Rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar hætt í hagræðingarskyni Bjarki Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2023 15:35 TF-SIF verður sett á sölu seinna á árinu. Vísir/Friðrik Þór Rekstri TF-SIF, eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar, verður hætt á árinu vegna hagræðingar. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti gæslunni þetta fyrr í vikunni og hefst söluferli á næstunni. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að rekstur gæslunnar hafi reynst erfiður síðustu mánuði sökum gífurlegra olíuverðshækkana, meira umfangs og verri afkomu af þátttöku í Frontex en vænst var. Í apríl á síðasta ári upplýsti Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, dómsmálaráðuneytið um að forsendur rekstraráætlunar Landhelgisgæslunnar væru brostnar sökum þess að fjárheimildir hefðu ekki fylgt umfangsmeiri rekstri og ekki síður vegna þeirra miklu hækkana sem orðið hefðu á olíuverði og öðrum aðföngum. Því voru fjárveitingar til Landhelgisgæslunnar auknar um sex hundruð milljónir króna í fjárlögum en það reyndist ekki nóg vegna rekstrarhalla síðasta árs. „Þegar ljóst var að stofnunin fengi ekki frekari fjárframlög tók við samtal við dómsmálaráðuneyti um hvaða leiðir væru færar til að koma fjárhag Landhelgisgæslunnar á réttan kjöl. Enginn góður kostur var í stöðunni og það eru okkur sár vonbrigði að neyðast til að hætta rekstri eftirlitsflugvélarinnar en hún er sérútbúin eftirlits-, björgunar- og sjúkraflugvél og mikilvæg eining í almannavarnakeðju landsins,“ er haft eftir Georg í tilkynningu. Hann segir ákvörðunina vera mikil afturför í viðbragðs- og eftirlitsgetu þjóðarinnar. Vélin sé ein af mikilvægustu einingum viðbragðskeðju stofnunarinnar. „Með þessari erfiðu ákvörðun er stórt skarð höggvið í útgerð Landhelgisgæslunnar. Þá teljum við veru flugvélarinnar hér á landi vera brýnt þjóðaröryggismál, sér í lagi í ljósi breyttrar heimsmyndar,“ segir Georg. Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Rekstur hins opinbera Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að rekstur gæslunnar hafi reynst erfiður síðustu mánuði sökum gífurlegra olíuverðshækkana, meira umfangs og verri afkomu af þátttöku í Frontex en vænst var. Í apríl á síðasta ári upplýsti Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, dómsmálaráðuneytið um að forsendur rekstraráætlunar Landhelgisgæslunnar væru brostnar sökum þess að fjárheimildir hefðu ekki fylgt umfangsmeiri rekstri og ekki síður vegna þeirra miklu hækkana sem orðið hefðu á olíuverði og öðrum aðföngum. Því voru fjárveitingar til Landhelgisgæslunnar auknar um sex hundruð milljónir króna í fjárlögum en það reyndist ekki nóg vegna rekstrarhalla síðasta árs. „Þegar ljóst var að stofnunin fengi ekki frekari fjárframlög tók við samtal við dómsmálaráðuneyti um hvaða leiðir væru færar til að koma fjárhag Landhelgisgæslunnar á réttan kjöl. Enginn góður kostur var í stöðunni og það eru okkur sár vonbrigði að neyðast til að hætta rekstri eftirlitsflugvélarinnar en hún er sérútbúin eftirlits-, björgunar- og sjúkraflugvél og mikilvæg eining í almannavarnakeðju landsins,“ er haft eftir Georg í tilkynningu. Hann segir ákvörðunina vera mikil afturför í viðbragðs- og eftirlitsgetu þjóðarinnar. Vélin sé ein af mikilvægustu einingum viðbragðskeðju stofnunarinnar. „Með þessari erfiðu ákvörðun er stórt skarð höggvið í útgerð Landhelgisgæslunnar. Þá teljum við veru flugvélarinnar hér á landi vera brýnt þjóðaröryggismál, sér í lagi í ljósi breyttrar heimsmyndar,“ segir Georg.
Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Rekstur hins opinbera Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira