Forseti La Liga segir eyðslu enskra liða ógna stöðugleika fótboltans í Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. febrúar 2023 07:01 Tebas er ekki sáttur. EPA-EFE/OLIVIER HOSLET Javier Tebas, forseti La Liga – spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, segir að eyðsla enskra úrvalsdeildarfélaga ógni stöðugleika fótboltans í álfunni. Ensk lið hafa eytt fjármunum sem aldrei fyrr í janúar og er Tebas ekki sáttur. Samkvæmt Deloitte eyddu ensk úrvalsdeildarfélög samtals 815 milljónum punda, eða rúmlega 141 milljörðum króna, í leikmenn í félagaskiptaglugganum sem lokaði nú fyrr í vikunni. Á sama tíma eyddu spænsk úrvalsdeildarlið aðeins 25 milljónum punda, eða rúmlega 4 milljörðum króna. Af þessum 815 milljónum punda þá á Chelsea 290 milljónir eftir að hafa eytt fúlgum fjár í leikmenn á borð við Mykhailo Mudryk, Benoit Badiashile og Enzo Fernandez. Raunar er það þannig að tímabilið 2022-23 hefur Chelsea eytt meiru í leikmenn en öll lið La Liga til samans. Spending in 2022-23:Chelsea: $666.7MLa Liga: $608.9MBundesliga: $604.1M pic.twitter.com/6HNrfpt2QZ— B/R Football (@brfootball) February 1, 2023 The Athletic greinir frá því að Tebas hafi sagt að enski markaðurinn væri á lyfjum. „Þú sérð það greinilega á janúarglugganum þar sem Chelsea hefur keypt helming þeirra leikmanna sem eru komnir í deildina.“ „Enska úrvalsdeildin hefur tapað milljörðum punda á undanförnum árum. Deildin er að mörgu leyti fjármögnuð af bandarískum auðjöfrum virðast tilbúnir að tapa pening.“ La Liga hefur ólíkt ensku úrvalsdeildinni sett eyðslu þak á lið deildarinnar sem hefur áhrif á hvað þau geta eytt í leikmenn og laun. Þekktasta dæmið eru vandræði Barcelona undanfarna félagaskiptaglugga. Tebas segir að það þekkist ekki á Spáni að lið tapi jafn miklum fjármunum og stærstu lið Englands. Þá sagði hann að það gerðist heldur ekki í Þýskalandi. „Okkar efnahagur leyfir það ekki. Við leyfum ekki velunnurum að bæta upp töp eins og eiga sér stað á Englandi. Það er það sem sker á milli á markaðnum.“ „Það fylgir því töluverð hætta að vera með markað sem er uppblásinn eins og sá sem við höfum séð á undanförnum árum í Evrópu. Það getur ógnað stöðugleika og sjálfbærni fótboltans í Evrópu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tebas pirrar sig á fjármunum erlendra liða en hann hefur látið París Saint-Germain heyra það oftar en einu sinni. Fyrst varðandi möguleg vistaskipti Lionel Messi og svo þegar Kylian Mbappé ákvað að vera áfram í París. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Sjá meira
Samkvæmt Deloitte eyddu ensk úrvalsdeildarfélög samtals 815 milljónum punda, eða rúmlega 141 milljörðum króna, í leikmenn í félagaskiptaglugganum sem lokaði nú fyrr í vikunni. Á sama tíma eyddu spænsk úrvalsdeildarlið aðeins 25 milljónum punda, eða rúmlega 4 milljörðum króna. Af þessum 815 milljónum punda þá á Chelsea 290 milljónir eftir að hafa eytt fúlgum fjár í leikmenn á borð við Mykhailo Mudryk, Benoit Badiashile og Enzo Fernandez. Raunar er það þannig að tímabilið 2022-23 hefur Chelsea eytt meiru í leikmenn en öll lið La Liga til samans. Spending in 2022-23:Chelsea: $666.7MLa Liga: $608.9MBundesliga: $604.1M pic.twitter.com/6HNrfpt2QZ— B/R Football (@brfootball) February 1, 2023 The Athletic greinir frá því að Tebas hafi sagt að enski markaðurinn væri á lyfjum. „Þú sérð það greinilega á janúarglugganum þar sem Chelsea hefur keypt helming þeirra leikmanna sem eru komnir í deildina.“ „Enska úrvalsdeildin hefur tapað milljörðum punda á undanförnum árum. Deildin er að mörgu leyti fjármögnuð af bandarískum auðjöfrum virðast tilbúnir að tapa pening.“ La Liga hefur ólíkt ensku úrvalsdeildinni sett eyðslu þak á lið deildarinnar sem hefur áhrif á hvað þau geta eytt í leikmenn og laun. Þekktasta dæmið eru vandræði Barcelona undanfarna félagaskiptaglugga. Tebas segir að það þekkist ekki á Spáni að lið tapi jafn miklum fjármunum og stærstu lið Englands. Þá sagði hann að það gerðist heldur ekki í Þýskalandi. „Okkar efnahagur leyfir það ekki. Við leyfum ekki velunnurum að bæta upp töp eins og eiga sér stað á Englandi. Það er það sem sker á milli á markaðnum.“ „Það fylgir því töluverð hætta að vera með markað sem er uppblásinn eins og sá sem við höfum séð á undanförnum árum í Evrópu. Það getur ógnað stöðugleika og sjálfbærni fótboltans í Evrópu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tebas pirrar sig á fjármunum erlendra liða en hann hefur látið París Saint-Germain heyra það oftar en einu sinni. Fyrst varðandi möguleg vistaskipti Lionel Messi og svo þegar Kylian Mbappé ákvað að vera áfram í París.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Sjá meira