Færð ekki Jokic til að gera mikið úr því að vera með þrennu í leik: „Úúúúúúúúúú“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2023 10:30 Nikola Jokic með boltann í leik með Denver Nuggets. Liðið tapar ekki þegar hann er með þrennu. AP/David Zalubowski Nikola Jokic hefur átt enn eitt frábæra tímabilið með liði Denver Nuggets í NBA deildinni í körfubolta og eftir stórleiki í vikunni þá kom hann tölfræði sinni upp í þrennu að meðaltali í leik. Þessi 27 ára gamli serbneski miðherji er einn allra besti sendingamaður deildarinnar og liðsfélagar hans fá hvað eftir annað boltann frá honum í frábærum færum. Jokic, sem hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, er með 25,0 stig, 11,1 frákast og 10,1 stoðsendingu að meðaltali í leik eftir 45 fyrstu leikina. Back-to-back 20/10/15 games for Nikola Jokic 22 PTS 14 REB 16 AST pic.twitter.com/neOKo4zGJ7— NBA (@NBA) February 3, 2023 Hann náði sextándu og sautjándu þrennu sinni á tímabilinu í sigrum á New Orleans Pelicans og Golden State Warriors þar sem miðherjinn útsjónarsami bauð upp á 26 stig, 18 fráköst og 15 stoðsendingar á 38 mínútum á móti Pelíkönunum og svo 22 stig, 14 fráköst og 16 stoðsendingar á 33 mínútum á móti meisturum Golden State. Nuggets liðið hefur unnið alla sautján leikina þar sem hann er með þrennu og liðið er á miklu skriði því hann er búinn að vera með þrennu í átta af síðustu tíu leikjum. Jokic var með 27,1 stig, 13,8 fráköst og 7,9 stoðsendingar í leik í fyrravetur og veturinn á undan var hann með 26,4 stig, 10,8 fráköst og 8,3 stoðsendingar í leik. Bæði árin var hann kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Eftir fyrri þrennuleikinn var Serbinn spurður út í þá staðreynd að hann væri með þrennu að meðaltali en bauð upp á frekar fyndin viðbrögð eins og sjá má hér fyrir neðan. Það er ljóst að þú færð ekki Jokic til að gera mikið úr því að hann sé með þrennu að meðaltali. Svarið var fyndið „úúúúúúúúúú“ sem fékk blaðamenn til að skella upp úr. View this post on Instagram A post shared by Basketball Coverage (@basketballcoverage) NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Þessi 27 ára gamli serbneski miðherji er einn allra besti sendingamaður deildarinnar og liðsfélagar hans fá hvað eftir annað boltann frá honum í frábærum færum. Jokic, sem hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, er með 25,0 stig, 11,1 frákast og 10,1 stoðsendingu að meðaltali í leik eftir 45 fyrstu leikina. Back-to-back 20/10/15 games for Nikola Jokic 22 PTS 14 REB 16 AST pic.twitter.com/neOKo4zGJ7— NBA (@NBA) February 3, 2023 Hann náði sextándu og sautjándu þrennu sinni á tímabilinu í sigrum á New Orleans Pelicans og Golden State Warriors þar sem miðherjinn útsjónarsami bauð upp á 26 stig, 18 fráköst og 15 stoðsendingar á 38 mínútum á móti Pelíkönunum og svo 22 stig, 14 fráköst og 16 stoðsendingar á 33 mínútum á móti meisturum Golden State. Nuggets liðið hefur unnið alla sautján leikina þar sem hann er með þrennu og liðið er á miklu skriði því hann er búinn að vera með þrennu í átta af síðustu tíu leikjum. Jokic var með 27,1 stig, 13,8 fráköst og 7,9 stoðsendingar í leik í fyrravetur og veturinn á undan var hann með 26,4 stig, 10,8 fráköst og 8,3 stoðsendingar í leik. Bæði árin var hann kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Eftir fyrri þrennuleikinn var Serbinn spurður út í þá staðreynd að hann væri með þrennu að meðaltali en bauð upp á frekar fyndin viðbrögð eins og sjá má hér fyrir neðan. Það er ljóst að þú færð ekki Jokic til að gera mikið úr því að hann sé með þrennu að meðaltali. Svarið var fyndið „úúúúúúúúúú“ sem fékk blaðamenn til að skella upp úr. View this post on Instagram A post shared by Basketball Coverage (@basketballcoverage)
NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira