Nánast enginn launamunur á opinbera og almenna vinnumarkaðnum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. febrúar 2023 09:57 Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Launamunur á milli opinbera- og almenna vinnumarkaðarins er nánast horfinn og opinberi markaðurinn því orðinn samkeppnisfær við þann almenna. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu sem að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda kallar á viðbrögð. Velta þurfi því upp hvort verndarákvæði starfsmannalaganna eigi enn rétt á sér? Ráðgjafafyrirtækið Intellecon vann nýverið skýrslu um launa- og fjöldaþróun opinberra starfsmanna undanfarin ár og var skýrslan kynnt fyrir helgi. Þar kemur fram að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað um tæp tuttugu prósent á sama tíma og starfsmönnum almenna markaðarins hafi einungis fjölgað um þrjú prósent. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir niðurstöðurnar slá sig illa. „Verðmætin í íslensku samfélagi verða til í einkageiranum, þau verða til á almenna markaðnum, þannig við megum aldrei gleyma því að hlúa að fyrirtækjunum í landinu. Við verðum að búa til þannig starfsumhverfi að það sé ákjósanlegt og auðvelt að stofna hér fyrirtæki og starfa í íslensku starfsumhverfi,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Kallar á viðbrögð Sögulega séð hafa laun hjá hinu opinbera jafnan verið lægri en á hinum almenna markaði en á síðustu árum hefur þessi launamunur nánast horfið. Af þessu má ráða að hið opinbera sé orðið samkeppnisfært við almenna markaðinn. Þá er vinnutími á opinbera markaðnum oft mun betri auk þess sem opinberir starfsmenn njóta mun ríkari lagaverndar en þeir sem eru á hinum almenna markaði. „Þá er orðin ástæða til að skoða hluti eins og starfsmannalögin um opinbera starfsmenn. Á að vera áfram ríkari uppsagnarvernd? Og þetta kerfi sem gerir öll starfsmannamál hjá ríkinu miklu þyngri í vöfum og stífari enn á einkamarkaðnum. Ég held að það sé orðin full ástæða til að endurskoða það,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Eðlilegt að opinberir starfsmenn njóti ríkari verndar? Guðrún tekur í sama streng og spyr hvort út frá þessum niðurstöðum sé eðlilegt að opinberir starfsmenn njóti ríkari verndar á vinnumarkaði en Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram frumvarp um breytingar á starfsmannalögum, þar sem meðal annars er lagt til að heimild til uppsagnar starfsmanna verði rýmkuð. Ólafur vill sjá eina vinnulöggjöf og segir að áfram þurfi að vera reglur um faglegar ráðningar í opinbera geiranum svo að frændhygli eða spilling þrífist ekki. „En þetta þunga ferli að ráðning og starfslok séu stjórnsýsluákvarðanir er allt of þungt í vöfum og gerir opinbera geirann svo óskilvirkan og óhagkvæman og of dýran,“ segir Ólafur. Engin lækkun hér á landi Þessi mikla fjölgun starfsmanna á opinberum markaði sést líka í öðrum OECD löndum. „En það má kannski segja að það sem er sérstakt hér er að ef maður notar þær mælingar sem notaðar í alþjóðlegum samanburði þá hefur að minnsta kosti ekki orðið lækkun eins og í mörgum öðrum OECD löndum í umfangi hins opinbera af heildarvinnumarkaði,“ segir Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri Intellecon. Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Ráðgjafafyrirtækið Intellecon vann nýverið skýrslu um launa- og fjöldaþróun opinberra starfsmanna undanfarin ár og var skýrslan kynnt fyrir helgi. Þar kemur fram að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað um tæp tuttugu prósent á sama tíma og starfsmönnum almenna markaðarins hafi einungis fjölgað um þrjú prósent. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir niðurstöðurnar slá sig illa. „Verðmætin í íslensku samfélagi verða til í einkageiranum, þau verða til á almenna markaðnum, þannig við megum aldrei gleyma því að hlúa að fyrirtækjunum í landinu. Við verðum að búa til þannig starfsumhverfi að það sé ákjósanlegt og auðvelt að stofna hér fyrirtæki og starfa í íslensku starfsumhverfi,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Kallar á viðbrögð Sögulega séð hafa laun hjá hinu opinbera jafnan verið lægri en á hinum almenna markaði en á síðustu árum hefur þessi launamunur nánast horfið. Af þessu má ráða að hið opinbera sé orðið samkeppnisfært við almenna markaðinn. Þá er vinnutími á opinbera markaðnum oft mun betri auk þess sem opinberir starfsmenn njóta mun ríkari lagaverndar en þeir sem eru á hinum almenna markaði. „Þá er orðin ástæða til að skoða hluti eins og starfsmannalögin um opinbera starfsmenn. Á að vera áfram ríkari uppsagnarvernd? Og þetta kerfi sem gerir öll starfsmannamál hjá ríkinu miklu þyngri í vöfum og stífari enn á einkamarkaðnum. Ég held að það sé orðin full ástæða til að endurskoða það,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Eðlilegt að opinberir starfsmenn njóti ríkari verndar? Guðrún tekur í sama streng og spyr hvort út frá þessum niðurstöðum sé eðlilegt að opinberir starfsmenn njóti ríkari verndar á vinnumarkaði en Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram frumvarp um breytingar á starfsmannalögum, þar sem meðal annars er lagt til að heimild til uppsagnar starfsmanna verði rýmkuð. Ólafur vill sjá eina vinnulöggjöf og segir að áfram þurfi að vera reglur um faglegar ráðningar í opinbera geiranum svo að frændhygli eða spilling þrífist ekki. „En þetta þunga ferli að ráðning og starfslok séu stjórnsýsluákvarðanir er allt of þungt í vöfum og gerir opinbera geirann svo óskilvirkan og óhagkvæman og of dýran,“ segir Ólafur. Engin lækkun hér á landi Þessi mikla fjölgun starfsmanna á opinberum markaði sést líka í öðrum OECD löndum. „En það má kannski segja að það sem er sérstakt hér er að ef maður notar þær mælingar sem notaðar í alþjóðlegum samanburði þá hefur að minnsta kosti ekki orðið lækkun eins og í mörgum öðrum OECD löndum í umfangi hins opinbera af heildarvinnumarkaði,“ segir Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri Intellecon.
Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira