Óréttmæt þvingunaraðgerð gegn lágtekjufólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 29. janúar 2023 18:00 Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur verður miðlunartillaga ríkissáttasemjara ekki felld nema 25 prósent félagsmanna í stéttarfélagi greiði atkvæði gegn henni. Í tilviki Eflingar þýðir þetta að jafnvel þótt kjörsókn yrði miklu meiri en hún var hjá öðrum aðildarfélögum SGS í desember, og jafnvel þótt 5.000 félagsmenn tækju þátt í atkvæðagreiðslunni og allir greiddu atkvæði gegn miðlunartillögunni – þá teldist hún samt samþykkt. Allir hljóta að sjá hvílík skrumskæling á lýðræði slík atkvæðagreiðsla er, sérstaklega fyrir stéttarfélag eins og Eflingu þar sem félagsmenn eru dreifðir á óteljandi vinnustaði, margir erlendis frá og ómeðvitaðir um réttindi sín. Þetta er þvingunaraðgerð og nú er henni beitt gegn tekjulægsta fólkinu á höfuðborgarsvæðinu skömmu eftir að samningar losnuðu, án þess að samningaviðræður hafi verið fullreyndar og rétt áður en niðurstaða kosningar um verkfallsaðgerðir liggur fyrir. Þannig er í raun verkfallsvopnið slegið úr höndum stéttarfélags með valdboði, og niðurstaðan ekki ósvipuð því þegar lög eru sett á verkfall. Þá eru það hins vegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar á Alþingi sem taka ákvörðunina og hægt að refsa þeim fyrir það í kosningum. Nú er það embættismaður, án lýðræðislegs umboðs, sem beitir slíku valdi, en það gerir hann í skjóli félagsmálaráðherra Vinstri grænna sem fer með vinnumarkaðsmál í ríkisstjórn Íslands. Framganga ríkissáttasemjara er ekki bara atlaga að frjálsum samningsrétti Eflingar og sjálfsákvörðunarrétti félagsmanna, heldur hættulegt fordæmi gagnvart verkalýðshreyfingunni í heild og til þess fallið að skaða traust og raska eðlilegum samskiptum á vinnumarkaði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslan skrumskæling á lýðræði Forysta Eflingar mun í dag heimsækja félagsmenn sína, sem munu leggja niður störf verði verkfallsaðgerðir samþykktar, og hvetja þá til að hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þingmaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að Alþingi endurskoði reglur um miðlunartillgöru ríkissáttasemjara. 28. janúar 2023 13:22 Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur verður miðlunartillaga ríkissáttasemjara ekki felld nema 25 prósent félagsmanna í stéttarfélagi greiði atkvæði gegn henni. Í tilviki Eflingar þýðir þetta að jafnvel þótt kjörsókn yrði miklu meiri en hún var hjá öðrum aðildarfélögum SGS í desember, og jafnvel þótt 5.000 félagsmenn tækju þátt í atkvæðagreiðslunni og allir greiddu atkvæði gegn miðlunartillögunni – þá teldist hún samt samþykkt. Allir hljóta að sjá hvílík skrumskæling á lýðræði slík atkvæðagreiðsla er, sérstaklega fyrir stéttarfélag eins og Eflingu þar sem félagsmenn eru dreifðir á óteljandi vinnustaði, margir erlendis frá og ómeðvitaðir um réttindi sín. Þetta er þvingunaraðgerð og nú er henni beitt gegn tekjulægsta fólkinu á höfuðborgarsvæðinu skömmu eftir að samningar losnuðu, án þess að samningaviðræður hafi verið fullreyndar og rétt áður en niðurstaða kosningar um verkfallsaðgerðir liggur fyrir. Þannig er í raun verkfallsvopnið slegið úr höndum stéttarfélags með valdboði, og niðurstaðan ekki ósvipuð því þegar lög eru sett á verkfall. Þá eru það hins vegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar á Alþingi sem taka ákvörðunina og hægt að refsa þeim fyrir það í kosningum. Nú er það embættismaður, án lýðræðislegs umboðs, sem beitir slíku valdi, en það gerir hann í skjóli félagsmálaráðherra Vinstri grænna sem fer með vinnumarkaðsmál í ríkisstjórn Íslands. Framganga ríkissáttasemjara er ekki bara atlaga að frjálsum samningsrétti Eflingar og sjálfsákvörðunarrétti félagsmanna, heldur hættulegt fordæmi gagnvart verkalýðshreyfingunni í heild og til þess fallið að skaða traust og raska eðlilegum samskiptum á vinnumarkaði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Atkvæðagreiðslan skrumskæling á lýðræði Forysta Eflingar mun í dag heimsækja félagsmenn sína, sem munu leggja niður störf verði verkfallsaðgerðir samþykktar, og hvetja þá til að hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þingmaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að Alþingi endurskoði reglur um miðlunartillgöru ríkissáttasemjara. 28. janúar 2023 13:22
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun