Mahomes valinn sá mikilvægasti með miklum yfirburðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2023 13:00 Patrick Mahomes átti frábært tímabil með Kansas City Chiefs og það getur orðið enn betra á sunnudagskvöldið. AP/Charlie Riedel Patrick Mahomes var í gær útnefndur mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili en framundan er stórleikur hjá honum á sunnudagskvöldið þegar hann spilar með liði sínu Kansas City Chiefs í sjálfum Super Bowl. Þetta er í annað skiptið á ferlinum sem Mahomes er valinn bestur en hann hafði mikla yfirburði í kosningunni. Hann er aðeins á sínu sjötta tímabili í NFL-deildinni. MVP set the league on fire @PatrickMahomes pic.twitter.com/adx4t9PUFj— NFL (@NFL) February 10, 2023 Mahomes fékk 48 af 50 atkvæðum í fyrsta sætið en þeir sem kjósa eru bandarískir fjölmiðlamenn sem fjalla um NFL-deildina í fullu starfi. Mahomes fékk því alls 490 stig en næstur á eftir hinum var Jalen Hurts hjá Philadelphia Eagles með 193 stig. Hurts mætir einmitt Mahomes í Super Bowl leiknum um helgina. Leikstjórnendur voru í fjórum efstu sætunum því Josh Allen hjá Buffalo Bills varð þriðji og Joe Burrow hjá Cincinnati Bengals endaði í fjórða sætinu. .@PatrickMahomes joins the 2x MVP club! #NFLHonors | @Invisalign pic.twitter.com/M25Yu3VyhS— NFL (@NFL) February 10, 2023 Mahomes er aðeins tíundi leikmaðurinn í sögunni sem nær að vinna þessi virtu verðlaun tvisvar. Hann átti flesta sendingajarda í deildinni á tímabilinu (5.250) sem og flestar sendingar fyrir snertimörkum (41). Það voru líka veitt önnur verðlaun. New York Jets mennirnir Sauce Gardner (vörn) og Garrett Wilson (sókn) voru valdir nýliðar ársins. Justin Jefferson, útherji Minnesota Vikings, var kosinn besti sóknarmaðurinn og Nick Bosa hjá San Francisco 49ers þótti besti varnarmaður deildarinnar. Geno Smith, leikstjórnandi hjá Seattle Seahawks, átti endurkomu ársins og Brian Daboll hjá New York Giants var valinn þjálfari ársins. Super Bowl fer fram á sunnudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 23.30. Upphitun hefst klukkan 22.00. Garrett Wilson is the 2022 Offensive Rookie of the Year! #NFLHonors @GarrettWilson_V pic.twitter.com/noVXmuhDRC— NFL (@NFL) February 10, 2023 SAUCE Defensive Rookie of the Year! #NFLHonors @iamsaucegardner pic.twitter.com/QH0LoUr8yX— NFL (@NFL) February 10, 2023 One of the best seasons for a WR of all time. @JJettas2 is your Offensive Player of the Year! #NFLHonors @surface pic.twitter.com/gaK5gvTvLw— NFL (@NFL) February 10, 2023 .@Giants head coach Brian Daboll wins Coach of the Year! #NFLHonors pic.twitter.com/8VePcysgG9— NFL (@NFL) February 10, 2023 STILL NOT WRITING BACK. @GenoSmith3 | #NFLHonors pic.twitter.com/ShC47ylj2s— NFL (@NFL) February 10, 2023 Nick Bosa wins the 2022 Defensive Player of the Year! #NFLHonors pic.twitter.com/IBqhDtfD3W— NFL (@NFL) February 10, 2023 NFL Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Þetta er í annað skiptið á ferlinum sem Mahomes er valinn bestur en hann hafði mikla yfirburði í kosningunni. Hann er aðeins á sínu sjötta tímabili í NFL-deildinni. MVP set the league on fire @PatrickMahomes pic.twitter.com/adx4t9PUFj— NFL (@NFL) February 10, 2023 Mahomes fékk 48 af 50 atkvæðum í fyrsta sætið en þeir sem kjósa eru bandarískir fjölmiðlamenn sem fjalla um NFL-deildina í fullu starfi. Mahomes fékk því alls 490 stig en næstur á eftir hinum var Jalen Hurts hjá Philadelphia Eagles með 193 stig. Hurts mætir einmitt Mahomes í Super Bowl leiknum um helgina. Leikstjórnendur voru í fjórum efstu sætunum því Josh Allen hjá Buffalo Bills varð þriðji og Joe Burrow hjá Cincinnati Bengals endaði í fjórða sætinu. .@PatrickMahomes joins the 2x MVP club! #NFLHonors | @Invisalign pic.twitter.com/M25Yu3VyhS— NFL (@NFL) February 10, 2023 Mahomes er aðeins tíundi leikmaðurinn í sögunni sem nær að vinna þessi virtu verðlaun tvisvar. Hann átti flesta sendingajarda í deildinni á tímabilinu (5.250) sem og flestar sendingar fyrir snertimörkum (41). Það voru líka veitt önnur verðlaun. New York Jets mennirnir Sauce Gardner (vörn) og Garrett Wilson (sókn) voru valdir nýliðar ársins. Justin Jefferson, útherji Minnesota Vikings, var kosinn besti sóknarmaðurinn og Nick Bosa hjá San Francisco 49ers þótti besti varnarmaður deildarinnar. Geno Smith, leikstjórnandi hjá Seattle Seahawks, átti endurkomu ársins og Brian Daboll hjá New York Giants var valinn þjálfari ársins. Super Bowl fer fram á sunnudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 23.30. Upphitun hefst klukkan 22.00. Garrett Wilson is the 2022 Offensive Rookie of the Year! #NFLHonors @GarrettWilson_V pic.twitter.com/noVXmuhDRC— NFL (@NFL) February 10, 2023 SAUCE Defensive Rookie of the Year! #NFLHonors @iamsaucegardner pic.twitter.com/QH0LoUr8yX— NFL (@NFL) February 10, 2023 One of the best seasons for a WR of all time. @JJettas2 is your Offensive Player of the Year! #NFLHonors @surface pic.twitter.com/gaK5gvTvLw— NFL (@NFL) February 10, 2023 .@Giants head coach Brian Daboll wins Coach of the Year! #NFLHonors pic.twitter.com/8VePcysgG9— NFL (@NFL) February 10, 2023 STILL NOT WRITING BACK. @GenoSmith3 | #NFLHonors pic.twitter.com/ShC47ylj2s— NFL (@NFL) February 10, 2023 Nick Bosa wins the 2022 Defensive Player of the Year! #NFLHonors pic.twitter.com/IBqhDtfD3W— NFL (@NFL) February 10, 2023
NFL Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira