Íslenska hvalkjötið komið í höfn í Japan Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2023 09:49 Skipið Silver Copenhagen kom til hafnar norðaustan við borgina Fukuoka, milli Nagasaki og Hiroshima, samkvæmt siglingasíðunni Marine Traffic. Marine Traffic Norska flutningaskipið Silver Copenhagen kom til hafnar í Japan í morgun eftir sjö vikna siglingu frá Íslandi. Farmurinn var 2.576 tonn af frystum hvalaafurðum. Þetta er fyrsta hvalkjötið sem flutt er út frá Íslandi í fjögur ár. Þetta er jafnframt mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út í 35 ár. Á siglingasíðunni Marine Traffic má sjá að skipið lagðist að bryggju í borginni Shimonoseki undir hádegi á japönskum tíma. Þá var nótt að íslenskum tíma, en tímamismunur milli landanna er níu klukkustundir. Sjá má hvar skipið lagðist að bryggju í borginni Shimonoseki.Marine Traffic Þessi 49 daga sigling með kjötið hófst í Hafnarfirði þann 21. desember. Siglingaleiðin lá suður Atlantshaf, suður fyrir syðsta odda Afríku og þvert yfir Indlandshaf. Áð var í Singapore í hálfan sólarhring fyrir lokaáfangann til Japans. Skipið virðist þó ekki hafa lagst að bryggju í Singapore heldur lá þar á ytri höfninni, miðað við siglingaferil þess. Ætla má að tækifærið hafi verið nýtt til áhafnaskipta og töku vista. Frystiskipið Silver Copenhagen. Sigling þess frá Íslandi til Japans tók 49 sólarhringa.Fjord Shipping Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, hefur ekkert tjáð sig opinberlega um útflutninginn núna og ekki svarað óskum fréttastofu um viðtal. Af ferli skipsins að dæma virðist útflutningurinn hafa gengið áfallalaust og engar fregnir hafa borist af því að reynt hafi verið að hindra för skipsins. Útflutningsverðmæti hvalkjötsins, fob-verð, nemur 2.771 milljón króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar, að því er fram kom í frétt Stöðvar 2 í fyrradag: Hvalveiðar Japan Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Sjávarréttir Matur Hvalfjarðarsveit Hafnarfjörður Umhverfismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Hvalkjöt fyrir 2,8 milljarða króna til kaupenda í Japan Um 2.600 tonn af íslensku hvalkjöti eru væntanleg með skipi til Japans um miðja þessa viku og er þetta mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út frá Íslandi í 35 ár. Útflutningsverðmætið nemur um 2,8 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. 6. febrúar 2023 21:50 Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08 Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Þetta er fyrsta hvalkjötið sem flutt er út frá Íslandi í fjögur ár. Þetta er jafnframt mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út í 35 ár. Á siglingasíðunni Marine Traffic má sjá að skipið lagðist að bryggju í borginni Shimonoseki undir hádegi á japönskum tíma. Þá var nótt að íslenskum tíma, en tímamismunur milli landanna er níu klukkustundir. Sjá má hvar skipið lagðist að bryggju í borginni Shimonoseki.Marine Traffic Þessi 49 daga sigling með kjötið hófst í Hafnarfirði þann 21. desember. Siglingaleiðin lá suður Atlantshaf, suður fyrir syðsta odda Afríku og þvert yfir Indlandshaf. Áð var í Singapore í hálfan sólarhring fyrir lokaáfangann til Japans. Skipið virðist þó ekki hafa lagst að bryggju í Singapore heldur lá þar á ytri höfninni, miðað við siglingaferil þess. Ætla má að tækifærið hafi verið nýtt til áhafnaskipta og töku vista. Frystiskipið Silver Copenhagen. Sigling þess frá Íslandi til Japans tók 49 sólarhringa.Fjord Shipping Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, hefur ekkert tjáð sig opinberlega um útflutninginn núna og ekki svarað óskum fréttastofu um viðtal. Af ferli skipsins að dæma virðist útflutningurinn hafa gengið áfallalaust og engar fregnir hafa borist af því að reynt hafi verið að hindra för skipsins. Útflutningsverðmæti hvalkjötsins, fob-verð, nemur 2.771 milljón króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar, að því er fram kom í frétt Stöðvar 2 í fyrradag:
Hvalveiðar Japan Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Sjávarréttir Matur Hvalfjarðarsveit Hafnarfjörður Umhverfismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Hvalkjöt fyrir 2,8 milljarða króna til kaupenda í Japan Um 2.600 tonn af íslensku hvalkjöti eru væntanleg með skipi til Japans um miðja þessa viku og er þetta mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út frá Íslandi í 35 ár. Útflutningsverðmætið nemur um 2,8 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. 6. febrúar 2023 21:50 Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08 Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Hvalkjöt fyrir 2,8 milljarða króna til kaupenda í Japan Um 2.600 tonn af íslensku hvalkjöti eru væntanleg með skipi til Japans um miðja þessa viku og er þetta mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út frá Íslandi í 35 ár. Útflutningsverðmætið nemur um 2,8 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. 6. febrúar 2023 21:50
Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08
Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42