Já, samningarnir eru löglegir Ragnhildur Sverrisdóttir skrifar 14. febrúar 2023 10:01 Við samningagerð milli landeigenda við Þjórsá og Landsvirkjunar var ekki rætt um eignarnám og fullyrðingum um meinta þvingun í garð landeigenda er harðlega mótmælt. Landsvirkjun hefur gert fjölda samninga við landeigendur á svæðinu. Í öllum tilvikum var um að ræða frjálsa samninga. Allir landeigendur nutu aðstoðar lögmanns. Rétt er að taka fram að samkomulag Landsvirkjunar og ríkisins frá 2007 gerir ráð fyrir að gengið verði til endanlegra samninga um vatns- og landsréttindi við Þjórsá eigi síðar en við útgáfu virkjanaleyfis Hvammsvirkjunar og sú vinna stendur yfir. Hins vegar hefur verið starfað eftir efni samkomulagsins allt frá 2007. Anna Björk Hjaltadóttir formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá og fyrrum íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, spyr í fyrirsögn á grein sinni á Vísi í gær, mánudag, hvort samningar Landsvirkjunar við landeigendur við Þjórsá hafi verið löglegir. Þessari spurningu hefur ítrekað verið svarað, bæði vegna blaðaskrifa sveitunga hennar á síðasta ári og nú síðast í greinargerð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Frjálsir samningar og án fyrirvara Grein formanns Gjálpar sýnir að enn þarf að hnykkja á þeirri staðreynd að um var að ræða frjálsa samninga á milli landeigenda og Landsvirkjunar þar sem stuðst var við markaðsverð og fyrirliggjandi fordæmi um endurgjald fyrir þau réttindi sem um ræðir.Samningar hafa náðst við meirihluta landeigenda enda mikill vilji fyrir því að semja við Landsvirkjun vegna fyrirhugaðra framkvæmda og dæmi um að landeigendur hafi sjálfir haft frumkvæði að samningum. Samningafundir gengu eðlilega fyrir sig og skrifuðu landeigendur undir samninga án nokkurra fyrirvara og þáðu greiðslur. Efni samninganna er trúnaðarmál, en óhætt er að fullyrða að ávallt var horft til sjónarmiða landeigenda og reynt að koma til móts við slík sjónarmið eftir fremsta megni til þess að draga úr áhrifum af fyrirhuguðum virkjunum. Á þeim árum sem liðin eru hefur Landsvirkjun átt gott samstarf við landeigendur sem til okkar hafa leitað vegna framkvæmda þeirra á jörðum. Fullyrðingum um að uppbyggingu á landinu hafi verið haldið í gíslingu í 15 ár er vísað til föðurhúsanna. Lagaheimild tryggð Samkomulag ríkisins og Landsvirkjunar sem áður er nefnd var undirritað í maí 2007. Í desember sama ár komu fram athugasemdir ríkisendurskoðanda, um hvort samkomulagið hefði þurft staðfestingu Alþingis og hvort það væri bindandi fyrir ríkissjóð á meðan ekki lægi fyrir sérstök lagaheimild. Með breytingarlögum nr. 58/2008 á vatnalögum nr. 15/1923 var athugasemdum ríkisendurskoðanda í raun svarað, þegar bætt var við vatnalög ráðstöfunarheimild til opinberra aðila. Landsvirkjun og ríkið hafa frá árinu 2007 unnið eftir efni samkomulagsins. Í því kemur einnig fram að gengið skuli til endanlegra samninga um vatns- og landsréttindin eigi síðar en við útgáfu virkjanaleyfis. Í því felst ekki að aðgerðir fram að útgáfu virkjanaleyfis séu ólögmætar. Fullyrðingar um „stóran lagalegan vafa“ eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Við samningagerð milli landeigenda við Þjórsá og Landsvirkjunar var ekki rætt um eignarnám og fullyrðingum um meinta þvingun í garð landeigenda er harðlega mótmælt. Landsvirkjun hefur gert fjölda samninga við landeigendur á svæðinu. Í öllum tilvikum var um að ræða frjálsa samninga. Allir landeigendur nutu aðstoðar lögmanns. Rétt er að taka fram að samkomulag Landsvirkjunar og ríkisins frá 2007 gerir ráð fyrir að gengið verði til endanlegra samninga um vatns- og landsréttindi við Þjórsá eigi síðar en við útgáfu virkjanaleyfis Hvammsvirkjunar og sú vinna stendur yfir. Hins vegar hefur verið starfað eftir efni samkomulagsins allt frá 2007. Anna Björk Hjaltadóttir formaður Gjálpar, félags um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá og fyrrum íbúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, spyr í fyrirsögn á grein sinni á Vísi í gær, mánudag, hvort samningar Landsvirkjunar við landeigendur við Þjórsá hafi verið löglegir. Þessari spurningu hefur ítrekað verið svarað, bæði vegna blaðaskrifa sveitunga hennar á síðasta ári og nú síðast í greinargerð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Frjálsir samningar og án fyrirvara Grein formanns Gjálpar sýnir að enn þarf að hnykkja á þeirri staðreynd að um var að ræða frjálsa samninga á milli landeigenda og Landsvirkjunar þar sem stuðst var við markaðsverð og fyrirliggjandi fordæmi um endurgjald fyrir þau réttindi sem um ræðir.Samningar hafa náðst við meirihluta landeigenda enda mikill vilji fyrir því að semja við Landsvirkjun vegna fyrirhugaðra framkvæmda og dæmi um að landeigendur hafi sjálfir haft frumkvæði að samningum. Samningafundir gengu eðlilega fyrir sig og skrifuðu landeigendur undir samninga án nokkurra fyrirvara og þáðu greiðslur. Efni samninganna er trúnaðarmál, en óhætt er að fullyrða að ávallt var horft til sjónarmiða landeigenda og reynt að koma til móts við slík sjónarmið eftir fremsta megni til þess að draga úr áhrifum af fyrirhuguðum virkjunum. Á þeim árum sem liðin eru hefur Landsvirkjun átt gott samstarf við landeigendur sem til okkar hafa leitað vegna framkvæmda þeirra á jörðum. Fullyrðingum um að uppbyggingu á landinu hafi verið haldið í gíslingu í 15 ár er vísað til föðurhúsanna. Lagaheimild tryggð Samkomulag ríkisins og Landsvirkjunar sem áður er nefnd var undirritað í maí 2007. Í desember sama ár komu fram athugasemdir ríkisendurskoðanda, um hvort samkomulagið hefði þurft staðfestingu Alþingis og hvort það væri bindandi fyrir ríkissjóð á meðan ekki lægi fyrir sérstök lagaheimild. Með breytingarlögum nr. 58/2008 á vatnalögum nr. 15/1923 var athugasemdum ríkisendurskoðanda í raun svarað, þegar bætt var við vatnalög ráðstöfunarheimild til opinberra aðila. Landsvirkjun og ríkið hafa frá árinu 2007 unnið eftir efni samkomulagsins. Í því kemur einnig fram að gengið skuli til endanlegra samninga um vatns- og landsréttindin eigi síðar en við útgáfu virkjanaleyfis. Í því felst ekki að aðgerðir fram að útgáfu virkjanaleyfis séu ólögmætar. Fullyrðingar um „stóran lagalegan vafa“ eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun