Fréttablaðið greinir frá og vitnar í tölvupóst sem Berglind Stefánsdóttir, skólastjóri Hlíðaskóla, sendi á foreldra í dag. Hurð salernisins var opin þegar flugeldurinn var sprengdur og segir í póstinum að það sé mesta mildi að þeir sem áttu leið fram hjá hafi ekki slasast.
„Þetta er að mínu mati tilraun til íkveikju, almennu öryggi nemenda og starfsfólks var ógnað,“ segir í póstinum.
Í grein Fréttablaðsins kemur fram að þetta sé í þriðja sinn í janúar sem alvarlegt atvik sem þetta á sér stað innan veggja Hlíðaskóla. Fram kemur að þann 5. janúar hafi sprengju verið kastað inn á gang í skólanum og að daginn áður hafi samskonar atvik átt sér stað.