Ekki á dagskrá að afnema stimpilklukku fyrir grunnskólakennara borgarinnar Atli Ísleifsson skrifar 27. janúar 2023 08:48 Sjálfstæðismenn segja að kennarar hafi lengi kallað eftir breytingunni. Vísir/Vilhelm Meirihlutinn í borgarráði Reykjavíkurborgar hefur vísað frá tillögum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins að unnið verði að því að afnema notkun stimpilklukku fyrir kennara sem starfa í grunnskólum borgarinnar. Sjálfstæðismenn og fulltrúi Flokks fólksins lögðu fram sambærilegar tillögur á síðasta ári og lögðu þar til að ráðist yrði í breytinguna í samráði við Kennarafélag Reykjavíkur. Með breytingunni yrði komið „til móts við sjálfstæði kennara í störfum og sveigjanlegan vinnutíma,“ líkt og sagði í rökstuðningi Sjálfstæðismanna. Borgarfulltrúar meirihlutaflokkanna - Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar – ákváðu að vísa tillögunni frá á fundi borgarráðs í gær og segja í bókun að „erfitt væri að hætta einhliða að halda utan um vinnustundir starfsfólks“. Var þar sérstaklega vísað í umsögn mannauðs- og starfsumhverfissviðs borgarinnar. Áreiðanlegt og aðgengilegt kerfi Meirihlutinn segir að mið sé tekið af ákvæðum gildandi kjarasamninga og ákvæðum vinnutímatilskipunnar Evrópusambandsins, sem innleidd hafi verið hérlendis í gegnum lög og kjarasamningsákvæði. Tilskipunin hafi verið túlkuð þannig að hún feli i sér skyldu fyrir vinnuveitendur í EES-ríkjum til að setja upp hlutlægt, áreiðanlegt og aðgengilegt kerfi sem skráir vinnutíma starfsmanna. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm „Almennt er litið á utanumhald um vinnutíma sem ákveðið réttindatól starfsfólks, en ekki einungis eftirlitstól vinnuveitanda, enda mikilvægt að haldið sé utan um unna vinnu með skýrum og gegnsæjum hætti. Loks er mikilvægt að jafnræðis sé gætt meðal starfsfólks Reykjavíkurborgar en skráning vinnutíma er ekki bundin við kennara þar sem allt starfsfólk Reykjavíkurborgar skráir vinnustundir sínar,“ segir í bókun borgarfulltrúa meirihlutans. Hafa lengi kallað eftir breytingunni Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði segja að kennarar hafi lengi kallað eftir þeirri breytingu að hætt verði að nota stimpilklukku. „Betur hefði farið á því að óska umsagnar Kennarafélags Reykjavíkur áður en tillagan kæmi til afgreiðslu,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Í áðurnefndri umsögn mannauðs- og starfsumhverfissviðs borgarinnar er meðal annars rætt um kosti viðveruskráningar – bæði fyrir starfsfólk og stjórnendur. Setur slík skráning skýran ramma utan um daglegan vinnutíma, hjálpar til við upprifjun, er utanumhald um viðveru og gefur mynd af álagi. Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Skóla - og menntamál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Sjálfstæðismenn og fulltrúi Flokks fólksins lögðu fram sambærilegar tillögur á síðasta ári og lögðu þar til að ráðist yrði í breytinguna í samráði við Kennarafélag Reykjavíkur. Með breytingunni yrði komið „til móts við sjálfstæði kennara í störfum og sveigjanlegan vinnutíma,“ líkt og sagði í rökstuðningi Sjálfstæðismanna. Borgarfulltrúar meirihlutaflokkanna - Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar – ákváðu að vísa tillögunni frá á fundi borgarráðs í gær og segja í bókun að „erfitt væri að hætta einhliða að halda utan um vinnustundir starfsfólks“. Var þar sérstaklega vísað í umsögn mannauðs- og starfsumhverfissviðs borgarinnar. Áreiðanlegt og aðgengilegt kerfi Meirihlutinn segir að mið sé tekið af ákvæðum gildandi kjarasamninga og ákvæðum vinnutímatilskipunnar Evrópusambandsins, sem innleidd hafi verið hérlendis í gegnum lög og kjarasamningsákvæði. Tilskipunin hafi verið túlkuð þannig að hún feli i sér skyldu fyrir vinnuveitendur í EES-ríkjum til að setja upp hlutlægt, áreiðanlegt og aðgengilegt kerfi sem skráir vinnutíma starfsmanna. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm „Almennt er litið á utanumhald um vinnutíma sem ákveðið réttindatól starfsfólks, en ekki einungis eftirlitstól vinnuveitanda, enda mikilvægt að haldið sé utan um unna vinnu með skýrum og gegnsæjum hætti. Loks er mikilvægt að jafnræðis sé gætt meðal starfsfólks Reykjavíkurborgar en skráning vinnutíma er ekki bundin við kennara þar sem allt starfsfólk Reykjavíkurborgar skráir vinnustundir sínar,“ segir í bókun borgarfulltrúa meirihlutans. Hafa lengi kallað eftir breytingunni Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði segja að kennarar hafi lengi kallað eftir þeirri breytingu að hætt verði að nota stimpilklukku. „Betur hefði farið á því að óska umsagnar Kennarafélags Reykjavíkur áður en tillagan kæmi til afgreiðslu,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Í áðurnefndri umsögn mannauðs- og starfsumhverfissviðs borgarinnar er meðal annars rætt um kosti viðveruskráningar – bæði fyrir starfsfólk og stjórnendur. Setur slík skráning skýran ramma utan um daglegan vinnutíma, hjálpar til við upprifjun, er utanumhald um viðveru og gefur mynd af álagi.
Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Skóla - og menntamál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira