Laus úr öndunarvél og af sjúkrahúsi eftir að hafa bjargað börnum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2023 09:30 Peyton Hillis með leikkonunni Geena Davis en hann spilaði lengi í NFL-deildinni. Getty/Ernesto Di Stefano Fyrrum NFL-leikmaður sýndi mikla hetjudáð á dögunum og lagði líf sitt í mikla hættu en allt endaði vel sem betur fer. Peyton Hillis var ruðningstjarna í háskólafótboltanum með Arkansas og seinna leikmaður í NFL-deildinni. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi um helgina eftir að hafa legið þar í tvær vikur þar af lengi í öndunarvél og að berjast fyrir lífi sínu. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Hinn 36 ára gamli Hillis er nú búinn að ná sér en hann hefur fengið margar kveðjur og mikinn stuðning síðan fréttist af slysinu. Kærasta hans Angela Cole birti mynd af Hillis með læknaliðinu á samfélagsmiðlum en hann eyddi hálfum mánuði á Baptist sjúkrahúsinu í Pensacola á Flórída. Þar þakkaði hún fyrir magnaðan stuðning og mikinn velvilja. Hillis hafði verið fluttur á sjúkrahúsið meðvitundarlaus í þyrlu eftir að hafa þurft að bjarga tveimur börnum sínum frá drukknun en slysið varð 4. janúar síðastliðinn. Tveir fullorðnir og tvö börn lentu í vandræðum í sjónum fyrir utan Pensacola þegar Hillis kom til bjargar. Börnin sluppu vel en fullorðna fólkið endaði á sjúkrahúsi. Hillis kom verst út úr þessu og var lengi í öndunarvél. Aldur hans og hreysti áttu örugglega þátt í því að allt fór vel á endanum. Hillis lék í NFL-deildinni frá 2008 til 2014 með Denver Broncos, Cleveland Browns, Kansas City Chiefs og New York Giants. NFL Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Sjá meira
Peyton Hillis var ruðningstjarna í háskólafótboltanum með Arkansas og seinna leikmaður í NFL-deildinni. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi um helgina eftir að hafa legið þar í tvær vikur þar af lengi í öndunarvél og að berjast fyrir lífi sínu. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Hinn 36 ára gamli Hillis er nú búinn að ná sér en hann hefur fengið margar kveðjur og mikinn stuðning síðan fréttist af slysinu. Kærasta hans Angela Cole birti mynd af Hillis með læknaliðinu á samfélagsmiðlum en hann eyddi hálfum mánuði á Baptist sjúkrahúsinu í Pensacola á Flórída. Þar þakkaði hún fyrir magnaðan stuðning og mikinn velvilja. Hillis hafði verið fluttur á sjúkrahúsið meðvitundarlaus í þyrlu eftir að hafa þurft að bjarga tveimur börnum sínum frá drukknun en slysið varð 4. janúar síðastliðinn. Tveir fullorðnir og tvö börn lentu í vandræðum í sjónum fyrir utan Pensacola þegar Hillis kom til bjargar. Börnin sluppu vel en fullorðna fólkið endaði á sjúkrahúsi. Hillis kom verst út úr þessu og var lengi í öndunarvél. Aldur hans og hreysti áttu örugglega þátt í því að allt fór vel á endanum. Hillis lék í NFL-deildinni frá 2008 til 2014 með Denver Broncos, Cleveland Browns, Kansas City Chiefs og New York Giants.
NFL Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum