Verkföll komi spánskt fyrir sjónir í ljósi góðra launa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. janúar 2023 22:51 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að stemning fyrir verkföllum virðist vera lítil innan ferðaþjónustunnar. Rekstraraðilar hafa leitað til samtakanna vegna starfsfólks sem vilji skrá sig úr Eflingu. Atkvæðagreiðsla meðal tæplega 300 félagsmanna Eflingar sem starfa á sjö hótelum Íslandshótela og Fosshótel hófst á hádegi en ótímabundið verkfall hefst á hádegi sjöunda febrúar, eftir tvær vikur, verði það samþykkt. Atkvæðagreiðslu lýkur í næstu viku. Deiluaðilar funduðu sameiginlega í aðeins eina mínútu í dag og segist ríkissáttasemjari aldrei hafa kynnst deilu í öðrum eins hnút. „Það hefur komið okkur á óvart hvað það eru mikið af starfsfólki úr Eflingu sem hafa komið að máli við sína yfirmenn og rekstraraðila og eru að spyrjast fyrir um það hvort það geti sagt sig úr Eflingu eða skipt um stéttarfélag. Þetta er eitthvað sem ég verð að játa að kom mér mjög á óvart og við höfum ekki séð eða fundið fyrir áður,“ segir Jóhannes Þór sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir stöðuna innan ferðaþjónustunnar óþægilega, í ljósi þess að aðrir aðilar hafa samið um kjarasamninga og samþykkt með miklum meirihluta atkvæða félagsmanna. „Það væri óskandi að fólk fengi að kjósa bara um þennan samning sem hefur legið á borðinu, þá með þeirri aðlögun sem hægt er að gera fyrir starfsfólk hjá Eflingu.“ Hann segist hafa reynslu af verkfalli ásamt kennurum og segir reynsluna þá að verkföll séu ömurlegt hlutskipti fyrir alla sem eiga hlut að máli. Viðtalið við Jóhannes Þór má hlusta á í heild sinni hér að neðan: Launavísitala ferðaþjónustu hækkað mest „Maður finnur á síðustu vikum að stemningin fyrir verkfalli er ekki mikil. Sem er kannski ekki skrýtið þegar fólk sér að um 80 prósent á almenna vinnumarkaðnum hafa samþykkt þessa fyrri samninga,“ segir Jóhannes Þór. Hann kveðst leiður yfir því hvernig umræðan hafi verið að undanförnu. „Það sem maður heyrir stundum og maður sér í kommentabrjálæðinu á internetinu er að íslensk ferðaþjónusta eigi að borga mannsæmandi laun, svo er það ekkert útskýrt frekar,“ segir hann og svarar því þannig að íslensk hótel og veitingahús borgi starfsfólki hæstu laun á klukkustund í Evrópu. „Ef við tökum kaupmátt inn í það þá greiða íslensk hótel og veitingahús fimmtu hæstu laun í Evrópu. Þegar við horfum á síðasta launatímabil, í lífskjarasamningum, og horfum á það í hvaða atvinnugreinum launavísitala hefur hækkað mest, þá hefur hún hækkað mest í hótelum og veitingahúsum. Vísitalan hefur hækkað um 39 prósent þar en er undir 30 prósent í öðrum greinum.“ Því komi það spánskt fyrir sjónir að verið sé að boða verkföll nú „og að verið sé að halda því fram að þessi fyrirtæki séu á einhvern hátt ekki að standa sig hvorki í innlendum né erlendum samanburði.“ Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Starfsfólk hafi verið illa upplýst og það valið af Eflingu Framkvæmdarstjóri Íslandshótela segir Eflingu hafa dregið upp mjög einsleita mynd af stöðunni fyrir starfsfólk sem því miður hafi verið illa upplýst. Hart sé að ráðast á eitt fyrirtæki en þau hafi verið valin til að ná þeirri niðurstöðu sem Efling óskar. Hann býst ekki við því að starfsfólk samþykki verkfall en ef af því verður þurfi að koma í ljós hvort loka þurfi hótelum. 24. janúar 2023 18:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Atkvæðagreiðsla meðal tæplega 300 félagsmanna Eflingar sem starfa á sjö hótelum Íslandshótela og Fosshótel hófst á hádegi en ótímabundið verkfall hefst á hádegi sjöunda febrúar, eftir tvær vikur, verði það samþykkt. Atkvæðagreiðslu lýkur í næstu viku. Deiluaðilar funduðu sameiginlega í aðeins eina mínútu í dag og segist ríkissáttasemjari aldrei hafa kynnst deilu í öðrum eins hnút. „Það hefur komið okkur á óvart hvað það eru mikið af starfsfólki úr Eflingu sem hafa komið að máli við sína yfirmenn og rekstraraðila og eru að spyrjast fyrir um það hvort það geti sagt sig úr Eflingu eða skipt um stéttarfélag. Þetta er eitthvað sem ég verð að játa að kom mér mjög á óvart og við höfum ekki séð eða fundið fyrir áður,“ segir Jóhannes Þór sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir stöðuna innan ferðaþjónustunnar óþægilega, í ljósi þess að aðrir aðilar hafa samið um kjarasamninga og samþykkt með miklum meirihluta atkvæða félagsmanna. „Það væri óskandi að fólk fengi að kjósa bara um þennan samning sem hefur legið á borðinu, þá með þeirri aðlögun sem hægt er að gera fyrir starfsfólk hjá Eflingu.“ Hann segist hafa reynslu af verkfalli ásamt kennurum og segir reynsluna þá að verkföll séu ömurlegt hlutskipti fyrir alla sem eiga hlut að máli. Viðtalið við Jóhannes Þór má hlusta á í heild sinni hér að neðan: Launavísitala ferðaþjónustu hækkað mest „Maður finnur á síðustu vikum að stemningin fyrir verkfalli er ekki mikil. Sem er kannski ekki skrýtið þegar fólk sér að um 80 prósent á almenna vinnumarkaðnum hafa samþykkt þessa fyrri samninga,“ segir Jóhannes Þór. Hann kveðst leiður yfir því hvernig umræðan hafi verið að undanförnu. „Það sem maður heyrir stundum og maður sér í kommentabrjálæðinu á internetinu er að íslensk ferðaþjónusta eigi að borga mannsæmandi laun, svo er það ekkert útskýrt frekar,“ segir hann og svarar því þannig að íslensk hótel og veitingahús borgi starfsfólki hæstu laun á klukkustund í Evrópu. „Ef við tökum kaupmátt inn í það þá greiða íslensk hótel og veitingahús fimmtu hæstu laun í Evrópu. Þegar við horfum á síðasta launatímabil, í lífskjarasamningum, og horfum á það í hvaða atvinnugreinum launavísitala hefur hækkað mest, þá hefur hún hækkað mest í hótelum og veitingahúsum. Vísitalan hefur hækkað um 39 prósent þar en er undir 30 prósent í öðrum greinum.“ Því komi það spánskt fyrir sjónir að verið sé að boða verkföll nú „og að verið sé að halda því fram að þessi fyrirtæki séu á einhvern hátt ekki að standa sig hvorki í innlendum né erlendum samanburði.“
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Starfsfólk hafi verið illa upplýst og það valið af Eflingu Framkvæmdarstjóri Íslandshótela segir Eflingu hafa dregið upp mjög einsleita mynd af stöðunni fyrir starfsfólk sem því miður hafi verið illa upplýst. Hart sé að ráðast á eitt fyrirtæki en þau hafi verið valin til að ná þeirri niðurstöðu sem Efling óskar. Hann býst ekki við því að starfsfólk samþykki verkfall en ef af því verður þurfi að koma í ljós hvort loka þurfi hótelum. 24. janúar 2023 18:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Starfsfólk hafi verið illa upplýst og það valið af Eflingu Framkvæmdarstjóri Íslandshótela segir Eflingu hafa dregið upp mjög einsleita mynd af stöðunni fyrir starfsfólk sem því miður hafi verið illa upplýst. Hart sé að ráðast á eitt fyrirtæki en þau hafi verið valin til að ná þeirri niðurstöðu sem Efling óskar. Hann býst ekki við því að starfsfólk samþykki verkfall en ef af því verður þurfi að koma í ljós hvort loka þurfi hótelum. 24. janúar 2023 18:15
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent