„Ef og hefði, sá og mundi og allur sá pakki“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2023 20:00 Gísli Þorgeir keyrir í gegnum brasilísku vörnina. Vísir/Vilhelm Gísli Þorgeir Kristjánsson var ánægður með síðari hálfleik íslenska landsliðsins í dag þegar það sneri leiknum gegn Brasilíu við. Hann er hins vegar á því að liðið hafi hent frá sér möguleikanum að fara lengra í síðari hálfleik á móti Ungverjum. „Algjörlega, líka fyrir þetta fólk – þetta sturlaða fólk sem við vorum með, þessir áhorfendur – bara gæsahúð án gríns,“ sagði Gísli Þorgeir aðspurður hvort sigur dagsins væri ákveðin sárabót. Ísland byrjaði leikinn hins vegar ekki vel og segja má að varnarleikurinn hafi verið í molum í hálfleik. „Sögðum við sjálfa okkur að þetta væri engan veginn í lagi, að fá á sig 22 mörk í einum hálfleik er ekki boðlegt. Líka hvað þetta var andlaust, hvað þeir löbbuðu í gegnum okkur eins og ekkert væri. Það vantaði, eins og Gummi sagði réttilega í hálfleik, alla sál og allan anda.“ „Mér fannst við svara vel fyrir okkur í seinni hálfleik. Allt annað að sjá okkur, þó við höfum fengið mikið af mörkum á okkur þá gerðum við markvörðunum okkar auðveldara fyrir. Vorum búnir að tala um að vera þéttari og svo framvegis. Fannst við kveðja þetta með stæl.“ Um mótið í heild sinni „Auðvitað eru þetta gríðarleg vonbrigði. Sést hvaða gæði eru í þessum hóp, hvað raunverulega er mögulegt. Donni [Kristján Örn Kristjánsson] er ekki í hóp í riðlinum og kemur svo inn núna og er frábær. Sýnir hversu mikil breiddin er. Þurfum bara að sýna það.“ „Fannst þetta korter sem mótið tapast á gegn Ungverjum – mun ekki segja að mótið hafi tapast á móti Svíum á heimavelli þeirra – það var eins og eitthvað í fyrri hálfleik. Tókum því sem sjálfsögðum hlut að vera sex mörkum yfir á móti Ungverjalandi á HM. Hefðum þurft að slá okkur í andlitið og bara „hey klárum þetta með stæl“ eins og við sýndum í seinni hálfleik. Ef og hefði, sá og mundi og allur sá pakki. Hefðum við gert það á móti Ungverjum þá værum við enn í þessu móti,“ sagði Gísli Þorgeir að lokum. Klippa: Gísli Þorgeir eftir leik Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Brasilíu: Gísli og Kristján bestir Íslenska handboltalandsliðið vann fjögurra marka endurkomusigur á Brasilíu, 41-37, í síðasta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:32 Topparnir í tölfræðinni á móti Brasilíu: Karakterviðsnúningur í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Brasilíu, 41-37, í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
„Algjörlega, líka fyrir þetta fólk – þetta sturlaða fólk sem við vorum með, þessir áhorfendur – bara gæsahúð án gríns,“ sagði Gísli Þorgeir aðspurður hvort sigur dagsins væri ákveðin sárabót. Ísland byrjaði leikinn hins vegar ekki vel og segja má að varnarleikurinn hafi verið í molum í hálfleik. „Sögðum við sjálfa okkur að þetta væri engan veginn í lagi, að fá á sig 22 mörk í einum hálfleik er ekki boðlegt. Líka hvað þetta var andlaust, hvað þeir löbbuðu í gegnum okkur eins og ekkert væri. Það vantaði, eins og Gummi sagði réttilega í hálfleik, alla sál og allan anda.“ „Mér fannst við svara vel fyrir okkur í seinni hálfleik. Allt annað að sjá okkur, þó við höfum fengið mikið af mörkum á okkur þá gerðum við markvörðunum okkar auðveldara fyrir. Vorum búnir að tala um að vera þéttari og svo framvegis. Fannst við kveðja þetta með stæl.“ Um mótið í heild sinni „Auðvitað eru þetta gríðarleg vonbrigði. Sést hvaða gæði eru í þessum hóp, hvað raunverulega er mögulegt. Donni [Kristján Örn Kristjánsson] er ekki í hóp í riðlinum og kemur svo inn núna og er frábær. Sýnir hversu mikil breiddin er. Þurfum bara að sýna það.“ „Fannst þetta korter sem mótið tapast á gegn Ungverjum – mun ekki segja að mótið hafi tapast á móti Svíum á heimavelli þeirra – það var eins og eitthvað í fyrri hálfleik. Tókum því sem sjálfsögðum hlut að vera sex mörkum yfir á móti Ungverjalandi á HM. Hefðum þurft að slá okkur í andlitið og bara „hey klárum þetta með stæl“ eins og við sýndum í seinni hálfleik. Ef og hefði, sá og mundi og allur sá pakki. Hefðum við gert það á móti Ungverjum þá værum við enn í þessu móti,“ sagði Gísli Þorgeir að lokum. Klippa: Gísli Þorgeir eftir leik
Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Brasilíu: Gísli og Kristján bestir Íslenska handboltalandsliðið vann fjögurra marka endurkomusigur á Brasilíu, 41-37, í síðasta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:32 Topparnir í tölfræðinni á móti Brasilíu: Karakterviðsnúningur í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Brasilíu, 41-37, í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar á móti Brasilíu: Gísli og Kristján bestir Íslenska handboltalandsliðið vann fjögurra marka endurkomusigur á Brasilíu, 41-37, í síðasta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:32
Topparnir í tölfræðinni á móti Brasilíu: Karakterviðsnúningur í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Brasilíu, 41-37, í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:00