Sólveig Anna og Trump Sveinn Waage skrifar 26. janúar 2023 07:30 Ok, ok, ok... áður en heykvíslar þöggunatilburða með meinta kvenfyrirlitningu miðaldra karlmanns i forréttindastöðu fara á loft; leyfið mér að útskýra af hverju þessu ólíku nöfn eru hér hlið við hlið. En fyrst og fremst; að sjálfsögðu eru Trump og Sólveig Anna eins ólíkar manneskjur og hugsast getur. En er hugsanlega eitthvað sem sameinar þau samt og á endanum sem hamlar þeim að ná árangri? Skoðum málið. Ég bý sannarlega við forréttindi og þau sem eru mér efst í huga þessa dagana er að fá að flytja fyrirlesturinn Húmor Virkar fyrir fjölda manns undanfarna mánuði. Eitt af því áhugaverðasta (samkv áheyrendum ) sem við skoðum þar er samband húmors og trausts til annarra. Til leiðtoga, kollega og fleiri. Þar eru m.a. bornir saman tveir forsetar BNA. Annar þeirra annálaður fyrir jákvæðni, húmor og samskiptahæfni sem batt það saman. Traustið á þessum manni mældist hátt og sérstaklega erlendis. Svo virtist sem meginþorri aðspurðra jarðarbúa treysti Barak Obama vel í Hvíta húsinu. Sá næsti í embættinu átti eftir að slá met í hina áttina. Sá næsti notaði aðrar aðfarir til samskipta, notaði önnur orð um fólk og mældist, eins og við þekkjum, með minnst traust forseta BNA frá upphafi. Á einni af glærum míns fyrirlesturs birtast orðaský af þeim orðum sem Donald Trump notaði um annað fólk. Óþarfi að telja þau upp hér enda ljót, kjánaleg og niðrandi. Aðeins tryggur hópur stuðningsmanna tók undir þennan ófögnuð. Restin af heiminum fékk hroll. Í lok fyrirlestursins um daginn á ónefndum vinnustað myndaðist áhugavert spjall sem konur í forsvari þar, ræddu hvað orðanotkun Trump mynti óneitanlega á orðanotkun annars leiðtoga. Leiðtoga á íslenskum vinnumarkaði. Ég hafði ekki séð þessa tengingu áður en átti erfitt með að hugsa ekki málið áfram. Gæti verið að manneskja sem úthúðar jafnt samherjum sem andstæðingum með niðrandi hætti, og notaði orð eins og "árásir" og "ofbeldi" um þá sem veita fólki atvinnu, væri ekki að njóta stuðnings, nema einmitt frá sínum eigin harðkjarna? Gæti það verið að manneskja sem er ráðandi aðili í einstöku ástandi í samskiptum deiluaðila samkvæmt ríkissáttasemjara, eitthvað sem hann hefur aldrei upplifað áður, sé ekki að vinna fólk með sér? Gæti hugsast að manneskja sem hikaði ekki við að úthúða forseta Íslands fyrir taumlausa græðgi (sama forseta sem gefur hluta launa sinna til góðgerðarmála í hverjum mánuði) af því að íbúð þeirra hjóna er í útleigu, sé ekki að njóta trausts og stuðnings almennings í landinu? Gæti verið manneskja sem lítilsvirðir annað fólk með málfari sínu og framkomu fái ekki þá lýðhylli sem hún sá kannski fyrir sér sem baráttu-leiðtogi verkalýðsins heldur frekar sé einlæg ósk margra þeirra að hún hætti. Eins og Trump. Er ég með þessu að ráðast á konu, stunda þöggun eða fyrirlíta verkalýðinn (svo ég fá lánað orðfærið) Nei. Það þarf ekki googla mitt nafn oft til að sjá hvar ég stend í þeim málum og alltaf gert. Er ég að bera Sólveigu og Trump saman sem manneskjur, að þau séu á einhvern hátt með sama siðferði og mann(ó)kosti? Aftur Nei, ekki reyna að halda því fram. En eru þau bæði, Sólveig og Trump laus við virðingu gagnvart öðru fólki á öndverðu meiði, laus við auðmýkt og meiðandi í samskiptum? Já! Er það svo vænlegt til sátta og árangurs? Kemur í ljós. Höfundur er markaðsstjóri, fyrirlesari og áhugamaður um samskipti og húmor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Waage Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ok, ok, ok... áður en heykvíslar þöggunatilburða með meinta kvenfyrirlitningu miðaldra karlmanns i forréttindastöðu fara á loft; leyfið mér að útskýra af hverju þessu ólíku nöfn eru hér hlið við hlið. En fyrst og fremst; að sjálfsögðu eru Trump og Sólveig Anna eins ólíkar manneskjur og hugsast getur. En er hugsanlega eitthvað sem sameinar þau samt og á endanum sem hamlar þeim að ná árangri? Skoðum málið. Ég bý sannarlega við forréttindi og þau sem eru mér efst í huga þessa dagana er að fá að flytja fyrirlesturinn Húmor Virkar fyrir fjölda manns undanfarna mánuði. Eitt af því áhugaverðasta (samkv áheyrendum ) sem við skoðum þar er samband húmors og trausts til annarra. Til leiðtoga, kollega og fleiri. Þar eru m.a. bornir saman tveir forsetar BNA. Annar þeirra annálaður fyrir jákvæðni, húmor og samskiptahæfni sem batt það saman. Traustið á þessum manni mældist hátt og sérstaklega erlendis. Svo virtist sem meginþorri aðspurðra jarðarbúa treysti Barak Obama vel í Hvíta húsinu. Sá næsti í embættinu átti eftir að slá met í hina áttina. Sá næsti notaði aðrar aðfarir til samskipta, notaði önnur orð um fólk og mældist, eins og við þekkjum, með minnst traust forseta BNA frá upphafi. Á einni af glærum míns fyrirlesturs birtast orðaský af þeim orðum sem Donald Trump notaði um annað fólk. Óþarfi að telja þau upp hér enda ljót, kjánaleg og niðrandi. Aðeins tryggur hópur stuðningsmanna tók undir þennan ófögnuð. Restin af heiminum fékk hroll. Í lok fyrirlestursins um daginn á ónefndum vinnustað myndaðist áhugavert spjall sem konur í forsvari þar, ræddu hvað orðanotkun Trump mynti óneitanlega á orðanotkun annars leiðtoga. Leiðtoga á íslenskum vinnumarkaði. Ég hafði ekki séð þessa tengingu áður en átti erfitt með að hugsa ekki málið áfram. Gæti verið að manneskja sem úthúðar jafnt samherjum sem andstæðingum með niðrandi hætti, og notaði orð eins og "árásir" og "ofbeldi" um þá sem veita fólki atvinnu, væri ekki að njóta stuðnings, nema einmitt frá sínum eigin harðkjarna? Gæti það verið að manneskja sem er ráðandi aðili í einstöku ástandi í samskiptum deiluaðila samkvæmt ríkissáttasemjara, eitthvað sem hann hefur aldrei upplifað áður, sé ekki að vinna fólk með sér? Gæti hugsast að manneskja sem hikaði ekki við að úthúða forseta Íslands fyrir taumlausa græðgi (sama forseta sem gefur hluta launa sinna til góðgerðarmála í hverjum mánuði) af því að íbúð þeirra hjóna er í útleigu, sé ekki að njóta trausts og stuðnings almennings í landinu? Gæti verið manneskja sem lítilsvirðir annað fólk með málfari sínu og framkomu fái ekki þá lýðhylli sem hún sá kannski fyrir sér sem baráttu-leiðtogi verkalýðsins heldur frekar sé einlæg ósk margra þeirra að hún hætti. Eins og Trump. Er ég með þessu að ráðast á konu, stunda þöggun eða fyrirlíta verkalýðinn (svo ég fá lánað orðfærið) Nei. Það þarf ekki googla mitt nafn oft til að sjá hvar ég stend í þeim málum og alltaf gert. Er ég að bera Sólveigu og Trump saman sem manneskjur, að þau séu á einhvern hátt með sama siðferði og mann(ó)kosti? Aftur Nei, ekki reyna að halda því fram. En eru þau bæði, Sólveig og Trump laus við virðingu gagnvart öðru fólki á öndverðu meiði, laus við auðmýkt og meiðandi í samskiptum? Já! Er það svo vænlegt til sátta og árangurs? Kemur í ljós. Höfundur er markaðsstjóri, fyrirlesari og áhugamaður um samskipti og húmor.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun