveðið að breyta því. Hins vegar hafi framleiðendur ekki látið vita af breytingunni fyrr en eftir að auglýst hafði verið að aukaleikurum yrði greitt með peningum. Þá hafi það ekki heldur verið gert áður en einhverjir aukaleikarar hafi þegar lokið vinnu á fyrsta tökudegi. Vigfús Þormar segir að um leið og breytingin hafi legið fyrir hafi auglýsingu verið breytt í samræmi við hana. Þrátt fyrir það hafi færri komist að en vildu leika í Skaupinu fyrir inneign í Bónus. Inntur eftir viðbrögðum við framangreindu vildi Sigurjón Kjartansson, einn eigenda S800, ekki tjá sig um málið.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Áramótaskaupið Kjaramál Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Gríðarleg ánægja með Skaupið sem sumir segja það besta frá upphafi Mikil ánægja virðist hafa verið með Áramótaskaupið í ár í leikstjórn Dóru Jóhannsdóttur. Landsmenn hafa sem fyrr margir hverjir deilt skoðun sinni á sjónvarpsþættinum árlega á samfélagsmiðlum. Í fljótu bragði virðast mun fleiri ánægðir en ósáttir. 1. janúar 2023 11:52 „Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. 16. janúar 2023 18:11 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Gríðarleg ánægja með Skaupið sem sumir segja það besta frá upphafi Mikil ánægja virðist hafa verið með Áramótaskaupið í ár í leikstjórn Dóru Jóhannsdóttur. Landsmenn hafa sem fyrr margir hverjir deilt skoðun sinni á sjónvarpsþættinum árlega á samfélagsmiðlum. Í fljótu bragði virðast mun fleiri ánægðir en ósáttir. 1. janúar 2023 11:52
„Þagga niður í konum með eitraðri orðræðu, hegðun og gaslýsingum“ Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri Áramótaskaupsins, segir framleiðendur áramótaskaupsins halda áfram að grafa undan málstað sínum. Ljóst sé að skýringar þeirra haldi ekki vatni. Þetta segir Dóra í færslu á Facebook. 16. janúar 2023 18:11