Viðskipti erlent

Flybe aftur farið á hausinn

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Flugfélagið hefur að miklu leyti flogið innanlands en Amsterdam og Genf hafa einnig verið meðal áfangastaða.
Flugfélagið hefur að miklu leyti flogið innanlands en Amsterdam og Genf hafa einnig verið meðal áfangastaða. EPA/PAUL MCERLANE

Breska flugfélagið Flybe er aftur farið á hausinn. Félagið hefur fellt niður allar flugferðir og strandaglópar eru í öngum sínum. Talið er að hundruð muni missa vinnuna.

Flugfélagið varð upphaflega gjaldþrota í mars árið 2020. Vandræði vegna kórónuveirunnar voru sögð endanleg orsök gjaldþrotsins.

Sjá einnig: Flybe farið á hausinn

Fyrirtæki í eigu bandarísks fjárfestingarsjóðs kom flugfélaginu til bjargar og hóf Flybe rekstur að nýju í apríl 2022. Áætlað var að fljúga 530 sinnum á viku til 23 áfangastaða. Háleit markmið gengu þó ekki eftir.

Bresk flugmálayfirvöld hafa beðið þá sem áttu bókað flug með félaginu að drífa sig ekki út á flugvöll. Leita þurfi til annarra flugfélaga en Flybe hefur heitið því að aðstoða viðskiptavini. Þá hefur breska lággjaldaflugfélagið Ryanair boðið fjölmörgum starfsmönnum Flybe vinnu. Guardian greinir frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×