Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hafa vanmetið verðbólguna Heimir Már Pétursson skrifar 9. febrúar 2023 12:08 Bjarni Benediktsson segir Seðlabankann sennilega hafa hækkað stýrivexti of hægt og vanmetið verðbólguna of oft. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir Íslendinga vera að taka út lífskjör sem ekki væru langtíma forsendur fyrir sem birtist meðal annars í mikilli einkaneyslu. Seðlabankinn sitji sennilega uppi með að hafa hækkað vexti of hægt og vanmetið verðbólguna of oft. Formaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina stinga höfðinu í sandinn og hún bjóði ekki upp á neinar aðgerðir gegn verðbólgunni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að margir stjórnarliðar hefðu tilhneigingu til að kenna almenningi um stöðuna í efnahagsmálum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefði í fyrri umræðum ekki tekið neina ábyrgð á stöðunni og helst vísað í ósjálfbærar launahækkanir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir fjármálaráðherra og ríkisstjórnina ríkisstjórnina í afneitun gagnvart stöðunni í efnahagsmálum og bera ábyrgð á þennslunni í þjóðfélaginu.Vísir/Vilhelm Stór hluti vinnumarkaðarins hefði hins vegar tekið ábyrgð á stöðunni með nýgerðum kjarasamningum. „Ríkisstjórnin hins vegar afneitar sinni ábyrgð á verðbólgunni og hærri vöxtum. En með aðgerðum sínum í fjárlagafrumvarpinu var bálið tendrað og það logar enn. Það er í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ sagði formaður Viðreisnar. Hún spurði fjármálaráðherra hvort ríkisstjórnin bæri enga ábyrgð á því að Seðlabankinn hefði nú hækkað stýrivexti í ellefta sinn. Það besta sem ráðherrann byði upp á væri afneitun á eigin þenslu. Þorgerður Katrín spurði hvort ríkisstjórnin hefði einhverjar áætlannir um að ganga í takti með Seðlabankanum við að ná niður verðbólgu. Bjarni Benediktsson segir Íslendinga nú vera að taka út lífskjör sem ekki væru langtímaforsendur fyrir.Vísir/Vlilhelm Bjarni sagðist eins og aðrir hafa áhyggjur af verðbólgunni. Gjaldskrárhækkanir í fjárlagafrumvarpinu hefðu hins vegar haft hverfandi áhrif á verðbólgu eða sem næmi 0,4 til 0,5 prósentum. Kaupmáttur nánast allra tekjutíunda hefði vaxið stöðugt á undanförnum árum og útlit fyrir að hann héldi áfram að aukast á þessu ári, þrátt fyrir verðbólgu og vaxtahækkanir. Þá væri ekki rétt að hann hefði nokkru sinni gefið í skyn að almenningur bæri ábyrgð á verðbólgunni. Það væri hins vegar staðreynd að það væri mikil spenna í efnahagsmálum. „Og það birtist meðal annars í mikilli einkaneyslu. Og við erum nú sem þjóðfélag að taka út lífskjör sem ekki eru langtímaforsendur fyrir,“ sagði fjármálaráðherra. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir peningastefnunefnd hafa viljað sjá meira aðhald í fjárlögum og minni launahækkanir í baráttunni við verðbólguna.Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín sagði fjármálaráðherra þruma út úr sér hagstærðum eins og þær væru eitthvert listform. „Ætlar hann ekkert að gera og koma fram með tillögur um aðgerðir sem koma í veg fyrir tólftu stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð,“ spurði Þorgerður Katrín. Fjármálaráðherra sagði það engu skila að leita að sökudólgum. Mikilvægast væri að ná fram afkomubata hjá ríkissjóði eins og gert hefði verið og að allir ynnu saman að lækkun verðbólgunnar. „Seðlabankinn situr uppi með það núna að hafa væntanlega hækkað vexti of hægt, vanspáð verðbólgu of oft og hefur hlutverki að gegna til að stilla af verðbólguvæntingar inn í framtíðina sem eru algerlega farnar úr böndunum,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir „Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn“ Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn og árið 2023 væri betur nýtt til að þeir kjarasamningar sem framundan eru og þeir skammtímasamningar sem menn hafa þegar gert leggi grunn að nýju skeiði stöðugleika. 9. febrúar 2023 06:23 Óskiljanlegar boltalíkingar ekki Seðlabankanum sæmandi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir athugasemdir við röksemdir Seðlabankans fyrir vaxtahækkunum. Það standist ekki skoðun að nýgerðir kjarasamningar séu ástæða hækkunar, þar sem seðlabankastjóri hafi lýst ánægju með þá fyrir skömmu. 8. febrúar 2023 19:43 Seðlabankastjóri segir aðila vinnumarkaðarins hafa skorað sjálfsmark Seðlabankastjóri segir höfuðstól óverðtryggðra lána hafa lækkað um tíu prósent á einu ári þrátt fyrir vaxtahækkanir. Aðilar vinnumarkaðarins hafi skorað sjálfsmark með nýgerðum kjarasamningum. Jafnvel þurfi að hækka vexti meira í næsta mánuði vegna krafna um enn meiri launahækkanir en þegar hafi verið samið um. 8. febrúar 2023 19:20 Vilhjálmur segir Seðlabankann versta óvin launafólks Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, fordæmir stýrivaxtahækkun Seðlabankans og segir hana þurrka upp allan ávinning af nýjum kjarasamningum. 8. febrúar 2023 13:41 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að margir stjórnarliðar hefðu tilhneigingu til að kenna almenningi um stöðuna í efnahagsmálum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefði í fyrri umræðum ekki tekið neina ábyrgð á stöðunni og helst vísað í ósjálfbærar launahækkanir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir fjármálaráðherra og ríkisstjórnina ríkisstjórnina í afneitun gagnvart stöðunni í efnahagsmálum og bera ábyrgð á þennslunni í þjóðfélaginu.Vísir/Vilhelm Stór hluti vinnumarkaðarins hefði hins vegar tekið ábyrgð á stöðunni með nýgerðum kjarasamningum. „Ríkisstjórnin hins vegar afneitar sinni ábyrgð á verðbólgunni og hærri vöxtum. En með aðgerðum sínum í fjárlagafrumvarpinu var bálið tendrað og það logar enn. Það er í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ sagði formaður Viðreisnar. Hún spurði fjármálaráðherra hvort ríkisstjórnin bæri enga ábyrgð á því að Seðlabankinn hefði nú hækkað stýrivexti í ellefta sinn. Það besta sem ráðherrann byði upp á væri afneitun á eigin þenslu. Þorgerður Katrín spurði hvort ríkisstjórnin hefði einhverjar áætlannir um að ganga í takti með Seðlabankanum við að ná niður verðbólgu. Bjarni Benediktsson segir Íslendinga nú vera að taka út lífskjör sem ekki væru langtímaforsendur fyrir.Vísir/Vlilhelm Bjarni sagðist eins og aðrir hafa áhyggjur af verðbólgunni. Gjaldskrárhækkanir í fjárlagafrumvarpinu hefðu hins vegar haft hverfandi áhrif á verðbólgu eða sem næmi 0,4 til 0,5 prósentum. Kaupmáttur nánast allra tekjutíunda hefði vaxið stöðugt á undanförnum árum og útlit fyrir að hann héldi áfram að aukast á þessu ári, þrátt fyrir verðbólgu og vaxtahækkanir. Þá væri ekki rétt að hann hefði nokkru sinni gefið í skyn að almenningur bæri ábyrgð á verðbólgunni. Það væri hins vegar staðreynd að það væri mikil spenna í efnahagsmálum. „Og það birtist meðal annars í mikilli einkaneyslu. Og við erum nú sem þjóðfélag að taka út lífskjör sem ekki eru langtímaforsendur fyrir,“ sagði fjármálaráðherra. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir peningastefnunefnd hafa viljað sjá meira aðhald í fjárlögum og minni launahækkanir í baráttunni við verðbólguna.Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín sagði fjármálaráðherra þruma út úr sér hagstærðum eins og þær væru eitthvert listform. „Ætlar hann ekkert að gera og koma fram með tillögur um aðgerðir sem koma í veg fyrir tólftu stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð,“ spurði Þorgerður Katrín. Fjármálaráðherra sagði það engu skila að leita að sökudólgum. Mikilvægast væri að ná fram afkomubata hjá ríkissjóði eins og gert hefði verið og að allir ynnu saman að lækkun verðbólgunnar. „Seðlabankinn situr uppi með það núna að hafa væntanlega hækkað vexti of hægt, vanspáð verðbólgu of oft og hefur hlutverki að gegna til að stilla af verðbólguvæntingar inn í framtíðina sem eru algerlega farnar úr böndunum,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir „Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn“ Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn og árið 2023 væri betur nýtt til að þeir kjarasamningar sem framundan eru og þeir skammtímasamningar sem menn hafa þegar gert leggi grunn að nýju skeiði stöðugleika. 9. febrúar 2023 06:23 Óskiljanlegar boltalíkingar ekki Seðlabankanum sæmandi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir athugasemdir við röksemdir Seðlabankans fyrir vaxtahækkunum. Það standist ekki skoðun að nýgerðir kjarasamningar séu ástæða hækkunar, þar sem seðlabankastjóri hafi lýst ánægju með þá fyrir skömmu. 8. febrúar 2023 19:43 Seðlabankastjóri segir aðila vinnumarkaðarins hafa skorað sjálfsmark Seðlabankastjóri segir höfuðstól óverðtryggðra lána hafa lækkað um tíu prósent á einu ári þrátt fyrir vaxtahækkanir. Aðilar vinnumarkaðarins hafi skorað sjálfsmark með nýgerðum kjarasamningum. Jafnvel þurfi að hækka vexti meira í næsta mánuði vegna krafna um enn meiri launahækkanir en þegar hafi verið samið um. 8. febrúar 2023 19:20 Vilhjálmur segir Seðlabankann versta óvin launafólks Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, fordæmir stýrivaxtahækkun Seðlabankans og segir hana þurrka upp allan ávinning af nýjum kjarasamningum. 8. febrúar 2023 13:41 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
„Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn“ Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn og árið 2023 væri betur nýtt til að þeir kjarasamningar sem framundan eru og þeir skammtímasamningar sem menn hafa þegar gert leggi grunn að nýju skeiði stöðugleika. 9. febrúar 2023 06:23
Óskiljanlegar boltalíkingar ekki Seðlabankanum sæmandi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir athugasemdir við röksemdir Seðlabankans fyrir vaxtahækkunum. Það standist ekki skoðun að nýgerðir kjarasamningar séu ástæða hækkunar, þar sem seðlabankastjóri hafi lýst ánægju með þá fyrir skömmu. 8. febrúar 2023 19:43
Seðlabankastjóri segir aðila vinnumarkaðarins hafa skorað sjálfsmark Seðlabankastjóri segir höfuðstól óverðtryggðra lána hafa lækkað um tíu prósent á einu ári þrátt fyrir vaxtahækkanir. Aðilar vinnumarkaðarins hafi skorað sjálfsmark með nýgerðum kjarasamningum. Jafnvel þurfi að hækka vexti meira í næsta mánuði vegna krafna um enn meiri launahækkanir en þegar hafi verið samið um. 8. febrúar 2023 19:20
Vilhjálmur segir Seðlabankann versta óvin launafólks Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, fordæmir stýrivaxtahækkun Seðlabankans og segir hana þurrka upp allan ávinning af nýjum kjarasamningum. 8. febrúar 2023 13:41