Íslenska hvalkjötið komið í höfn í Japan Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2023 09:49 Skipið Silver Copenhagen kom til hafnar norðaustan við borgina Fukuoka, milli Nagasaki og Hiroshima, samkvæmt siglingasíðunni Marine Traffic. Marine Traffic Norska flutningaskipið Silver Copenhagen kom til hafnar í Japan í morgun eftir sjö vikna siglingu frá Íslandi. Farmurinn var 2.576 tonn af frystum hvalaafurðum. Þetta er fyrsta hvalkjötið sem flutt er út frá Íslandi í fjögur ár. Þetta er jafnframt mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út í 35 ár. Á siglingasíðunni Marine Traffic má sjá að skipið lagðist að bryggju í borginni Shimonoseki undir hádegi á japönskum tíma. Þá var nótt að íslenskum tíma, en tímamismunur milli landanna er níu klukkustundir. Sjá má hvar skipið lagðist að bryggju í borginni Shimonoseki.Marine Traffic Þessi 49 daga sigling með kjötið hófst í Hafnarfirði þann 21. desember. Siglingaleiðin lá suður Atlantshaf, suður fyrir syðsta odda Afríku og þvert yfir Indlandshaf. Áð var í Singapore í hálfan sólarhring fyrir lokaáfangann til Japans. Skipið virðist þó ekki hafa lagst að bryggju í Singapore heldur lá þar á ytri höfninni, miðað við siglingaferil þess. Ætla má að tækifærið hafi verið nýtt til áhafnaskipta og töku vista. Frystiskipið Silver Copenhagen. Sigling þess frá Íslandi til Japans tók 49 sólarhringa.Fjord Shipping Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, hefur ekkert tjáð sig opinberlega um útflutninginn núna og ekki svarað óskum fréttastofu um viðtal. Af ferli skipsins að dæma virðist útflutningurinn hafa gengið áfallalaust og engar fregnir hafa borist af því að reynt hafi verið að hindra för skipsins. Útflutningsverðmæti hvalkjötsins, fob-verð, nemur 2.771 milljón króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar, að því er fram kom í frétt Stöðvar 2 í fyrradag: Hvalveiðar Japan Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Sjávarréttir Matur Hvalfjarðarsveit Hafnarfjörður Umhverfismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Hvalkjöt fyrir 2,8 milljarða króna til kaupenda í Japan Um 2.600 tonn af íslensku hvalkjöti eru væntanleg með skipi til Japans um miðja þessa viku og er þetta mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út frá Íslandi í 35 ár. Útflutningsverðmætið nemur um 2,8 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. 6. febrúar 2023 21:50 Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08 Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Þetta er fyrsta hvalkjötið sem flutt er út frá Íslandi í fjögur ár. Þetta er jafnframt mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út í 35 ár. Á siglingasíðunni Marine Traffic má sjá að skipið lagðist að bryggju í borginni Shimonoseki undir hádegi á japönskum tíma. Þá var nótt að íslenskum tíma, en tímamismunur milli landanna er níu klukkustundir. Sjá má hvar skipið lagðist að bryggju í borginni Shimonoseki.Marine Traffic Þessi 49 daga sigling með kjötið hófst í Hafnarfirði þann 21. desember. Siglingaleiðin lá suður Atlantshaf, suður fyrir syðsta odda Afríku og þvert yfir Indlandshaf. Áð var í Singapore í hálfan sólarhring fyrir lokaáfangann til Japans. Skipið virðist þó ekki hafa lagst að bryggju í Singapore heldur lá þar á ytri höfninni, miðað við siglingaferil þess. Ætla má að tækifærið hafi verið nýtt til áhafnaskipta og töku vista. Frystiskipið Silver Copenhagen. Sigling þess frá Íslandi til Japans tók 49 sólarhringa.Fjord Shipping Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, hefur ekkert tjáð sig opinberlega um útflutninginn núna og ekki svarað óskum fréttastofu um viðtal. Af ferli skipsins að dæma virðist útflutningurinn hafa gengið áfallalaust og engar fregnir hafa borist af því að reynt hafi verið að hindra för skipsins. Útflutningsverðmæti hvalkjötsins, fob-verð, nemur 2.771 milljón króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar, að því er fram kom í frétt Stöðvar 2 í fyrradag:
Hvalveiðar Japan Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Sjávarréttir Matur Hvalfjarðarsveit Hafnarfjörður Umhverfismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Hvalkjöt fyrir 2,8 milljarða króna til kaupenda í Japan Um 2.600 tonn af íslensku hvalkjöti eru væntanleg með skipi til Japans um miðja þessa viku og er þetta mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út frá Íslandi í 35 ár. Útflutningsverðmætið nemur um 2,8 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. 6. febrúar 2023 21:50 Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08 Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Hvalkjöt fyrir 2,8 milljarða króna til kaupenda í Japan Um 2.600 tonn af íslensku hvalkjöti eru væntanleg með skipi til Japans um miðja þessa viku og er þetta mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út frá Íslandi í 35 ár. Útflutningsverðmætið nemur um 2,8 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. 6. febrúar 2023 21:50
Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08
Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42